Stofnandi Silk Road dæmdur í lífstíðarfangelsi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. maí 2015 21:01 Síðan var sú stærsta sinnar tegundar. Ross Ulbricht, höfuðpaurinn á bakvið Silk Road eða Silkiveginn sem hýsti markaðssvæði með ólögleg fíkniefni og aðra ólögmæta starfsemi, var í dag dæmdur til lífstíðarfangelsis. Silk Road var langstærsta vefsíða sinnar tegundar í heiminum en þó aðeins ein af mörgum á hinu svokallaða myrkraneti eða Deep Web. Talið er að Silk Road hafi velt rúmlega tvö hundruð og þrjátíu milljörðum króna á líftíma sínum. Sjá einnig: Íslendingar notuðu E-bay fíkniefnaheimsins Ulbricht óskaði eftir því fyrir dómi að honum yrði sýnd vægð en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann var í febrúar dæmdur fyrir fíkniefnasölu og peningaþvætti.Bað dómarann um að skilja eftir ljóstýru „Ég skapaði Silk Road af því að ég trúði því á þeim tíma að fólk ætti rétt á því að selja og kaupa það sem það vildi svo lengi sem það særði ekki annað fólk,“ skrifaði Ulbricht í hjartnæmri beiðni til dómarans. „Ég hef lært það af Silk Road að þegar þú gefur fólki frelsi veistu ekki hvað þau koma til með að gera við það. Silk Road reyndist vera barnaleg hugmynd og dýrkeypt sem ég sé mikið eftir. Ég hef fengið æsku mína, ég veit að þú verður að taka af mér miðaldra árin mín en gerðu það, leyfðu mér að lifa sem gamall maður. Vertu svo vinsamleg að skilja eftir litla ljóstýru við enda ganganna, afsökun til þess að halda í heilsuna mína, afsökun til þess að leyfa mér að dreyma um betri daga í framtíðinni og tækifæri til þess að hljóta uppreisn æru sem frjáls maður áður en ég hitti skapara minn.“ Sjá einnig: Íslensk yfirvöld aðstoðuðu FBIUlbricht ákærður fyrir að ráða leigumorðingja Silk Road var ekki fyrsta síða sinnar tegundar en sökum þess að kaupendur og seljendur notuðu Bitcoin í sínum viðskiptum varð hún sú vinsælasta. Bitcoin er rafrænn gjaldmiðill og óháð mynt. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. En fíkniefna-markaðssvæðið, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Saksóknari í máli Ulbricht sendi dómaranum í málinu, Katherine Forrest, langt bréf fyrir dómsuppkvaðningu þar sem krafist var að Ulbricht yrði dæmdur til lengri refsingar en lágmarksrefsingarinnar. Vildu þau með því senda skýr skilaboð. Ulbricht bíður enn dómsuppkvaðningar í Maryland en hann hefur verið ákærður fyrir að ráða leigumorðingja. Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Ross Ulbricht, höfuðpaurinn á bakvið Silk Road eða Silkiveginn sem hýsti markaðssvæði með ólögleg fíkniefni og aðra ólögmæta starfsemi, var í dag dæmdur til lífstíðarfangelsis. Silk Road var langstærsta vefsíða sinnar tegundar í heiminum en þó aðeins ein af mörgum á hinu svokallaða myrkraneti eða Deep Web. Talið er að Silk Road hafi velt rúmlega tvö hundruð og þrjátíu milljörðum króna á líftíma sínum. Sjá einnig: Íslendingar notuðu E-bay fíkniefnaheimsins Ulbricht óskaði eftir því fyrir dómi að honum yrði sýnd vægð en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann var í febrúar dæmdur fyrir fíkniefnasölu og peningaþvætti.Bað dómarann um að skilja eftir ljóstýru „Ég skapaði Silk Road af því að ég trúði því á þeim tíma að fólk ætti rétt á því að selja og kaupa það sem það vildi svo lengi sem það særði ekki annað fólk,“ skrifaði Ulbricht í hjartnæmri beiðni til dómarans. „Ég hef lært það af Silk Road að þegar þú gefur fólki frelsi veistu ekki hvað þau koma til með að gera við það. Silk Road reyndist vera barnaleg hugmynd og dýrkeypt sem ég sé mikið eftir. Ég hef fengið æsku mína, ég veit að þú verður að taka af mér miðaldra árin mín en gerðu það, leyfðu mér að lifa sem gamall maður. Vertu svo vinsamleg að skilja eftir litla ljóstýru við enda ganganna, afsökun til þess að halda í heilsuna mína, afsökun til þess að leyfa mér að dreyma um betri daga í framtíðinni og tækifæri til þess að hljóta uppreisn æru sem frjáls maður áður en ég hitti skapara minn.“ Sjá einnig: Íslensk yfirvöld aðstoðuðu FBIUlbricht ákærður fyrir að ráða leigumorðingja Silk Road var ekki fyrsta síða sinnar tegundar en sökum þess að kaupendur og seljendur notuðu Bitcoin í sínum viðskiptum varð hún sú vinsælasta. Bitcoin er rafrænn gjaldmiðill og óháð mynt. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. En fíkniefna-markaðssvæðið, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Saksóknari í máli Ulbricht sendi dómaranum í málinu, Katherine Forrest, langt bréf fyrir dómsuppkvaðningu þar sem krafist var að Ulbricht yrði dæmdur til lengri refsingar en lágmarksrefsingarinnar. Vildu þau með því senda skýr skilaboð. Ulbricht bíður enn dómsuppkvaðningar í Maryland en hann hefur verið ákærður fyrir að ráða leigumorðingja.
Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira