Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2022 21:31 Fimmtán hælisleitendur voru fluttir úr landi í vikunni af stoðdeild ríkislögreglustjóra. Til stóð að senda 28 manns sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi til Grikklands en þrettán þeirra fundust ekki þegar lögregluþjónar leituðu þeirra. Aðsend Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. Stjórnarráðið birti tilkynningu fyrr í kvöld í tilefni af aðgerðum lögreglu við brottvísun hælisleitenda aðfaranótt 3. nóvember. „Útlendingi sem fær endanlega synjun á umsókn um vernd á stjórnsýslustigi ber lögum samkvæmt að yfirgefa landið enda er hann þá í ólögmætri dvöl […] Að jafnaði stendur útlendingum í þessari stöðu til boða að fara sjálfviljugir úr landi, án aðkomu lögreglu, eftir atvikum með aðstoð stjórnvalda svo sem með greiðslu fargjalda. Fari einstaklingur ekki sjálfviljugur er flutningur úr landi í fylgd lögreglu eina úrræði stjórnvalda til að framfylgja frávísun eða brottvísun.“ Stjórnarráðið rekur aðstæður í hælisleitenda í Grikklandi og segir að stjórnvöld og dómstólar hafi hafnað því að endursendingar til Grikklands brjóti í bága við Mannréttindasáttmála Evrópu og lög um útlendinga. Fjölskylda, sem var meðal þeirra sem vísað var úr landi í vikunni, átti von á því að skorið yrði mjög bráðlega úr því hvort þau fengju efnislega meðferð hér á landi. Stjórnarráðið áréttar að efnisleg úrlausn fresti ekki réttaráhrifum. „Þannig verður framkvæmd ákvörðunar um brottvísun eða frávísun ekki frestað með því að höfða mál fyrir dómi nema kærunefnd útlendingamála fallist á slíkt. Að sama skapi frestar það ekki framkvæmd ákvörðunar að leggja fram beiðni um endurupptöku máls.“ Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lögreglumál Tengdar fréttir Heyrist vera almenn samstaða um lögin þó framkvæmdin sé iðulega gagnrýnd Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra heyrist að almenn samstaða sé um útlendingalögin þó að framkvæmdin við brottflutning hælisleitenda sé iðulega gagnrýnd. 4. nóvember 2022 13:26 Spyr hvort önnur framkvæmd sé nokkuð í boði Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að farið hafi verið að lögum þegar hælisleitendum var vísað úr landi í fyrrinótt. Hann spyr hvort að önnur framkvæmd en sú að lögregla leiti uppi og vísi þeim frá landi með valdi synjað hefur verið um dvöl hér á landi en neita að fara. Forsætisráðherra minnir á að lög um útlendinga hafi verið samþykkt í breiðri sátt árið 2016. 4. nóvember 2022 11:55 Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla. 3. nóvember 2022 20:50 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Stjórnarráðið birti tilkynningu fyrr í kvöld í tilefni af aðgerðum lögreglu við brottvísun hælisleitenda aðfaranótt 3. nóvember. „Útlendingi sem fær endanlega synjun á umsókn um vernd á stjórnsýslustigi ber lögum samkvæmt að yfirgefa landið enda er hann þá í ólögmætri dvöl […] Að jafnaði stendur útlendingum í þessari stöðu til boða að fara sjálfviljugir úr landi, án aðkomu lögreglu, eftir atvikum með aðstoð stjórnvalda svo sem með greiðslu fargjalda. Fari einstaklingur ekki sjálfviljugur er flutningur úr landi í fylgd lögreglu eina úrræði stjórnvalda til að framfylgja frávísun eða brottvísun.“ Stjórnarráðið rekur aðstæður í hælisleitenda í Grikklandi og segir að stjórnvöld og dómstólar hafi hafnað því að endursendingar til Grikklands brjóti í bága við Mannréttindasáttmála Evrópu og lög um útlendinga. Fjölskylda, sem var meðal þeirra sem vísað var úr landi í vikunni, átti von á því að skorið yrði mjög bráðlega úr því hvort þau fengju efnislega meðferð hér á landi. Stjórnarráðið áréttar að efnisleg úrlausn fresti ekki réttaráhrifum. „Þannig verður framkvæmd ákvörðunar um brottvísun eða frávísun ekki frestað með því að höfða mál fyrir dómi nema kærunefnd útlendingamála fallist á slíkt. Að sama skapi frestar það ekki framkvæmd ákvörðunar að leggja fram beiðni um endurupptöku máls.“
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lögreglumál Tengdar fréttir Heyrist vera almenn samstaða um lögin þó framkvæmdin sé iðulega gagnrýnd Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra heyrist að almenn samstaða sé um útlendingalögin þó að framkvæmdin við brottflutning hælisleitenda sé iðulega gagnrýnd. 4. nóvember 2022 13:26 Spyr hvort önnur framkvæmd sé nokkuð í boði Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að farið hafi verið að lögum þegar hælisleitendum var vísað úr landi í fyrrinótt. Hann spyr hvort að önnur framkvæmd en sú að lögregla leiti uppi og vísi þeim frá landi með valdi synjað hefur verið um dvöl hér á landi en neita að fara. Forsætisráðherra minnir á að lög um útlendinga hafi verið samþykkt í breiðri sátt árið 2016. 4. nóvember 2022 11:55 Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla. 3. nóvember 2022 20:50 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Heyrist vera almenn samstaða um lögin þó framkvæmdin sé iðulega gagnrýnd Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra heyrist að almenn samstaða sé um útlendingalögin þó að framkvæmdin við brottflutning hælisleitenda sé iðulega gagnrýnd. 4. nóvember 2022 13:26
Spyr hvort önnur framkvæmd sé nokkuð í boði Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að farið hafi verið að lögum þegar hælisleitendum var vísað úr landi í fyrrinótt. Hann spyr hvort að önnur framkvæmd en sú að lögregla leiti uppi og vísi þeim frá landi með valdi synjað hefur verið um dvöl hér á landi en neita að fara. Forsætisráðherra minnir á að lög um útlendinga hafi verið samþykkt í breiðri sátt árið 2016. 4. nóvember 2022 11:55
Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla. 3. nóvember 2022 20:50