Stórnotendur leigubíla hlynntir Uber-þjónustu: „Leigubílakerfið komið til ára sinna“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. nóvember 2022 12:19 Jóhannes Stefánsson segir niðurstöðu könnunarinnar benda til þess að brýnt sé að breyta leigubílakerfinu. Icelandair Group Samkvæmt nýrri könnun eru stórnotendur leigubíla hvað hlynntastir því að heimila akstursþjónustu á borð við Uber hér á landi. Lögfræðingur hjá Viðskiptaráði segir ljóst að leigubílakerfið sé komið til ára sinna. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu eru um 53 prósent svarenda hlynnt því að heimila akstursþjónustu á borð við Uber. Athygli vekur að þeir svarendur sem ferðast með leigubílum mánaðarlega eða oftar eru hlynntari því að heimila slíka akstursþjónustu, eða 68 prósent. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands segir þessar niðurstöður benda til þess að leigubílaþjónusta hafi gengið sér til húðar. „Þetta bendir til þess að eftir því sem notandi notar þjónustuna meira, sé hann líklegri til að kaupa hana af einhverjum öðrum. Eins og við höfum verið óþreytandi að benda á þá væri mjög æskilegt að fara að taka annað fyrirkomulag upp, eins og til stendur með fyrirliggjandi frumvarpi um breytingar á leigubifreiðalögum,“ segir Jóhannes. Sjá einnig: Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Rétta leiðin til að taka á svindli Með nýju frumvarpi sem innviðaráðherra hefur lagt fram er markmiðið að færa lögin um leigubifreiðar til nútímalegra horfs. Jóhannes segir þörf að stíga skrefið til fulls með nýju frumvarpi þannig að þjónusta á borð við Uber verði heimiluð. Forsvarsmönnum leigubifreiðastjóra líst reyndar illa á allar breytingar á lögunum og segja þær til þess fallnar að hleypa svindli að. Jóhannes gefur lítið fyrir slíka gagnrýni „Ég held að það sé bara þvæla. Eins og staðan er í dag er mikið um skutlara og annað svindl og það er vegna þess einfaldlega að það eru miklar aðgangshindranir fyrir þá sem vilja starfa löglegar. Það er skynsamlegast að bjóða þeim sem vilja bjóða upp á leigubifreiðaþjónustu, hvort sem það er á vegum Uber eða einhvers annars, að geta gert það án ærins tilkostnaðar. Það er eina leiðin til að berjast gegn auknu svindli á þessum markaði. Þannig ég held að þetta sé ekki réttmæt gagnrýni hjá þessum hópi.“ Hann er vongóður um að breytingar verði á kerfinu. „Ég held að það sé orðið hverjum manni ljóst að þetta þarf að breytast ekki bara út af samningsskuldbindingum við ESA heldur bara með vísan til almennrar skynsemi,“ segir Jóhannes að lokum. Könnun Maskínu: Akstursþjónusta_skýrslaPDF2.7MBSækja skjal Leigubílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Mest lesið Munurinn nemur þriggja ára skólagöngu Innlent „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Innlent Breskar konur stíga fram og ásaka Tate um nauðgun Erlent Fegurðarsamkeppnin sem tók ljótan snúning Erlent „Gætu orðið áhrifamestu kappræður allra tíma“ Erlent Hringdi í skólann og varaði við rétt fyrir árásina Erlent Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Innlent Umfangsmikil leit að manni sem skaut fimm í Kentucky Erlent Segir kraftaverk að sonur sinn sé á lífi Innlent „Þetta er alvöru hret“ Veður Fleiri fréttir „Fyrir mér virðist ég vera mjög auðvelt fórnarlamb“ Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Hlaup hafið að nýju í Skálm Reglur um fæðingarstyrk geri ráð fyrir einsleitum hópi námsmanna „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Björgunarsveit í fýluferð vegna neyðarblyss Munurinn nemur þriggja ára skólagöngu Skoða að breyta Hópinu í safn Ópíóðar í fráveituvatni og einstakt samband stúlku og æðarfugls Fólk sem líti aldrei glaðan dag reyti hár sitt yfir saklausri auglýsingu 14 pör eða hjón í Hrunamannahreppi eiga von á barni Sturluð stemning á tónleikum Skálmaldar undir norðurljósunum Engin vopn á Ljósanótt og Októberfest Bæjarráð vill opna Grindavík fyrir almenningi Hundi haldið sofandi eftir amfetamíneitrun Ljósanæturuppgjör og stórtónleikar Skálmaldar Segir kraftaverk að sonur sinn sé á lífi Staða innflytjenda og kæra vegna Búrfellsvirkjunnar Íslendingur horfir fram á 24 ár í fangelsi til viðbótar Kýldi tvo lögregluþjóna í andlitið Gjaldþrot flugfélags leiddi til fyrstu flugvélasmíði Íslands Réðst á ferðamann og rændi hann Sundlauginni lokað vegna alvarlegrar bilunar Smali slasaðist við smalamennsku Stúlkan er fundin Leikskólabörn og 88 ára harmoníkuleikari Nýliðun í framkvæmdastjórn Pírata „Þetta má aldrei gerast aftur“ Þjóðarátak gegn ofbeldi og hjartnæm kyrrðarstund „Það skánar ekki við að búa til eins auglýsingu með karllíkama“ Sjá meira
Samkvæmt nýrri könnun Maskínu eru um 53 prósent svarenda hlynnt því að heimila akstursþjónustu á borð við Uber. Athygli vekur að þeir svarendur sem ferðast með leigubílum mánaðarlega eða oftar eru hlynntari því að heimila slíka akstursþjónustu, eða 68 prósent. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands segir þessar niðurstöður benda til þess að leigubílaþjónusta hafi gengið sér til húðar. „Þetta bendir til þess að eftir því sem notandi notar þjónustuna meira, sé hann líklegri til að kaupa hana af einhverjum öðrum. Eins og við höfum verið óþreytandi að benda á þá væri mjög æskilegt að fara að taka annað fyrirkomulag upp, eins og til stendur með fyrirliggjandi frumvarpi um breytingar á leigubifreiðalögum,“ segir Jóhannes. Sjá einnig: Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Rétta leiðin til að taka á svindli Með nýju frumvarpi sem innviðaráðherra hefur lagt fram er markmiðið að færa lögin um leigubifreiðar til nútímalegra horfs. Jóhannes segir þörf að stíga skrefið til fulls með nýju frumvarpi þannig að þjónusta á borð við Uber verði heimiluð. Forsvarsmönnum leigubifreiðastjóra líst reyndar illa á allar breytingar á lögunum og segja þær til þess fallnar að hleypa svindli að. Jóhannes gefur lítið fyrir slíka gagnrýni „Ég held að það sé bara þvæla. Eins og staðan er í dag er mikið um skutlara og annað svindl og það er vegna þess einfaldlega að það eru miklar aðgangshindranir fyrir þá sem vilja starfa löglegar. Það er skynsamlegast að bjóða þeim sem vilja bjóða upp á leigubifreiðaþjónustu, hvort sem það er á vegum Uber eða einhvers annars, að geta gert það án ærins tilkostnaðar. Það er eina leiðin til að berjast gegn auknu svindli á þessum markaði. Þannig ég held að þetta sé ekki réttmæt gagnrýni hjá þessum hópi.“ Hann er vongóður um að breytingar verði á kerfinu. „Ég held að það sé orðið hverjum manni ljóst að þetta þarf að breytast ekki bara út af samningsskuldbindingum við ESA heldur bara með vísan til almennrar skynsemi,“ segir Jóhannes að lokum. Könnun Maskínu: Akstursþjónusta_skýrslaPDF2.7MBSækja skjal
Leigubílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Mest lesið Munurinn nemur þriggja ára skólagöngu Innlent „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Innlent Breskar konur stíga fram og ásaka Tate um nauðgun Erlent Fegurðarsamkeppnin sem tók ljótan snúning Erlent „Gætu orðið áhrifamestu kappræður allra tíma“ Erlent Hringdi í skólann og varaði við rétt fyrir árásina Erlent Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Innlent Umfangsmikil leit að manni sem skaut fimm í Kentucky Erlent Segir kraftaverk að sonur sinn sé á lífi Innlent „Þetta er alvöru hret“ Veður Fleiri fréttir „Fyrir mér virðist ég vera mjög auðvelt fórnarlamb“ Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Hlaup hafið að nýju í Skálm Reglur um fæðingarstyrk geri ráð fyrir einsleitum hópi námsmanna „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Björgunarsveit í fýluferð vegna neyðarblyss Munurinn nemur þriggja ára skólagöngu Skoða að breyta Hópinu í safn Ópíóðar í fráveituvatni og einstakt samband stúlku og æðarfugls Fólk sem líti aldrei glaðan dag reyti hár sitt yfir saklausri auglýsingu 14 pör eða hjón í Hrunamannahreppi eiga von á barni Sturluð stemning á tónleikum Skálmaldar undir norðurljósunum Engin vopn á Ljósanótt og Októberfest Bæjarráð vill opna Grindavík fyrir almenningi Hundi haldið sofandi eftir amfetamíneitrun Ljósanæturuppgjör og stórtónleikar Skálmaldar Segir kraftaverk að sonur sinn sé á lífi Staða innflytjenda og kæra vegna Búrfellsvirkjunnar Íslendingur horfir fram á 24 ár í fangelsi til viðbótar Kýldi tvo lögregluþjóna í andlitið Gjaldþrot flugfélags leiddi til fyrstu flugvélasmíði Íslands Réðst á ferðamann og rændi hann Sundlauginni lokað vegna alvarlegrar bilunar Smali slasaðist við smalamennsku Stúlkan er fundin Leikskólabörn og 88 ára harmoníkuleikari Nýliðun í framkvæmdastjórn Pírata „Þetta má aldrei gerast aftur“ Þjóðarátak gegn ofbeldi og hjartnæm kyrrðarstund „Það skánar ekki við að búa til eins auglýsingu með karllíkama“ Sjá meira