Háttsemi Isavia feli í sér atlögu að störfum blaðamanna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2022 21:50 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Blaðamannafélag Íslands krefur ríkislögreglustjóra og Isavia svara vegna aðgerða starfsmanna Isavia við brottflutning hælisleitenda fyrr í vikunni. Flóðljósum var beitt gegn blaðamönnum til að hindra fréttaflutning af málinu. Isavia birti tilkynningu í gær þar sem félagið harmaði að hafa hindrað störf fjölmiðla við brottvísunina. Starfsfólk félagsins hafi verið að fylgja fyrirmælum lögreglu. Meðal þess sem lögregla hafi farið fram á var að komið yrði í veg fyrir myndatökur. Blaðamannafélag Íslands sendi ríkislögreglustjóra og forstjóra Isavia bréf vegna aðgerðanna í dag. „Blaðamannafélagið lítur þetta alvarlegum augum enda felur þessi háttsemi starfsmanna Isavia í sér atlögu að störfum blaðamanna. Óumdeilt er að þarna var um fréttnæman atburð að ræða sem fullt tilefni er til að fjalla um. Hvorki lögregla né opinbert hlutafélag, sem Isavia er, á að fá að hlutast til um eðlileg störf blaðamanna eða hindra að fluttar séu fréttir af atburðum sem eiga sér stað innan starfssvæðis flugvallarins,“ er meðal þess sem fram kemur í bréfinu. Þá kemur fram að frjáls fjölmiðlun sé ein af grundvallarstoðum lýðræðisríkja og lagarök rakin að því tilefni. Atburðurinn er sagður hafa verið ótvírætt fréttnæmur og fullt tilefni hafi verið fyrir blaðamenn að fjalla um málið. Fréttafólk hafi virt allar lokanir og takmarkanir á svæðinu. Blaðamannafélag Íslands fer þess á leit við stjórnendur Isavia og Ríkislögreglustjóra að upplýst verði um: 1. Hver tók ákvörðun um að hafa áhrif á og hamla eðlilegum störfum blaðamanna? a. Ef beiðni barst Isavia um að hamla störfum blaðamanna, hvaðan kom sú beiðni? 2. Á hvaða grunni var slík ákvörðun tekin? 3. Hvernig munu stjórnendur Isavia og Ríkislögreglustjóra bregðast við og hvernig munu verkferlar hins opinbera hlutafélags og lögreglunnar breytast til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig? Hælisleitendur Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Harma að hafa komið í veg fyrir myndatökur af brottvísuninni Isavia harmar að hafa hindrað störf fjölmiðla þegar lögreglan flutti hælisleitendur af landi brott í leiguflugvél til Grikklands. 3. nóvember 2022 17:30 Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. 4. nóvember 2022 21:31 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Fleiri fréttir „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Sjá meira
Isavia birti tilkynningu í gær þar sem félagið harmaði að hafa hindrað störf fjölmiðla við brottvísunina. Starfsfólk félagsins hafi verið að fylgja fyrirmælum lögreglu. Meðal þess sem lögregla hafi farið fram á var að komið yrði í veg fyrir myndatökur. Blaðamannafélag Íslands sendi ríkislögreglustjóra og forstjóra Isavia bréf vegna aðgerðanna í dag. „Blaðamannafélagið lítur þetta alvarlegum augum enda felur þessi háttsemi starfsmanna Isavia í sér atlögu að störfum blaðamanna. Óumdeilt er að þarna var um fréttnæman atburð að ræða sem fullt tilefni er til að fjalla um. Hvorki lögregla né opinbert hlutafélag, sem Isavia er, á að fá að hlutast til um eðlileg störf blaðamanna eða hindra að fluttar séu fréttir af atburðum sem eiga sér stað innan starfssvæðis flugvallarins,“ er meðal þess sem fram kemur í bréfinu. Þá kemur fram að frjáls fjölmiðlun sé ein af grundvallarstoðum lýðræðisríkja og lagarök rakin að því tilefni. Atburðurinn er sagður hafa verið ótvírætt fréttnæmur og fullt tilefni hafi verið fyrir blaðamenn að fjalla um málið. Fréttafólk hafi virt allar lokanir og takmarkanir á svæðinu. Blaðamannafélag Íslands fer þess á leit við stjórnendur Isavia og Ríkislögreglustjóra að upplýst verði um: 1. Hver tók ákvörðun um að hafa áhrif á og hamla eðlilegum störfum blaðamanna? a. Ef beiðni barst Isavia um að hamla störfum blaðamanna, hvaðan kom sú beiðni? 2. Á hvaða grunni var slík ákvörðun tekin? 3. Hvernig munu stjórnendur Isavia og Ríkislögreglustjóra bregðast við og hvernig munu verkferlar hins opinbera hlutafélags og lögreglunnar breytast til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig?
Hælisleitendur Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Harma að hafa komið í veg fyrir myndatökur af brottvísuninni Isavia harmar að hafa hindrað störf fjölmiðla þegar lögreglan flutti hælisleitendur af landi brott í leiguflugvél til Grikklands. 3. nóvember 2022 17:30 Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. 4. nóvember 2022 21:31 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Fleiri fréttir „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Sjá meira
Harma að hafa komið í veg fyrir myndatökur af brottvísuninni Isavia harmar að hafa hindrað störf fjölmiðla þegar lögreglan flutti hælisleitendur af landi brott í leiguflugvél til Grikklands. 3. nóvember 2022 17:30
Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. 4. nóvember 2022 21:31
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent