Erlent

Langdrægri flaug skotið frá Norður-Kóreu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Leiðtogi Norður-Kóreu við flaug sem þeir segja hafa verið langdræga. 
Leiðtogi Norður-Kóreu við flaug sem þeir segja hafa verið langdræga.  EPA/KCNA

Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa skotið langdrægri eldflaug á loft í nótt sem er hönnuð til að hitta skotmörk hinum megin á hnettinum.

Skotið er það sjöunda á þessu ári frá Norður-Kóreu og kemur í kjölfarið á nokkrum tilraunum sem gerðar voru í gær með skammdrægari eldflaugar. Þá eru einnig uppi kenningar um að yfirvöld í landinu hyggi á kjarnorkuvopnatilraun á næstu vikum.

Tímasetning eldflaugaskotana er ekki tilviljun en þessa dagana standa Suður-Kóreumenn í umfangsmiklum heræfingum í samstarfi við Bandaríkjamenn en æfingarnar eru ávallt stór þyrnir í augum norðanmanna. Langdrægu flauginni var skotið á loft rétt fyrir miðnætti að íslenskum tíma og flaug um 750 kílómetra og náði tæplega tveggja kílómetra hæð.

Suður-kóreska fréttastofan Yonhap hefur síðan eftir heimildum að flaugin hafi bilað og fallið í hafið. Tveimur skammdrægari flaugum var skotið við sama tilefni.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×