„Mér líður vel með þessa ákvörðun“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 6. nóvember 2022 17:36 Guðlaugur Þór Þórðarson segist stoltur yfir árangrinum þó að fjöldi atkvæða hafi ekki dugað til í þetta skipti. Framboðið hafi verið rétt ákvörðun en hann gefur ekki upp hvort hann hyggist bjóða sig fram að nýju. Hann segist ekki hafa áhyggjur af stöðu sinni í ríkisstjórn eða pólitískri framtíð sinni. Guðlaugur Þór hlaut 40,4% atkvæða í formannskjöri á móti Bjarna Benediktssyni, sitjandi formanni Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi Sjálfstæðismanna í dag. Bjarni bar sigur úr býtum með 59,4% atkvæða. „Mér líður vel og það er enginn vafi að flokkurinn kemur miklu sterkari eftir þennan landsfund en fyrr. Og ég er afskaplega stoltur af þessum árangri; að fá yfir fjörutíu prósent á móti sitjandi formanni og þennan fjölda atkvæða er eitthvað sem maður er stoltur af. Ég er afskaplega stoltur af mínum stuðningsmönnum,“ segir Guðlaugur í samtali við fréttastofu. Hann segir ánægjulegt að áherslur hans á landsfundinum hafi fengið hljómgrunn. Sjálfstæðismenn standi sterkari að vígi en fyrr. Líður vel með ákvörðunina „Ég er alla vega afskaplega stoltur af því að fá þennan stuðning. Ég alveg þekki minn flokk og ég veit að það er íhaldssemi þegar að það kemur að því að kjósa formann þegar það er sitjandi formaður til staðar. En kosningabaráttan var góð og ég og Bjarni sýndum það, að það er hægt að keppa um embætti án þess að valda neinum skaða innan flokksins – eða á milli okkar. Sömuleiðis þá var mjög ánægjulegt að sjá þennan kraft á fundinum meðal stuðningsmanna.“ Aðspurður segist hann ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann hyggist bjóða sig fram að nýju; næsti landsfundur fer fram eftir tvö ár. „Eigum við ekki bara að byrja á því að setjast niður og horfa á Tottenham – Liverpool og sjá svona hvernig þetta þróast. Ég held að þetta sé ekki dagurinn til að taka slíkar ákvarðanir en mér líður vel með þessa ákvörðun. Og mér finnst gott að sjá hvað Sjálfstæðisflokkurinn er í reynd mikill lýðræðisflokkur.“ Ertu svekktur? „Auðvitað set ég alltaf markið þegar ég fer fram, að ná þeim árangri sem ég legg upp með – það er enginn vafi. En nei, það er ekki rétt orðið, því að það er enginn vafi í mínum huga að þetta var rétt ákvörðun. Og það er enginn vafi í mínum huga að Sjálfstæðisflokkurinn stendur mun sterkari eftir þennan landsfund en fyrr,“ segir Guðlaugur að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Guðlaugur Þór hlaut 40,4% atkvæða í formannskjöri á móti Bjarna Benediktssyni, sitjandi formanni Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi Sjálfstæðismanna í dag. Bjarni bar sigur úr býtum með 59,4% atkvæða. „Mér líður vel og það er enginn vafi að flokkurinn kemur miklu sterkari eftir þennan landsfund en fyrr. Og ég er afskaplega stoltur af þessum árangri; að fá yfir fjörutíu prósent á móti sitjandi formanni og þennan fjölda atkvæða er eitthvað sem maður er stoltur af. Ég er afskaplega stoltur af mínum stuðningsmönnum,“ segir Guðlaugur í samtali við fréttastofu. Hann segir ánægjulegt að áherslur hans á landsfundinum hafi fengið hljómgrunn. Sjálfstæðismenn standi sterkari að vígi en fyrr. Líður vel með ákvörðunina „Ég er alla vega afskaplega stoltur af því að fá þennan stuðning. Ég alveg þekki minn flokk og ég veit að það er íhaldssemi þegar að það kemur að því að kjósa formann þegar það er sitjandi formaður til staðar. En kosningabaráttan var góð og ég og Bjarni sýndum það, að það er hægt að keppa um embætti án þess að valda neinum skaða innan flokksins – eða á milli okkar. Sömuleiðis þá var mjög ánægjulegt að sjá þennan kraft á fundinum meðal stuðningsmanna.“ Aðspurður segist hann ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann hyggist bjóða sig fram að nýju; næsti landsfundur fer fram eftir tvö ár. „Eigum við ekki bara að byrja á því að setjast niður og horfa á Tottenham – Liverpool og sjá svona hvernig þetta þróast. Ég held að þetta sé ekki dagurinn til að taka slíkar ákvarðanir en mér líður vel með þessa ákvörðun. Og mér finnst gott að sjá hvað Sjálfstæðisflokkurinn er í reynd mikill lýðræðisflokkur.“ Ertu svekktur? „Auðvitað set ég alltaf markið þegar ég fer fram, að ná þeim árangri sem ég legg upp með – það er enginn vafi. En nei, það er ekki rétt orðið, því að það er enginn vafi í mínum huga að þetta var rétt ákvörðun. Og það er enginn vafi í mínum huga að Sjálfstæðisflokkurinn stendur mun sterkari eftir þennan landsfund en fyrr,“ segir Guðlaugur að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira