Gladbach í Evrópubaráttu eftir sigur á Dortmund Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2022 22:00 Gladbach vann öruggan sigur í kvöld. Christof Koepsel/Getty Images Borussia Mönchengladbach vann 4-2 sigur á Borussia Dortmund í eina leik kvöldsins í þýsku úrvalsdeildinni. Sigur kvöldsins þýðir að Gladbach er komið í Evrópubaráttuna en toppbaráttan í Þýskalandi er æsispennandi. Heimamenn í Gladbach fengu sannkallaða draumabyrjun þegar Jonas Hoffmann tók frábærlega við sendingu Lars Stindl og skilaði boltanum í netið. Gestirnir frá Dortmund létu það ekki á sig fá og Julian Brandt jafnaði metin skömmu síðar eftir sendingu Jude Bellingham. Gladbach skoraði hins vegar tvö mörk með skömmu millibili og segja má að þau hafi lagt grunninn að sigri kvöldsins. Ramy Bensebaini kom heimamönnum yfir á 26. mínútu, Hoffaman með stoðsendinguna að þessu sinni. Marcus Thuram skoraði svo þriðja markið fjórum mínútum síðar. Aftur var Stindl með stoðsendinguna. Varnarmaðurinn Nico Schlotterbeck gaf Dortmund líflínu með marki þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Staðan 3-2 þegar gengið var til búningsherbergja. Hofmann lagði hins vegar upp annað mark sitt strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks, Kouadio Kone með markið. Hofmann kom svo boltanum í netið skömmu síðar en markið dæmt af vegna brots í aðdraganda þess. 19 Borussia Mönchengladbachs Jonas #Hofmann has been directly involved in 19 #Bundesliga goals this calendar year (10 goals, 9 assists), the most among German players in Europe s big five leagues in the year 2022. Thriving. #BMGBVB pic.twitter.com/9fNb5vjQKX— OptaFranz (@OptaFranz) November 11, 2022 Lokatölur því 4-2 Gladbach í vil sem er komið upp í 7. sæti með 22 stig, þremur stigum minna en Dortmund sem er sæti ofar. Það munar svo aðeins tveimur stigum á Dortmund og Union Berlín sem er í 2. sæti deildarinnar þó Berlínarbúar eigi leik til góða. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Heimamenn í Gladbach fengu sannkallaða draumabyrjun þegar Jonas Hoffmann tók frábærlega við sendingu Lars Stindl og skilaði boltanum í netið. Gestirnir frá Dortmund létu það ekki á sig fá og Julian Brandt jafnaði metin skömmu síðar eftir sendingu Jude Bellingham. Gladbach skoraði hins vegar tvö mörk með skömmu millibili og segja má að þau hafi lagt grunninn að sigri kvöldsins. Ramy Bensebaini kom heimamönnum yfir á 26. mínútu, Hoffaman með stoðsendinguna að þessu sinni. Marcus Thuram skoraði svo þriðja markið fjórum mínútum síðar. Aftur var Stindl með stoðsendinguna. Varnarmaðurinn Nico Schlotterbeck gaf Dortmund líflínu með marki þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Staðan 3-2 þegar gengið var til búningsherbergja. Hofmann lagði hins vegar upp annað mark sitt strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks, Kouadio Kone með markið. Hofmann kom svo boltanum í netið skömmu síðar en markið dæmt af vegna brots í aðdraganda þess. 19 Borussia Mönchengladbachs Jonas #Hofmann has been directly involved in 19 #Bundesliga goals this calendar year (10 goals, 9 assists), the most among German players in Europe s big five leagues in the year 2022. Thriving. #BMGBVB pic.twitter.com/9fNb5vjQKX— OptaFranz (@OptaFranz) November 11, 2022 Lokatölur því 4-2 Gladbach í vil sem er komið upp í 7. sæti með 22 stig, þremur stigum minna en Dortmund sem er sæti ofar. Það munar svo aðeins tveimur stigum á Dortmund og Union Berlín sem er í 2. sæti deildarinnar þó Berlínarbúar eigi leik til góða.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira