Vilja að einn milljarður dollara í Bitcoin verði gerður upptækur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2022 21:45 Skjáskot af vefsíðunni Silkroad Bandarísk yfirvöld hafa gert kröfu um að um einn milljarður dollara í rafmyntinni Bitcoin sem stolið var frá sölusíðunni Silk Road, sem hýsti markaðssvæði með ólögleg fíkniefni og aðra ólögmæta starfsemi, verði gerður upptækur Greint er frá þessu á vef Reuters þar sem fram kemur að fulltrúar Skattsins í Bandaríkjunum hafi lagt hald á fimmtíu þúsund Bitcoin í lögregluaðgerð í nóvember á síðasta ári. Hið mikla magn rafmyntarinnar fannst í fórum hins 32 ára James Zhong, sem ákærður var fyrir fjársvik með því að hafa stolið fjármununum frá Silk Road árið 2012. Sölusíðan Silk Road var upprætt árið 2013 af lögregluyfirvöldum í Bandaríkjunu. Íslenska lögreglan spilaði þar lykilhlutverk á sínum tíma og fékk lögreglan hér á landi nokkur hundruð milljónir króna frá yfirvöldum í Bandaríkjunum fyrir aðstoðina. Á vef Reuters segir að sumt af þeirri rafmynt sem yfirvöld lögðu hald á í aðgerðunum gegn Zhong hafi fundist á tölvu sem falin var í poppkornskassa í baðhergisskáp. Í Bandaríkjunum er ekki óalgengt að andvirði ólöglegs ávinnings af lögbrotum sé látið renna til lögreglunnar eða þess embættis sem rannsakar og upplýsir um þau. Í málinu gegn Zhong hafa bandarísk yfirvöld gert kröfu um að rafmyntin sem fannst verði gerð upptæk. Miðað við gengi dagsins eru fimmtíu þúsund Bitcoin virði um 150 milljarða íslenskra króna. Lögfræðingur Zhong segir að skjólstæðingur sinn sjái mjög eftir að hafa framið þá glæpi sem hann er sakaður um. Búast má við að hann fái allt að þriggja ára fangelsisdóm vegna málsins. Rafmyntir Bandaríkin Tengdar fréttir Samþykkt að Silk Road ávinningurinn fari í að efla búnað lögreglu Alþingi hefur samþykkt að 355 milljónir krónur frá bandarískum yfirvöldum fyrir aðstoð við upprætingu umfangsmikilla fíkniefnaviðskipta á sölusíðunni Silk Road verði sett í sérstakan löggæslusjóð 17. desember 2019 17:45 Fé fyrir Silk Road-rannsókn komið í nýjan löggæslusjóð Bandarísk stjórnvöld hafa afhent íslenskum stjórnvöldum tæpar þrjár milljónir dollara vegna aðstoðar við upprætingu ólöglegu sölusíðunnar Silk Road. Síðan var hýst hér á landi. Féð, alls 355 milljónir króna, hefur þegar verið afhent. Því verður varið til rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi. 10. október 2019 06:00 Stofnandi Silk Road dæmdur í lífstíðarfangelsi „Ég hef lært það af Silk Road að þegar þú gefur fólki frelsi veistu ekki hvað þau koma til með að gera við það,“ skrifaði Ulbricht í hjartnæmu bréfi til dómarans. 29. maí 2015 21:01 Leyniþjónustufulltrúi stal bitcoin að jafnvirði 100 milljóna Dró sér rafmynt í miðri rannsókn yfirvalda á Silk Road. 1. september 2015 07:02 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Greint er frá þessu á vef Reuters þar sem fram kemur að fulltrúar Skattsins í Bandaríkjunum hafi lagt hald á fimmtíu þúsund Bitcoin í lögregluaðgerð í nóvember á síðasta ári. Hið mikla magn rafmyntarinnar fannst í fórum hins 32 ára James Zhong, sem ákærður var fyrir fjársvik með því að hafa stolið fjármununum frá Silk Road árið 2012. Sölusíðan Silk Road var upprætt árið 2013 af lögregluyfirvöldum í Bandaríkjunu. Íslenska lögreglan spilaði þar lykilhlutverk á sínum tíma og fékk lögreglan hér á landi nokkur hundruð milljónir króna frá yfirvöldum í Bandaríkjunum fyrir aðstoðina. Á vef Reuters segir að sumt af þeirri rafmynt sem yfirvöld lögðu hald á í aðgerðunum gegn Zhong hafi fundist á tölvu sem falin var í poppkornskassa í baðhergisskáp. Í Bandaríkjunum er ekki óalgengt að andvirði ólöglegs ávinnings af lögbrotum sé látið renna til lögreglunnar eða þess embættis sem rannsakar og upplýsir um þau. Í málinu gegn Zhong hafa bandarísk yfirvöld gert kröfu um að rafmyntin sem fannst verði gerð upptæk. Miðað við gengi dagsins eru fimmtíu þúsund Bitcoin virði um 150 milljarða íslenskra króna. Lögfræðingur Zhong segir að skjólstæðingur sinn sjái mjög eftir að hafa framið þá glæpi sem hann er sakaður um. Búast má við að hann fái allt að þriggja ára fangelsisdóm vegna málsins.
Rafmyntir Bandaríkin Tengdar fréttir Samþykkt að Silk Road ávinningurinn fari í að efla búnað lögreglu Alþingi hefur samþykkt að 355 milljónir krónur frá bandarískum yfirvöldum fyrir aðstoð við upprætingu umfangsmikilla fíkniefnaviðskipta á sölusíðunni Silk Road verði sett í sérstakan löggæslusjóð 17. desember 2019 17:45 Fé fyrir Silk Road-rannsókn komið í nýjan löggæslusjóð Bandarísk stjórnvöld hafa afhent íslenskum stjórnvöldum tæpar þrjár milljónir dollara vegna aðstoðar við upprætingu ólöglegu sölusíðunnar Silk Road. Síðan var hýst hér á landi. Féð, alls 355 milljónir króna, hefur þegar verið afhent. Því verður varið til rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi. 10. október 2019 06:00 Stofnandi Silk Road dæmdur í lífstíðarfangelsi „Ég hef lært það af Silk Road að þegar þú gefur fólki frelsi veistu ekki hvað þau koma til með að gera við það,“ skrifaði Ulbricht í hjartnæmu bréfi til dómarans. 29. maí 2015 21:01 Leyniþjónustufulltrúi stal bitcoin að jafnvirði 100 milljóna Dró sér rafmynt í miðri rannsókn yfirvalda á Silk Road. 1. september 2015 07:02 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Samþykkt að Silk Road ávinningurinn fari í að efla búnað lögreglu Alþingi hefur samþykkt að 355 milljónir krónur frá bandarískum yfirvöldum fyrir aðstoð við upprætingu umfangsmikilla fíkniefnaviðskipta á sölusíðunni Silk Road verði sett í sérstakan löggæslusjóð 17. desember 2019 17:45
Fé fyrir Silk Road-rannsókn komið í nýjan löggæslusjóð Bandarísk stjórnvöld hafa afhent íslenskum stjórnvöldum tæpar þrjár milljónir dollara vegna aðstoðar við upprætingu ólöglegu sölusíðunnar Silk Road. Síðan var hýst hér á landi. Féð, alls 355 milljónir króna, hefur þegar verið afhent. Því verður varið til rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi. 10. október 2019 06:00
Stofnandi Silk Road dæmdur í lífstíðarfangelsi „Ég hef lært það af Silk Road að þegar þú gefur fólki frelsi veistu ekki hvað þau koma til með að gera við það,“ skrifaði Ulbricht í hjartnæmu bréfi til dómarans. 29. maí 2015 21:01
Leyniþjónustufulltrúi stal bitcoin að jafnvirði 100 milljóna Dró sér rafmynt í miðri rannsókn yfirvalda á Silk Road. 1. september 2015 07:02
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent