Leynd hvílir yfir upphæðinni sem Sádar greiða KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2022 16:01 Aron Einar Gunnarsson leikur sennilega sinn hundraðasta A-landsleik gegn Sádi-Arabíu á sunnudaginn. Getty/Robbie Jay Barratt Knattspyrnusamband Íslands hyggst ekki greina frá því hve margar milljónir sambandið fær fyrir að samþykkja að karlalandslið Íslands spili vináttulandsleikinn við Sádi-Arabíu á sunnudaginn. Ísland og Sádi-Arabía mætast í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en gagnrýnt hefur verið að KSÍ skuli samþykkja boð Sáda, í ljósi þeirra mannréttindabrota sem framin eru í landinu. Eitt dæmi um þau brot eru aftökur í landinu en fyrr á þessu ári, þann 12. mars, lét konungdæmið aflífa 81 manns á einum degi. Pyntingar eru notaðar sem refsing í landinu, tjáningarfrelsi heft, mótmæli gerð glæpsamleg og konum mismunað með víðtækum hætti. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði í viðtali við Vísi í sumar að hún skyldi vel að ekki væru allir sáttir við ákvörðunina um að samþykkja boð Sáda. „Ég skil alveg að það séu ekki allir sáttir eða sammála þessu en þetta er ákvörðunin sem við tókum,“ sagði Vanda. „Þeir [Sádar] höfðu samband og óskuðu eftir því að liðin myndu spila vináttulandsleik í Abu Dhabi, sem við samþykktum. Allur kostnaður er greiddur af þeim. Við fylgjumst með heimsmálunum og stöndum með mannréttindum en við erum líka að halda úti landsliðum og þurfum að spila leiki,“ sagði Vanda og bætti við að KSÍ hefði ráðfært sig við utanríkisráðuneytið áður en boð Sáda var samþykkt. Vanda gaf ekki upp hve háa upphæð Sádar hefðu greitt KSÍ vegna leiksins, heldur sagði aðeins að þeir myndu greiða allan kostnað. Þó er ljóst að við það bætist aukaupphæð en Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, staðfesti við Fótbolta.net í dag að það væri trúnaðarmál hve há sú upphæð væri. Undirbúa sig fyrir HM með leiknum við Ísland Sádar hafa frá því lok september spilað fimm vináttulandsleiki og eftir leikinn við Ísland mæta þeir Panama og loks Króatíu, áður en þeir halda til Katar og spila þar á HM. Fyrsti leikur liðsins á HM er gegn Argentínu 22. nóvember. Íslenska landsliðið er ekki með sinn sterkasta hóp að þessu sinni en hópurinn er að stóru leyti skipaður leikmönnum úr Bestu deildinni á Íslandi. Þó eru einnig í liðinu leikmenn sem spila erlendis, eins og til að mynda fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Íslenska liðið er mætt til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og æfði þar í dag. A few pics from today´s training in UAE. pic.twitter.com/ldfPRmrQtR— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 3, 2022 Ein breyting hefur orðið á íslenska hópnum sem Arnar Þór Viðarsson valdi í síðasta mánuði því Júlíus Magnússon var kallaður inn í stað Guðlaugs Victors Pálssonar. Í hópnum eru tíu leikmenn sem ekki hafa spilað A-landsleik. Eftir leik sinn við Sádi-Arabíu heldur íslenska liðið áfram til Suður-Kóreu og leikur þar annan vináttulandsleik við heimamenn, í Seúl 11. nóvember. Fótbolti Sádi-Arabía KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Sjá meira
Ísland og Sádi-Arabía mætast í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en gagnrýnt hefur verið að KSÍ skuli samþykkja boð Sáda, í ljósi þeirra mannréttindabrota sem framin eru í landinu. Eitt dæmi um þau brot eru aftökur í landinu en fyrr á þessu ári, þann 12. mars, lét konungdæmið aflífa 81 manns á einum degi. Pyntingar eru notaðar sem refsing í landinu, tjáningarfrelsi heft, mótmæli gerð glæpsamleg og konum mismunað með víðtækum hætti. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði í viðtali við Vísi í sumar að hún skyldi vel að ekki væru allir sáttir við ákvörðunina um að samþykkja boð Sáda. „Ég skil alveg að það séu ekki allir sáttir eða sammála þessu en þetta er ákvörðunin sem við tókum,“ sagði Vanda. „Þeir [Sádar] höfðu samband og óskuðu eftir því að liðin myndu spila vináttulandsleik í Abu Dhabi, sem við samþykktum. Allur kostnaður er greiddur af þeim. Við fylgjumst með heimsmálunum og stöndum með mannréttindum en við erum líka að halda úti landsliðum og þurfum að spila leiki,“ sagði Vanda og bætti við að KSÍ hefði ráðfært sig við utanríkisráðuneytið áður en boð Sáda var samþykkt. Vanda gaf ekki upp hve háa upphæð Sádar hefðu greitt KSÍ vegna leiksins, heldur sagði aðeins að þeir myndu greiða allan kostnað. Þó er ljóst að við það bætist aukaupphæð en Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, staðfesti við Fótbolta.net í dag að það væri trúnaðarmál hve há sú upphæð væri. Undirbúa sig fyrir HM með leiknum við Ísland Sádar hafa frá því lok september spilað fimm vináttulandsleiki og eftir leikinn við Ísland mæta þeir Panama og loks Króatíu, áður en þeir halda til Katar og spila þar á HM. Fyrsti leikur liðsins á HM er gegn Argentínu 22. nóvember. Íslenska landsliðið er ekki með sinn sterkasta hóp að þessu sinni en hópurinn er að stóru leyti skipaður leikmönnum úr Bestu deildinni á Íslandi. Þó eru einnig í liðinu leikmenn sem spila erlendis, eins og til að mynda fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Íslenska liðið er mætt til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og æfði þar í dag. A few pics from today´s training in UAE. pic.twitter.com/ldfPRmrQtR— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 3, 2022 Ein breyting hefur orðið á íslenska hópnum sem Arnar Þór Viðarsson valdi í síðasta mánuði því Júlíus Magnússon var kallaður inn í stað Guðlaugs Victors Pálssonar. Í hópnum eru tíu leikmenn sem ekki hafa spilað A-landsleik. Eftir leik sinn við Sádi-Arabíu heldur íslenska liðið áfram til Suður-Kóreu og leikur þar annan vináttulandsleik við heimamenn, í Seúl 11. nóvember.
Fótbolti Sádi-Arabía KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Sjá meira