Enginn Son í Katar? Smári Jökull Jónsson skrifar 2. nóvember 2022 23:46 Heung-Min Son gæti misst af Heimsmeistaramótinu í Qatar vegna meiðsla. Vísir/AP Svo gæti farið að Heung-Min Son missi af Heimsmeistaramótinu í Katar sem hefst síðar í þessum mánuði. Hann þarf að gangast undir aðgerð vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik með Tottenham í gær. Son meiddist í leiknum gegn Marseille í gær þegar hann lenti í árekstri við Chancel Mbemba leikmann Marseille. Son fékk högg á andlitið og í ljós hefur komið að hann þarf í aðgerð til að laga sprungu í vinstri augnbotni. Þetta setur þátttöku hans á heimsmeistaramótinu í Katar í hættu en Son og félagar hans í Suður-Kóreu eiga að leika sinn fyrsta leik á mótinu þann 24.nóvember gegn Úrugvæ. We can confirm that Heung-Min Son will undergo surgery to stabilise a fracture around his left eye.— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) November 2, 2022 Óljóst er hversu lengi Son verður frá en ljóst er að hann verður í kapphlaupi við klukkuna ef hann ætlar að verða tilbúinn fyrir fyrsta leik. Son er lykilmaður í liði Suður-Kóreu og langstærsta stjarnan í þeirra liði. Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City og landsliðsmaður Belgíu, varð fyrir svipuðum meiðslum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2021, fékk þá sprungu í nef og augnbotn. Hann gekkst undir aðgerð en var klár í slaginn þegar Belgía lék sinn fyrsta leik á Evrópumótinu innan við þremur vikum síðar. Vonin er því ekki úti fyrir Heung-Min Son. Þá meiddist Ben Chilwell í leik með Chelsea gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í kvöld. Hann virtist togna aftan í læri og var Graham Potter, þjálfari Chelsea, ekki bjartsýnn í viðtölum eftir leik. „Þetta lítur ekki vel út. Hann fer í myndatöku á morgun en staðan er ekki jákvæð,“ sagði Potter en það yrði áfall fyrir Gareth Southgate og Englendinga ef Chilwell færi ekki til Katar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla HM 2022 í Katar Mest lesið Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Sjá meira
Son meiddist í leiknum gegn Marseille í gær þegar hann lenti í árekstri við Chancel Mbemba leikmann Marseille. Son fékk högg á andlitið og í ljós hefur komið að hann þarf í aðgerð til að laga sprungu í vinstri augnbotni. Þetta setur þátttöku hans á heimsmeistaramótinu í Katar í hættu en Son og félagar hans í Suður-Kóreu eiga að leika sinn fyrsta leik á mótinu þann 24.nóvember gegn Úrugvæ. We can confirm that Heung-Min Son will undergo surgery to stabilise a fracture around his left eye.— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) November 2, 2022 Óljóst er hversu lengi Son verður frá en ljóst er að hann verður í kapphlaupi við klukkuna ef hann ætlar að verða tilbúinn fyrir fyrsta leik. Son er lykilmaður í liði Suður-Kóreu og langstærsta stjarnan í þeirra liði. Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City og landsliðsmaður Belgíu, varð fyrir svipuðum meiðslum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2021, fékk þá sprungu í nef og augnbotn. Hann gekkst undir aðgerð en var klár í slaginn þegar Belgía lék sinn fyrsta leik á Evrópumótinu innan við þremur vikum síðar. Vonin er því ekki úti fyrir Heung-Min Son. Þá meiddist Ben Chilwell í leik með Chelsea gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í kvöld. Hann virtist togna aftan í læri og var Graham Potter, þjálfari Chelsea, ekki bjartsýnn í viðtölum eftir leik. „Þetta lítur ekki vel út. Hann fer í myndatöku á morgun en staðan er ekki jákvæð,“ sagði Potter en það yrði áfall fyrir Gareth Southgate og Englendinga ef Chilwell færi ekki til Katar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla HM 2022 í Katar Mest lesið Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Sjá meira