Fótbolti

Heimir og Sigurvin formlega tilkynntir hjá FH í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Heimir Guðjónsson hendir sér í FH-úlpuna á nýjan leik í kvöld.
Heimir Guðjónsson hendir sér í FH-úlpuna á nýjan leik í kvöld. vísir/andri marinó

FH hefur boðað til stuðningsmannakvölds þar sem Heimir Guðjónsson og Sigurvin Ólafsson verða tilkynntir sem nýir þjálfarar meistaraflokks karla.

Samkvæmt heimildum Vísis verður Heimir aðalþjálfari liðsins og Sigurvin hans hægri hönd. Sigurvin var aðstoðarmaður Eiðs Smára Guðjohnsen í sumar en stýrði liðinu í lokaleikjum tímabilsins eftir að Eiði var vikið til hliðar.

Heimir snýr því aftur til Fimleikafélagsins en hann var rekinn frá félaginu árið 2017. Á tíma Heimis með félagið varð liðið fimm sinnum Íslandsmeistari.

Hávær orðrómur var um að Heimir ætti að taka við FH-liðinu þegar lokakafli Bestu-deildarinnar var fram undan og Eiði hafði verið vikið til hliðar. Sá orðrómur átti ekki við rök að styðjast og FH-ingar töluðu ekki við þjálfarann fyrr en eftir tímabilið.

Heimir hefur verið atvinnulaus síðan hann var látinn fara frá Valsmönnum fyrr í sumar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.