Fótboltabullur beita sér fyrir lýðræði í Brasilíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 08:15 Fótboltaáhugamenn í Brasilíu tóku til sinna ráða. Þeir vildu alls ekki missa af leik síns liðs. Getty/Pedro Vilela Fótboltabullur hafa oftast ekki góða ímynd á sér enda vanir að búa til meiri vandræði en leysa þau. Það átti þó ekki við í Brasilíu í þessari viku í kjölfar ólgu eftir Forsetakosningar í landinu. Vandamál sköpuðust víða um Brasilíu þar sem tapsárir öfgahægri stuðningsmenn fráfarandi forseta, Jair Bolsonaro, settu upp vegatálma til að mótmæla niðurstöðum kosninganna. Luiz Inácio Lula da Silva var kosinn forseti en hinn brasilíski Trump, Jair Bolsonaro, neitar að viðurkenna úrslitin. Kemur kannski fáum á óvart með þeim viðbrögðum. We are for democracy : Brazil football fans clear pro-Bolsonaro blockades https://t.co/n15dVsgEHA— The Guardian (@guardian) November 2, 2022 Öfgahægrimenn Bolsonaro halda því fram að kosningarsvindl hafi ráðið því að þeirra maður missti Forsetaembætti. Þeirra svar við því var að trufla umferð út um allt land með því að setja upp vegatálma og búa með því til alls kyns vandræði, tafir og ólgu í þjóðfélaginu. Hæstiréttur í Brasilíu úrskurðaði að lögreglan yrði að sjá til þess að vegirnir haldist opnir en myndbönd sýna suma lögreglumenn taka þátt í mótmælunum. Torcedores do Atlético Mineiro desfazem bloqueio e liberam acesso na BR 381, próximo de Belo Horizonte. Eles receberam apoio de caminhoneiros que estavam presos no engarrafamento. pic.twitter.com/VvVsJLtkOA— Renato Souza (@reporterenato) November 1, 2022 Lögreglan náði að opna marga vegi en alls ekki alla. Þeir fengu aftur á móti hjálp úr óvæntri átt. Brasilíska blaðið O Globo segir frá því að minnsta kosti fjórar sveitir af öfgastuðningsmannasveitum brasilískra fótboltafélaga hafi brotið sér leið í gegnum vegatálma útsendara Bolsonaro. Brasilísku bullurnar vildu alls ekki missa af útileikjum sinna liða og tóku því til sinna ráða. Tvö dæmi um slíkt voru meðal annars nefnd í greininni. Stuðningsmenn Atlético Mineiro opnuðu veginn á milli Belo Horizonte og Sao Paulo og stuðningsmenn Corinthians opnuðu veginn frá Sao Paulo til Rio. Atlético Mineiro átti útileik á móti Sao Paulo og lið Corinthians átti útileik á móti Flamengo á Maracana leikvanginum. Brasilía Fótbolti Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Sjá meira
Vandamál sköpuðust víða um Brasilíu þar sem tapsárir öfgahægri stuðningsmenn fráfarandi forseta, Jair Bolsonaro, settu upp vegatálma til að mótmæla niðurstöðum kosninganna. Luiz Inácio Lula da Silva var kosinn forseti en hinn brasilíski Trump, Jair Bolsonaro, neitar að viðurkenna úrslitin. Kemur kannski fáum á óvart með þeim viðbrögðum. We are for democracy : Brazil football fans clear pro-Bolsonaro blockades https://t.co/n15dVsgEHA— The Guardian (@guardian) November 2, 2022 Öfgahægrimenn Bolsonaro halda því fram að kosningarsvindl hafi ráðið því að þeirra maður missti Forsetaembætti. Þeirra svar við því var að trufla umferð út um allt land með því að setja upp vegatálma og búa með því til alls kyns vandræði, tafir og ólgu í þjóðfélaginu. Hæstiréttur í Brasilíu úrskurðaði að lögreglan yrði að sjá til þess að vegirnir haldist opnir en myndbönd sýna suma lögreglumenn taka þátt í mótmælunum. Torcedores do Atlético Mineiro desfazem bloqueio e liberam acesso na BR 381, próximo de Belo Horizonte. Eles receberam apoio de caminhoneiros que estavam presos no engarrafamento. pic.twitter.com/VvVsJLtkOA— Renato Souza (@reporterenato) November 1, 2022 Lögreglan náði að opna marga vegi en alls ekki alla. Þeir fengu aftur á móti hjálp úr óvæntri átt. Brasilíska blaðið O Globo segir frá því að minnsta kosti fjórar sveitir af öfgastuðningsmannasveitum brasilískra fótboltafélaga hafi brotið sér leið í gegnum vegatálma útsendara Bolsonaro. Brasilísku bullurnar vildu alls ekki missa af útileikjum sinna liða og tóku því til sinna ráða. Tvö dæmi um slíkt voru meðal annars nefnd í greininni. Stuðningsmenn Atlético Mineiro opnuðu veginn á milli Belo Horizonte og Sao Paulo og stuðningsmenn Corinthians opnuðu veginn frá Sao Paulo til Rio. Atlético Mineiro átti útileik á móti Sao Paulo og lið Corinthians átti útileik á móti Flamengo á Maracana leikvanginum.
Brasilía Fótbolti Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Sjá meira