„Mér líður vel með þessa ákvörðun“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 6. nóvember 2022 17:36 Guðlaugur Þór Þórðarson segist stoltur yfir árangrinum þó að fjöldi atkvæða hafi ekki dugað til í þetta skipti. Framboðið hafi verið rétt ákvörðun en hann gefur ekki upp hvort hann hyggist bjóða sig fram að nýju. Hann segist ekki hafa áhyggjur af stöðu sinni í ríkisstjórn eða pólitískri framtíð sinni. Guðlaugur Þór hlaut 40,4% atkvæða í formannskjöri á móti Bjarna Benediktssyni, sitjandi formanni Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi Sjálfstæðismanna í dag. Bjarni bar sigur úr býtum með 59,4% atkvæða. „Mér líður vel og það er enginn vafi að flokkurinn kemur miklu sterkari eftir þennan landsfund en fyrr. Og ég er afskaplega stoltur af þessum árangri; að fá yfir fjörutíu prósent á móti sitjandi formanni og þennan fjölda atkvæða er eitthvað sem maður er stoltur af. Ég er afskaplega stoltur af mínum stuðningsmönnum,“ segir Guðlaugur í samtali við fréttastofu. Hann segir ánægjulegt að áherslur hans á landsfundinum hafi fengið hljómgrunn. Sjálfstæðismenn standi sterkari að vígi en fyrr. Líður vel með ákvörðunina „Ég er alla vega afskaplega stoltur af því að fá þennan stuðning. Ég alveg þekki minn flokk og ég veit að það er íhaldssemi þegar að það kemur að því að kjósa formann þegar það er sitjandi formaður til staðar. En kosningabaráttan var góð og ég og Bjarni sýndum það, að það er hægt að keppa um embætti án þess að valda neinum skaða innan flokksins – eða á milli okkar. Sömuleiðis þá var mjög ánægjulegt að sjá þennan kraft á fundinum meðal stuðningsmanna.“ Aðspurður segist hann ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann hyggist bjóða sig fram að nýju; næsti landsfundur fer fram eftir tvö ár. „Eigum við ekki bara að byrja á því að setjast niður og horfa á Tottenham – Liverpool og sjá svona hvernig þetta þróast. Ég held að þetta sé ekki dagurinn til að taka slíkar ákvarðanir en mér líður vel með þessa ákvörðun. Og mér finnst gott að sjá hvað Sjálfstæðisflokkurinn er í reynd mikill lýðræðisflokkur.“ Ertu svekktur? „Auðvitað set ég alltaf markið þegar ég fer fram, að ná þeim árangri sem ég legg upp með – það er enginn vafi. En nei, það er ekki rétt orðið, því að það er enginn vafi í mínum huga að þetta var rétt ákvörðun. Og það er enginn vafi í mínum huga að Sjálfstæðisflokkurinn stendur mun sterkari eftir þennan landsfund en fyrr,“ segir Guðlaugur að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Sjá meira
Guðlaugur Þór hlaut 40,4% atkvæða í formannskjöri á móti Bjarna Benediktssyni, sitjandi formanni Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi Sjálfstæðismanna í dag. Bjarni bar sigur úr býtum með 59,4% atkvæða. „Mér líður vel og það er enginn vafi að flokkurinn kemur miklu sterkari eftir þennan landsfund en fyrr. Og ég er afskaplega stoltur af þessum árangri; að fá yfir fjörutíu prósent á móti sitjandi formanni og þennan fjölda atkvæða er eitthvað sem maður er stoltur af. Ég er afskaplega stoltur af mínum stuðningsmönnum,“ segir Guðlaugur í samtali við fréttastofu. Hann segir ánægjulegt að áherslur hans á landsfundinum hafi fengið hljómgrunn. Sjálfstæðismenn standi sterkari að vígi en fyrr. Líður vel með ákvörðunina „Ég er alla vega afskaplega stoltur af því að fá þennan stuðning. Ég alveg þekki minn flokk og ég veit að það er íhaldssemi þegar að það kemur að því að kjósa formann þegar það er sitjandi formaður til staðar. En kosningabaráttan var góð og ég og Bjarni sýndum það, að það er hægt að keppa um embætti án þess að valda neinum skaða innan flokksins – eða á milli okkar. Sömuleiðis þá var mjög ánægjulegt að sjá þennan kraft á fundinum meðal stuðningsmanna.“ Aðspurður segist hann ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann hyggist bjóða sig fram að nýju; næsti landsfundur fer fram eftir tvö ár. „Eigum við ekki bara að byrja á því að setjast niður og horfa á Tottenham – Liverpool og sjá svona hvernig þetta þróast. Ég held að þetta sé ekki dagurinn til að taka slíkar ákvarðanir en mér líður vel með þessa ákvörðun. Og mér finnst gott að sjá hvað Sjálfstæðisflokkurinn er í reynd mikill lýðræðisflokkur.“ Ertu svekktur? „Auðvitað set ég alltaf markið þegar ég fer fram, að ná þeim árangri sem ég legg upp með – það er enginn vafi. En nei, það er ekki rétt orðið, því að það er enginn vafi í mínum huga að þetta var rétt ákvörðun. Og það er enginn vafi í mínum huga að Sjálfstæðisflokkurinn stendur mun sterkari eftir þennan landsfund en fyrr,“ segir Guðlaugur að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Sjá meira