Erlent

Brotlenti í stærsta vatni Afríku

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Björgunaraðgerðir standa enn yfir.
Björgunaraðgerðir standa enn yfir. AP

Lítil farþegaflugvél brotlenti á Viktoríuvatni í Tansaníu eftir misheppnaða lendingartilraun á flugvelli við bakka vatnsins. Björgunaraðgerðir standa nú yfir vegna flugslyss í Viktoríuvatni í Tansaníu en ekki hefur verið greint frá neinum dauðsföllum.

Samkvæmt fréttaveitum í landinu er búið að bjarga fimmtán manns en ekki er vitað hve margir voru um borð í flugvélinni.

Á myndböndum sést flugvélin á kafi þannig að aðeins sést í grænlitað stél flugvélarinnar í Viktoríuvatni, sem er stærsta vatn Afríku.

Björgunarbátar hafa flutt fólk frá flugvélinni og björgunaraðgerðir standa enn yfir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.