Fótbolti

Aron Einar sá fjórði sem spilar hundrað A-lands­leiki eða meira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron Einar í leik dagsins.
Aron Einar í leik dagsins. KSÍ

Aron Einar Gunnarsson spilaði sinn 100. A-landsleik þegar íslenska karlalandsliðið tapaði 1-0 fyrir Sádi-Arabíu í vináttuleik í Abú Dabí í dag. Hann er fjórði leikmaðurinn sem nær þessum áfanga.

Eins og Vísir hefur greint frá var vináttuleikur Íslands og Sádi-Arabíu vægast sagt umdeildur. Sádarnir buðu íslenska liðinu til Abú Dabí sem og KSÍ fékk greitt fyrir leikinn. Ekki kemur fram hversu mikið sambandið fékk greitt.

Sádi-Arabía vann 1-0 í frekar bragðdaufum leik. Aron Einar bar fyrirliðabandið og var kominn í sína gömlu stöðu á miðri miðjunni. Alls lék hann 85 mínútur í sínum 100. A-landsleik.

Aron Einar er fjórði leikmaðurinn sem nær þeim áfanga. Birkir Bjarnason er leikjahæstur með 112 leiki, Rúnar Kristinsson lék á sínum tíma 104 leiki og þá lék Birkir Már Sævarsson 103 leiki áður en landsliðsskórnir fóru á hilluna.


Tengdar fréttir

Utan vallar: Er KSÍ að taka brýnt samtal eða blóðuga seðla?

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar í Abú Dabí á sunnudaginn kemur við landslið Sádi-Arabíu og hjálpar Sádum þannig við undirbúning sinn fyrir HM í Katar sem hefst 20. nóvember. Í því samhengi er vert er að spyrja: Hvað liggur þar að baki?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×