Harma það að tilmælin hafi ekki verið nógu skýr Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2022 18:18 Frá aðgerðum lögreglu er flóttafólk var flutt frá gistiheimili í Hafnarfirði og á Keflavíkurflugvöll þar sem leigufluvél beið þeirra. Öryggisgæsla Isavia hindraði í framhaldinu að fjölmiðlafólk gæti myndað brottflutninginn þar. Sema Erla Embætti Ríkislögreglustjóra og Isavia harma það að tilmæli lögreglu á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku, þegar starfsmenn Isavia, komu í veg fyrir myndatöku fjölmiðla af brottvísun flóttafólks, hafi ekki verið nógu skýr. Þetta kemur fram í stuttri en sameiginlegri yfirlýsingu embættis Ríkislögreglustjóra og Isavia. Þar segir að fulltrúar embættisins og Isavia hafi fundað í dag til að fara yfir framkvæmd umræddra aðgerða í síðustu viku. Fimmtán hælisleitendur voru sendir með flugvél til Grikklands þann 3. nóvember, þar á meðal fatlaður hælisleitandi frá Írak. Á Keflavíkurflugvelli var flóðljósum beitt gegn blaðamönnum til að hindra fréttaflutning af málinu. Isavia hefur áður gefið út yfirlýsingu þar sem það harmaði atvikið en vísaði í að starfsfólk fyrirtækisins hafi verið að fylgja fyrirmælum lögreglu. Í yfirlýsingunni nú er ítrekað að lögregla hafi stjórn á framkvæmd slíkra aðgerða. Mikilvægt sé að gott og skýrt samstarf sé á milli lögreglu og starfsfólks á flugvellinum. „Það var aldrei ætlun aðila að hefta störf fjölmiðla með nokkrum hætti. Við yfirferð á framkvæmd aðgerðarinnar kom hins vegar í ljós að tilmæli voru ekki nægilega skýr og harma báðir aðilar að svo hafi verið. Ákveðið var á fundi fulltrúa embættis Ríkislögreglustjóra og Isavia í dag að taka ferli og verklag í aðgerðum af þessu tagi til gagngerrar endurskoðunar til að fyrirbyggja óskýrleika á vettvangi. Sú vinna mun hefjast nú þegar,“ segir í yfirlýsingunni. Blaðamannafélag Íslands gagnrýndi háttsemi starfsmanna Isavia harðlega í síðustu viku og krafði ríkislögreglustjóra og Isavia um svör vegna málsins. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, og fulltrúi hennar mun funda með félagsmönnum Blaðamannafélags Íslands á morgun vegna málsins. Lögreglan Flóttafólk á Íslandi Fjölmiðlar Hælisleitendur Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Þetta kemur fram í stuttri en sameiginlegri yfirlýsingu embættis Ríkislögreglustjóra og Isavia. Þar segir að fulltrúar embættisins og Isavia hafi fundað í dag til að fara yfir framkvæmd umræddra aðgerða í síðustu viku. Fimmtán hælisleitendur voru sendir með flugvél til Grikklands þann 3. nóvember, þar á meðal fatlaður hælisleitandi frá Írak. Á Keflavíkurflugvelli var flóðljósum beitt gegn blaðamönnum til að hindra fréttaflutning af málinu. Isavia hefur áður gefið út yfirlýsingu þar sem það harmaði atvikið en vísaði í að starfsfólk fyrirtækisins hafi verið að fylgja fyrirmælum lögreglu. Í yfirlýsingunni nú er ítrekað að lögregla hafi stjórn á framkvæmd slíkra aðgerða. Mikilvægt sé að gott og skýrt samstarf sé á milli lögreglu og starfsfólks á flugvellinum. „Það var aldrei ætlun aðila að hefta störf fjölmiðla með nokkrum hætti. Við yfirferð á framkvæmd aðgerðarinnar kom hins vegar í ljós að tilmæli voru ekki nægilega skýr og harma báðir aðilar að svo hafi verið. Ákveðið var á fundi fulltrúa embættis Ríkislögreglustjóra og Isavia í dag að taka ferli og verklag í aðgerðum af þessu tagi til gagngerrar endurskoðunar til að fyrirbyggja óskýrleika á vettvangi. Sú vinna mun hefjast nú þegar,“ segir í yfirlýsingunni. Blaðamannafélag Íslands gagnrýndi háttsemi starfsmanna Isavia harðlega í síðustu viku og krafði ríkislögreglustjóra og Isavia um svör vegna málsins. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, og fulltrúi hennar mun funda með félagsmönnum Blaðamannafélags Íslands á morgun vegna málsins.
Lögreglan Flóttafólk á Íslandi Fjölmiðlar Hælisleitendur Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent