Verðlaun afhend fulltrúa íranskra kvenna ásamt fleirum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 9. nóvember 2022 22:27 Hér má sjá fulltrúa íranskra kvenna með verðlaunin. Aðsent/María Kjartansdóttir Í dag voru hin ýmsu verðlaun veitt til framúrskarandi kvenna í Hörpu á Heimsþingi kvenleiðtoga. Þingið var haldið hér á landi í sjöunda sinn en hundruð kvenleiðtoga komu saman. Á þinginu eru jafnréttismál í brennidepli og hafa hinir ýmsu leiðtogar tekið til máls. Sem dæmi má nefna Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra ásamt Sima Sami Bahous, aðalframkvæmdastjóra UN Women. Meðal þinggesta var einnig fyrrverandi forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir. Ingibjörg Sólrún sagði meðal annars á Heimsþinginu að hún væri ekki bjartsýn hvað varði friðar- og öryggismál heimsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók til máls.Aðsent/María Kjartansdóttir „Ég verð að viðurkenna að ég er ekki mjög bjartsýn þegar kemur að friðar- og öryggismálum. Þannig að ég mun ekki flytja mjög jákvæð skilaboð hér um þátttöku kvenna í friðarviðræðum. Aðallega vegna þess að ég tel að aðalhindrunin í vegi friðarviðræðna almennt sé hvað það er lítil eftirspurn eftir þeim,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Reykjavik Global Forum sem stendur að miklu leyti að þinginu sagði í samtali við fréttastofu í gær að þingið og vera á Íslandi væri vítamínsprauta fyrir kvenleiðtoga annarra þjóða. Hópur kvenleiðtoga á þinginu. Á myndinni má meðal annars sjá Vigdísi Finnbogadóttur, Katrínu Jakobsdóttur og Sima Sami Bahous, aðalframkvæmdastjóra UN Women.Aðsent/María Kjartansdóttir „Power Together“ verðlaunin og brautryðjendaverðlaunin (e. Trail Blazer‘s Award) voru afhend merkum kvenleiðtogum í kvöld við hátíðlega athöfn í Hörpu. Þau síðarnefndu eru afhend kvenleiðtogum sem rutt hafa brautina fyrir konur og komandi kynslóðir þegar kemur að jafnréttismálum. SviatlanaTsikhanouskaya leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi og forseti Nepal Bidhya Devi Bhandaril hlutu verðlaunin. Jóhanna Sigurðardóttir, Vigdís Finnbogadóttir og Katrín Jakobsdóttir hafa áður hlotið þessi verðlaun. „Power Together“ verðlaunin eru veitt einstaklingum og félagasamtökum sem ná fram breytingum með sameiningarkrafti sínum og stuðla að auknu jafnrétti. Verðlaunin hlutu konur í Íran og tók fulltrúi þeirra á móti verðlaununum frá Elizu Reid, forsetafrú. Önnur samtök og einstaklingar sem hlutu þau verðlaun voru Council of Women World Leaders, Aya Chebbi, African Leadership Institute, United Nations Foundation og Nala Feminist Collective. Hér tekur Aya Chebbi við sínum verðlaunum.Aðsent/María Kjartansdóttir Hér að ofan má sjá myndir frá þinginu og verðlaunaafhendingum kvöldsins. Jafnréttismál Reykjavík Heimsþing kvenleiðtoga Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Rússar hafa lagt skóla- og heilbrigðiskerfi Úkraínu í rúst Viðhorf almennings í helstu iðnríkjum heims til kvenleiðtoga hefur versnað ef eitthvað er á undanförnum árum, að sögn ráðgjafa þings kvenleiðtoga í Reykjavík. Þingkona frá Úkraínu segir Rússa hafa sprengt hundruð skóla og heilbrigðisstofnana í loft upp. 8. nóvember 2022 19:20 Ísland sé vítamínsprauta fyrir kvenleiðtoga annarra þjóða Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Reykjavik Global Forum segir litla breytingu hafa orðið á viðhorfi til kvenkynsleiðtoga á síðustu fimm árum en Ísland hafi þó bætt sig. Þetta hafi orðið ljóst á Heimsþingi kvenna. 8. nóvember 2022 22:23 Ingibjörg Sólrún svartsýn í öryggis- og friðarmálum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki bjartsýn í friðar- og öryggismálum heimsins. Erfitt sé fyrir konur að koma að samningaborðinu þar sem í raun væri ekkert samningaborð til staðar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að jafnréttismál hafi verið flutt til forsætisráðuneytisins. 9. nóvember 2022 13:50 Mikilvægt að efla samskiptanet kvenna í leiðtogastörfum Sima Sami Bahous aðalframkvæmdastjóri UN Women og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segja mikilvægt að tengja saman konur í leiðtogastöðum til að efla og hvetja allar konur til að bjóða sig fram til leiðtogastarfa. 9. nóvember 2022 19:30 Á sjötta hundrað kvenleiðtoga mæta á Heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu Heimsþing kvenleiðtoga hefst í Hörpu í dag og taka um fimm hundruð kvenleiðtogar frá yfir hundrað löndum þátt í ár. Þetta er í fimmta sinn sem Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er haldið. 8. nóvember 2022 07:29 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Á þinginu eru jafnréttismál í brennidepli og hafa hinir ýmsu leiðtogar tekið til máls. Sem dæmi má nefna Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra ásamt Sima Sami Bahous, aðalframkvæmdastjóra UN Women. Meðal þinggesta var einnig fyrrverandi forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir. Ingibjörg Sólrún sagði meðal annars á Heimsþinginu að hún væri ekki bjartsýn hvað varði friðar- og öryggismál heimsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók til máls.Aðsent/María Kjartansdóttir „Ég verð að viðurkenna að ég er ekki mjög bjartsýn þegar kemur að friðar- og öryggismálum. Þannig að ég mun ekki flytja mjög jákvæð skilaboð hér um þátttöku kvenna í friðarviðræðum. Aðallega vegna þess að ég tel að aðalhindrunin í vegi friðarviðræðna almennt sé hvað það er lítil eftirspurn eftir þeim,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Reykjavik Global Forum sem stendur að miklu leyti að þinginu sagði í samtali við fréttastofu í gær að þingið og vera á Íslandi væri vítamínsprauta fyrir kvenleiðtoga annarra þjóða. Hópur kvenleiðtoga á þinginu. Á myndinni má meðal annars sjá Vigdísi Finnbogadóttur, Katrínu Jakobsdóttur og Sima Sami Bahous, aðalframkvæmdastjóra UN Women.Aðsent/María Kjartansdóttir „Power Together“ verðlaunin og brautryðjendaverðlaunin (e. Trail Blazer‘s Award) voru afhend merkum kvenleiðtogum í kvöld við hátíðlega athöfn í Hörpu. Þau síðarnefndu eru afhend kvenleiðtogum sem rutt hafa brautina fyrir konur og komandi kynslóðir þegar kemur að jafnréttismálum. SviatlanaTsikhanouskaya leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi og forseti Nepal Bidhya Devi Bhandaril hlutu verðlaunin. Jóhanna Sigurðardóttir, Vigdís Finnbogadóttir og Katrín Jakobsdóttir hafa áður hlotið þessi verðlaun. „Power Together“ verðlaunin eru veitt einstaklingum og félagasamtökum sem ná fram breytingum með sameiningarkrafti sínum og stuðla að auknu jafnrétti. Verðlaunin hlutu konur í Íran og tók fulltrúi þeirra á móti verðlaununum frá Elizu Reid, forsetafrú. Önnur samtök og einstaklingar sem hlutu þau verðlaun voru Council of Women World Leaders, Aya Chebbi, African Leadership Institute, United Nations Foundation og Nala Feminist Collective. Hér tekur Aya Chebbi við sínum verðlaunum.Aðsent/María Kjartansdóttir Hér að ofan má sjá myndir frá þinginu og verðlaunaafhendingum kvöldsins.
Jafnréttismál Reykjavík Heimsþing kvenleiðtoga Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Rússar hafa lagt skóla- og heilbrigðiskerfi Úkraínu í rúst Viðhorf almennings í helstu iðnríkjum heims til kvenleiðtoga hefur versnað ef eitthvað er á undanförnum árum, að sögn ráðgjafa þings kvenleiðtoga í Reykjavík. Þingkona frá Úkraínu segir Rússa hafa sprengt hundruð skóla og heilbrigðisstofnana í loft upp. 8. nóvember 2022 19:20 Ísland sé vítamínsprauta fyrir kvenleiðtoga annarra þjóða Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Reykjavik Global Forum segir litla breytingu hafa orðið á viðhorfi til kvenkynsleiðtoga á síðustu fimm árum en Ísland hafi þó bætt sig. Þetta hafi orðið ljóst á Heimsþingi kvenna. 8. nóvember 2022 22:23 Ingibjörg Sólrún svartsýn í öryggis- og friðarmálum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki bjartsýn í friðar- og öryggismálum heimsins. Erfitt sé fyrir konur að koma að samningaborðinu þar sem í raun væri ekkert samningaborð til staðar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að jafnréttismál hafi verið flutt til forsætisráðuneytisins. 9. nóvember 2022 13:50 Mikilvægt að efla samskiptanet kvenna í leiðtogastörfum Sima Sami Bahous aðalframkvæmdastjóri UN Women og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segja mikilvægt að tengja saman konur í leiðtogastöðum til að efla og hvetja allar konur til að bjóða sig fram til leiðtogastarfa. 9. nóvember 2022 19:30 Á sjötta hundrað kvenleiðtoga mæta á Heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu Heimsþing kvenleiðtoga hefst í Hörpu í dag og taka um fimm hundruð kvenleiðtogar frá yfir hundrað löndum þátt í ár. Þetta er í fimmta sinn sem Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er haldið. 8. nóvember 2022 07:29 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Rússar hafa lagt skóla- og heilbrigðiskerfi Úkraínu í rúst Viðhorf almennings í helstu iðnríkjum heims til kvenleiðtoga hefur versnað ef eitthvað er á undanförnum árum, að sögn ráðgjafa þings kvenleiðtoga í Reykjavík. Þingkona frá Úkraínu segir Rússa hafa sprengt hundruð skóla og heilbrigðisstofnana í loft upp. 8. nóvember 2022 19:20
Ísland sé vítamínsprauta fyrir kvenleiðtoga annarra þjóða Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Reykjavik Global Forum segir litla breytingu hafa orðið á viðhorfi til kvenkynsleiðtoga á síðustu fimm árum en Ísland hafi þó bætt sig. Þetta hafi orðið ljóst á Heimsþingi kvenna. 8. nóvember 2022 22:23
Ingibjörg Sólrún svartsýn í öryggis- og friðarmálum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki bjartsýn í friðar- og öryggismálum heimsins. Erfitt sé fyrir konur að koma að samningaborðinu þar sem í raun væri ekkert samningaborð til staðar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að jafnréttismál hafi verið flutt til forsætisráðuneytisins. 9. nóvember 2022 13:50
Mikilvægt að efla samskiptanet kvenna í leiðtogastörfum Sima Sami Bahous aðalframkvæmdastjóri UN Women og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segja mikilvægt að tengja saman konur í leiðtogastöðum til að efla og hvetja allar konur til að bjóða sig fram til leiðtogastarfa. 9. nóvember 2022 19:30
Á sjötta hundrað kvenleiðtoga mæta á Heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu Heimsþing kvenleiðtoga hefst í Hörpu í dag og taka um fimm hundruð kvenleiðtogar frá yfir hundrað löndum þátt í ár. Þetta er í fimmta sinn sem Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er haldið. 8. nóvember 2022 07:29