Guðmundur, Mourinho og Phil Jackson meðal þeirra sem Freyr horfir upp til Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. nóvember 2022 07:30 Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta og Freyr Alexandersson. Vísir/Lyngby Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, var í skemmtilegu viðtali nýverið þar sem hann fór yfir þá þjálfara sem hann horfir upp til. Freyr var gestur í þættinum „Cheftræneren“ og fór yfir víðan völl. Hans helstu fyrirmyndir voru meðal þess sem var talað um en þá var hann einnig spurður hvernig það gengi að „slökkva á fótboltanum“ þegar heim væri komið. „Það er ótrúlega erfitt að hugsa ekki um liðið, leikmennina, stöðuna og verkefnið í heild sinni. Ég á son sem er fimm ára gamall og þegar við erum saman þá vil ég virkilega vera til staðar. En það kemur oft fyrir í undirmeðvitundinni, við erum með Hvolpasveitardótið hans eða hvað það er og svo er ég allt í einu með Kaastrup hér og Rezan hér,“ sagði Freyr og hló. Magnus Kaastrup og Rezan Corlu eru leikmenn Lyngby en ekki hluti af leikföngum barnanna. Freyr Alexandersson har svært ved at være helt til stede, når han leger med sin søn Se det nyeste afsnit af Cheftræneren på discovery+, og følg med i FCK-LBK i morgen fra kl. 15 på 6eren eller uden afbrydelser også på discovery+ #sldk pic.twitter.com/oi83q6WkS4— discovery+ sport (@dplus_sportDK) November 5, 2022 Freyr er á sínu öðru tímabili með Lyngby en liðið flaug upp úr B-deildinni á síðustu leiktíð. Gengi liðsins það sem af er tímabili hefur ekki verið gott og er Lyngby í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Ásamt því að þjálfa í Danmörku hefur Freyr þjálfað í Katar, á Íslandi sem og að hafa unnið fyrir bæði íslenska karla- og kvennalandsliðið á ferli sínum. Aðspurður út í hver átrúnaðargoð hans séu þá segist Freyr ekki beint eiga slík en það eru þó fjölmargir þjálfarar sem hann horfir upp til. Það hefur þó breyst með tíð og tíma. José Mourinho og Eiður Smári Guðjohnsen fagna ógurlega ásamt manni sem enginn kannast við.Rebecca Naden/Getty Images „Þegar ég byrjaði að þjálfa var ég með José Mourinho á heilanum og á þeim tímapunkti var Eiður Smári Guðjohnsen í Chelsea og ég gerði allt sem ég gat til að fá upplýsingar frá honum sem og föður hans, Arnór Guðjohnsen.“ Körfuboltaþjálfarinn Phil Jackson er annar sem kemur upp í spjalli Freys. Sá stýrði Chicago Bulls þegar Michael Jordan var upp á sitt besta og færði sig svo yfir til Los Angeles Lakers þar sem hann vann fjölda titla með Kobe Bryant heitnum og Shaquille O'Neal. „Ég hef lesið allar hans bækur. Hvernig hann meðhöndlar stjörnurnar í liðum sínu finnst mér mjög áhugavert.“ Phil Jackson og Kobe.vísir/getty Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, er meðal þeirra sem Freyr telur upp. Nefnir Freyr að þegar hann þjálfaði hjá Val þá var Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarmaður Guðmundar hjá landsliðinu, einnig að þjálfa hjá félaginu. Það nýtti Freyr sér til hins ítrasta. „Í aðdraganda Ólympíuleikanna 2008 fékk ég að fylgjast með, sjá hvernig þeir lögðu hlutina upp og unnu með leikmönnum.“ Þá fá Dagur Sigurðsson, Jürgen Klopp og landsliðsþjálfarar Íslands undanfarin ár: Lars Lagerbäck, Erik Hamrén og Heimir Hallgrímsson. „Ég hef lært eitthvað af þeim öllum.“ Erik Hamrén, Freyr Alexandersson og teymi íslenska landsliðsins fagna.Vísir/Daníel Þór Að lokum nefnir Freyr eiginkonu sína og faðir. Erla Súsanna Þórisdóttir, eiginkona hans, hefur hjálpað Frey að núllstilla sig, halda sér í núinu og halda einbeitingu í storminum sem líf þjálfarans getur verið. Faðir hans kenndi honum svo að allt væri mögulegt ef viljinn væri fyrir hendi. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Sjá meira
Freyr var gestur í þættinum „Cheftræneren“ og fór yfir víðan völl. Hans helstu fyrirmyndir voru meðal þess sem var talað um en þá var hann einnig spurður hvernig það gengi að „slökkva á fótboltanum“ þegar heim væri komið. „Það er ótrúlega erfitt að hugsa ekki um liðið, leikmennina, stöðuna og verkefnið í heild sinni. Ég á son sem er fimm ára gamall og þegar við erum saman þá vil ég virkilega vera til staðar. En það kemur oft fyrir í undirmeðvitundinni, við erum með Hvolpasveitardótið hans eða hvað það er og svo er ég allt í einu með Kaastrup hér og Rezan hér,“ sagði Freyr og hló. Magnus Kaastrup og Rezan Corlu eru leikmenn Lyngby en ekki hluti af leikföngum barnanna. Freyr Alexandersson har svært ved at være helt til stede, når han leger med sin søn Se det nyeste afsnit af Cheftræneren på discovery+, og følg med i FCK-LBK i morgen fra kl. 15 på 6eren eller uden afbrydelser også på discovery+ #sldk pic.twitter.com/oi83q6WkS4— discovery+ sport (@dplus_sportDK) November 5, 2022 Freyr er á sínu öðru tímabili með Lyngby en liðið flaug upp úr B-deildinni á síðustu leiktíð. Gengi liðsins það sem af er tímabili hefur ekki verið gott og er Lyngby í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Ásamt því að þjálfa í Danmörku hefur Freyr þjálfað í Katar, á Íslandi sem og að hafa unnið fyrir bæði íslenska karla- og kvennalandsliðið á ferli sínum. Aðspurður út í hver átrúnaðargoð hans séu þá segist Freyr ekki beint eiga slík en það eru þó fjölmargir þjálfarar sem hann horfir upp til. Það hefur þó breyst með tíð og tíma. José Mourinho og Eiður Smári Guðjohnsen fagna ógurlega ásamt manni sem enginn kannast við.Rebecca Naden/Getty Images „Þegar ég byrjaði að þjálfa var ég með José Mourinho á heilanum og á þeim tímapunkti var Eiður Smári Guðjohnsen í Chelsea og ég gerði allt sem ég gat til að fá upplýsingar frá honum sem og föður hans, Arnór Guðjohnsen.“ Körfuboltaþjálfarinn Phil Jackson er annar sem kemur upp í spjalli Freys. Sá stýrði Chicago Bulls þegar Michael Jordan var upp á sitt besta og færði sig svo yfir til Los Angeles Lakers þar sem hann vann fjölda titla með Kobe Bryant heitnum og Shaquille O'Neal. „Ég hef lesið allar hans bækur. Hvernig hann meðhöndlar stjörnurnar í liðum sínu finnst mér mjög áhugavert.“ Phil Jackson og Kobe.vísir/getty Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, er meðal þeirra sem Freyr telur upp. Nefnir Freyr að þegar hann þjálfaði hjá Val þá var Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarmaður Guðmundar hjá landsliðinu, einnig að þjálfa hjá félaginu. Það nýtti Freyr sér til hins ítrasta. „Í aðdraganda Ólympíuleikanna 2008 fékk ég að fylgjast með, sjá hvernig þeir lögðu hlutina upp og unnu með leikmönnum.“ Þá fá Dagur Sigurðsson, Jürgen Klopp og landsliðsþjálfarar Íslands undanfarin ár: Lars Lagerbäck, Erik Hamrén og Heimir Hallgrímsson. „Ég hef lært eitthvað af þeim öllum.“ Erik Hamrén, Freyr Alexandersson og teymi íslenska landsliðsins fagna.Vísir/Daníel Þór Að lokum nefnir Freyr eiginkonu sína og faðir. Erla Súsanna Þórisdóttir, eiginkona hans, hefur hjálpað Frey að núllstilla sig, halda sér í núinu og halda einbeitingu í storminum sem líf þjálfarans getur verið. Faðir hans kenndi honum svo að allt væri mögulegt ef viljinn væri fyrir hendi.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Sjá meira