Mikilvægt að efla samskiptanet kvenna í leiðtogastörfum Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2022 19:30 Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga stýrði pallborðsumræðum með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Sima Sami Bahous aðalframkvæmdastjóra UN Women á heimsþinginu í dag. María Kjartansdóttir Sima Sami Bahous aðalframkvæmdastjóri UN Women og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segja mikilvægt að tengja saman konur í leiðtogastöðum til að efla og hvetja allar konur til að bjóða sig fram til leiðtogastarfa. Sima Sami og Katrín sátu saman í pallborði hjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur stjórnarformanni Heimsþings kvenleiðtoga í Hörpu í dag. Þar var meðal annars rætt um hvers vegna lítið hefði breyst í viðhorfum almennings víðast hvar til kvenna í leiðtogastörfum. Aðalframkvæmdastjórinn hefur ákveðið að koma á fót vettvangi fyrir konur í leiðtogastöðum. „Það mikilvægasta við forystu kvenna er að tryggja að þær komist í forgrunninn á mjög öflugan hátt. Og ég held að UN Women geti komið því á framfæri á öflugan hátt. Eitt af þeim málum sem ég var að skoða er að skapa varanlegt fyrirkomulag þar sem kvenleiðtogar geta rætt, talað og hugsað saman og geta myndað tengslanet," Bahouse. Sima Sami Bahous og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um að tengja þurfi konur í leiðtogastörfum betur saman.María Kjartansdóttir „Ég held að við sæjum ekki jafnmörg stríð í heiminum ef það væru fleiri kvenleiðtogar. Ég er frá Íslandi og að mörgu leyti eru það forréttindi að vera hér. En ég verð líka oft mjög pirruð af því mér finnst hlutirnir ganga of hægt. Ég verð stundum mjög vonsvikin yfir því að við skulum ekki hafa náð því að útrýma launamun kynjanna og að enn skuli karlremba leynast í öllum hornum," sagði Katrín. Hanna Birna fagnaði því að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands til sextán ára og verndari Heimsþings kvenleiðtoga væri á staðnum að fylgjast með umræðum. Hún hefði reynst kynslóðum kvenna góð fyrirmynd með störfum sínum sem fyrsta lýðræðislega kjörna konan í embætti forseta. Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands var vel fagnað á heimsþinginu í dag.María Kjartansdóttir „Við Katrín sátum jafnvel með strákum í skóla á sínum tíma sem veltu því fyrir sér hvort það væri yfirleitt möguleiki að strákur gæti orðið forseti,“ sagði Hanna Katrín og salurinn tók undir með lófataki þegar hún þakkaði Vigdísi fyrir hennar framlag. Heimsþing kvenleiðtoga Sameinuðu þjóðirnar Vigdís Finnbogadóttir Reykjavík Harpa Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún svartsýn í öryggis- og friðarmálum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki bjartsýn í friðar- og öryggismálum heimsins. Erfitt sé fyrir konur að koma að samningaborðinu þar sem í raun væri ekkert samningaborð til staðar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að jafnréttismál hafi verið flutt til forsætisráðuneytisins. 9. nóvember 2022 13:50 Rússar hafa lagt skóla- og heilbrigðiskerfi Úkraínu í rúst Viðhorf almennings í helstu iðnríkjum heims til kvenleiðtoga hefur versnað ef eitthvað er á undanförnum árum, að sögn ráðgjafa þings kvenleiðtoga í Reykjavík. Þingkona frá Úkraínu segir Rússa hafa sprengt hundruð skóla og heilbrigðisstofnana í loft upp. 8. nóvember 2022 19:20 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Sima Sami og Katrín sátu saman í pallborði hjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur stjórnarformanni Heimsþings kvenleiðtoga í Hörpu í dag. Þar var meðal annars rætt um hvers vegna lítið hefði breyst í viðhorfum almennings víðast hvar til kvenna í leiðtogastörfum. Aðalframkvæmdastjórinn hefur ákveðið að koma á fót vettvangi fyrir konur í leiðtogastöðum. „Það mikilvægasta við forystu kvenna er að tryggja að þær komist í forgrunninn á mjög öflugan hátt. Og ég held að UN Women geti komið því á framfæri á öflugan hátt. Eitt af þeim málum sem ég var að skoða er að skapa varanlegt fyrirkomulag þar sem kvenleiðtogar geta rætt, talað og hugsað saman og geta myndað tengslanet," Bahouse. Sima Sami Bahous og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um að tengja þurfi konur í leiðtogastörfum betur saman.María Kjartansdóttir „Ég held að við sæjum ekki jafnmörg stríð í heiminum ef það væru fleiri kvenleiðtogar. Ég er frá Íslandi og að mörgu leyti eru það forréttindi að vera hér. En ég verð líka oft mjög pirruð af því mér finnst hlutirnir ganga of hægt. Ég verð stundum mjög vonsvikin yfir því að við skulum ekki hafa náð því að útrýma launamun kynjanna og að enn skuli karlremba leynast í öllum hornum," sagði Katrín. Hanna Birna fagnaði því að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands til sextán ára og verndari Heimsþings kvenleiðtoga væri á staðnum að fylgjast með umræðum. Hún hefði reynst kynslóðum kvenna góð fyrirmynd með störfum sínum sem fyrsta lýðræðislega kjörna konan í embætti forseta. Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands var vel fagnað á heimsþinginu í dag.María Kjartansdóttir „Við Katrín sátum jafnvel með strákum í skóla á sínum tíma sem veltu því fyrir sér hvort það væri yfirleitt möguleiki að strákur gæti orðið forseti,“ sagði Hanna Katrín og salurinn tók undir með lófataki þegar hún þakkaði Vigdísi fyrir hennar framlag.
Heimsþing kvenleiðtoga Sameinuðu þjóðirnar Vigdís Finnbogadóttir Reykjavík Harpa Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún svartsýn í öryggis- og friðarmálum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki bjartsýn í friðar- og öryggismálum heimsins. Erfitt sé fyrir konur að koma að samningaborðinu þar sem í raun væri ekkert samningaborð til staðar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að jafnréttismál hafi verið flutt til forsætisráðuneytisins. 9. nóvember 2022 13:50 Rússar hafa lagt skóla- og heilbrigðiskerfi Úkraínu í rúst Viðhorf almennings í helstu iðnríkjum heims til kvenleiðtoga hefur versnað ef eitthvað er á undanförnum árum, að sögn ráðgjafa þings kvenleiðtoga í Reykjavík. Þingkona frá Úkraínu segir Rússa hafa sprengt hundruð skóla og heilbrigðisstofnana í loft upp. 8. nóvember 2022 19:20 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Ingibjörg Sólrún svartsýn í öryggis- og friðarmálum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki bjartsýn í friðar- og öryggismálum heimsins. Erfitt sé fyrir konur að koma að samningaborðinu þar sem í raun væri ekkert samningaborð til staðar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að jafnréttismál hafi verið flutt til forsætisráðuneytisins. 9. nóvember 2022 13:50
Rússar hafa lagt skóla- og heilbrigðiskerfi Úkraínu í rúst Viðhorf almennings í helstu iðnríkjum heims til kvenleiðtoga hefur versnað ef eitthvað er á undanförnum árum, að sögn ráðgjafa þings kvenleiðtoga í Reykjavík. Þingkona frá Úkraínu segir Rússa hafa sprengt hundruð skóla og heilbrigðisstofnana í loft upp. 8. nóvember 2022 19:20