Innlent

Býður fundarlaun þeim sem getur bent á brennuvarg við Elliðavatn

Kristján Már Unnarsson skrifar
Guðmundur Unnsteinsson, eigandi sumarbústaðar sem kveikt var í á Þingnesi við Elliðavatn.
Guðmundur Unnsteinsson, eigandi sumarbústaðar sem kveikt var í á Þingnesi við Elliðavatn. Arnar Halldórsson

Guðmundur Unnsteinsson, sem varð fyrir því um síðustu áramót að kveikt var í bústaðnum hans á Þingnesi við Elliðavatn, býður hverjum þeim fundarlaun sem veitt getur upplýsingar um brennuvarginn. Tveir bústaðir við vatnið brunnu til grunna í kringum síðustu áramót og virðist sem um vel skipulagðan ásetning hafi verið að ræða en ekki óviljaverk óreglufólks.

„Við erum eiginlega mjög hissa á þessum brunum sem urðu. Það hefur verið svolítið um það á sumrin að svona ógæfufólk hafi farið í hús og brotist inn og dvalið um nótt. En aldrei verið kveikt í húsum fyrr og yfirleitt lágmarkstjón ef fólk hefur farið inn til að hlýja sér,“ segir Guðmundur en hann sagði frá þessu í þættinum Um land allt á Stöð 2 um Elliðavatn.

Frá eldsvoðanum 4. janúar síðastliðinn.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Hann telur að þetta hafi verið einbeittur ásetningur. Einhver hafi ekið á fjórhjóli yfir vatnið á ís um miðja nótt og með bensínbrúsa. Förin hafi mátt rekja yfir vatnið milli Þingness og Elliðavatnsstíflu. Hann hefur ekki trú á því að hér hafi eitthvert ógæfufólk verið á ferð.

Svona leit húsið út áður.Guðmundur Unnsteinsson

„Ég hef ekki trú á því. Ég held að menn fari ekki hér þvert yfir vatnið í myrkri 4. janúar ef menn eru ekki allsgáðir. Ógæfufólk gerir það ekki. Og ekki þvert yfir vatnið á fjórhjóli.“

Hér má sjá viðtalsbút um eldsvoðann:

Klippa: Býður fundarlaun fyrir brennuvarg við Elliðavatn

Þáttinn um Elliðavatn má nálgast í heild á streymisveitunni Stöð 2+.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×