Erlent

Trump segir „mjög, mjög, mjög líklegt“ að hann bjóði sig aftur fram

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Nick Wagner

Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna gaf það sterklega í ljós í ræðu í gærkvöldi að hann hyggi á endurkomu í næstu forsetakosningum.

Trump hefur áður ýjað að þessu, en í gær kvað hann fastar að orði en áður og sagði það „mjög, mjög, mjög líklegt“ að hann muni bjóða sig fram aftur árið 2024.

Trump var að tala á fyrstu fjöldasamkomunni af fjórum sem hann stendur fyrir næstu daga til að hjálpa Repúblikönum sem eru hliðhollir honum í þingkosningunum sem fram fara vestra um næstu helgi.

Joe Biden núverandi forseti er einnig á þönum um landið til að reyna að tryggja Demókrötum viðundandi árangur en úrslit kosninganna geta haft mikil áhrif á getu hans í embætti til að koma málum í gegn.

Í ræðu sinni í gær hélt Trump áfram fram þeirri firru að hann hafi í raun farið með sigur af hólmi gegn Joe Biden en að kosningunum hafi verið stolið á einhvern hátt. Hann sagði að sér hafi meira að segja gengið enn betur í annað skiptið heldur en þegar hann náði kjöri. Þessvegna væri mjög líklegt að hann muni bjóða sig fram aftur.


Tengdar fréttir

Málaði upp dökka mynd af stöðu lýðræðis í Bandaríkjunum

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hvatti Bandaríkjamenn til að nýta kosningarétt sinn í þingkosningunum í næstu viku til að standa upp í hárinu á lygum og ofbeldi öfgamanna í röðum Repúblikana. Forsetinn varaði við því að þeir væru að reyna það sama og þeir reyndu í kosningunum árið 2020 og það væri að grafa undan kosningum og tryggja sér sigur án meirihluta kjósenda.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×