Fótbolti

Sverrir Ingi á skotskónum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn PAOK fagna. Sverrir Ingi er fyrir miðju.
Leikmenn PAOK fagna. Sverrir Ingi er fyrir miðju. PAOK

Sverri Ingi Ingason skoraði annað mark PAOK í 2-0 sigri á Giannina í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta.

PAOK gerði út um leikinn með tveimur mörkum snemma leiks. Sverrir Ingi skoraði á 8. mínútu og Stefan Schwab skoraði úr vítaspyrnu tveimur mínútum síðar. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur í kvöld.

Viðar Örn Kjartansson kom inn af bekknum í markalausu jafntefl Atromitos og Aris. Samúel Kári Friðjónsson sat allan tímann á bekknum. Guðmundur Þórarinsson kom inn af bekknum í 2-1 tapi OFI Crete fyrir Ionikos.

Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Panathinaikos eru enn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eða 30 stig að loknum 10 leikjum. PAOK er í 5. sæti með 19 stig að loknm 11 leikjum. Atromitos er í 8. sæti með 12 stig og OFI Crete er í 13. sæti með 7 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×