„Við lýsum auðvitað yfir miklum áhyggjum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 1. nóvember 2022 21:48 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lýsir yfir miklum áhyggjum af rekstri borgarinnar. Starfsmönnum hafi fjölgað mjög í miðlægri stjórnsýslu á meðan leikskólastarfsmönnum fækki. Skuldasöfnunin sé gríðarleg og fyrirhugaðar aðhaldsaðgerðir dugi ekki til. Greint var frá því í dag að Reykjavíkurborg hygðist ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs sagði að tryggja þrfti sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku. Svokölluð aðhaldskrafa verði sett á öll svið borgarinnar, sem þýðir að ekki verði gert ráð fyrir ráðningum í störf sem losna nema brýna nauðsyn beri til. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðsiflokksins í Reykjavík, efast um að aðgerðirnar nái tilætluðum árangri. „Við lýsum auðvitað yfir miklum áhyggjum og við vitum hvað hallinn er mikill. En það þarf að átta sig á því að [hallinn] er sexfaldur á við það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Við erum líka að sjá gríðarlega skuldasöfnun. Og það sem vekur upp áhyggjur og er til umhugsunar er að starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað um 25 prósent á einungis fimm ára tímabili. Þannig að þetta er svona fjölþætt birtingarmynd af mjög slæmum rekstri,“ segir Hildur. „Það er þar sem skrifstofa borgarstjóra er“ Hún segir að aðgerðirnar geri ráð fyrir hagræðingu þvert á öll svið en segir ljóst að hagræðing þurfi að vera ríkari á sumum sviðum en öðrum. Rétt er að taka fram að Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir að aðhaldskrafan taki ekki til skóla og starfsstöðva þar sem undirmönnun ríkir. Hildur segir að nýboðaðar aðgerðir muni augljóslega ekki duga til að mæta „15,3 milljarða halla.“ „Það sem skýtur kannski skökku við er að margir gera mál fyrir því að starfsmannafjölgunin sé mest í grunnþjónustunni - hjá fólkinu á gólfinu sem er að sinna þjónustu við borgarana. En starfsmönnum leikskólana á að fækka um 75 á næsta ári sem er mjög í mótsögn við áform um að fjölga leikskólaplássum. Á meðan fjölgar starfsmönnum hlutfallslega mest, um 13 prósent inni í miðlægri stjórnsýslu, og það er þar sem skrifstofa borgarstjóra er,“ segir Hildur. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira
Greint var frá því í dag að Reykjavíkurborg hygðist ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs sagði að tryggja þrfti sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku. Svokölluð aðhaldskrafa verði sett á öll svið borgarinnar, sem þýðir að ekki verði gert ráð fyrir ráðningum í störf sem losna nema brýna nauðsyn beri til. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðsiflokksins í Reykjavík, efast um að aðgerðirnar nái tilætluðum árangri. „Við lýsum auðvitað yfir miklum áhyggjum og við vitum hvað hallinn er mikill. En það þarf að átta sig á því að [hallinn] er sexfaldur á við það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Við erum líka að sjá gríðarlega skuldasöfnun. Og það sem vekur upp áhyggjur og er til umhugsunar er að starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað um 25 prósent á einungis fimm ára tímabili. Þannig að þetta er svona fjölþætt birtingarmynd af mjög slæmum rekstri,“ segir Hildur. „Það er þar sem skrifstofa borgarstjóra er“ Hún segir að aðgerðirnar geri ráð fyrir hagræðingu þvert á öll svið en segir ljóst að hagræðing þurfi að vera ríkari á sumum sviðum en öðrum. Rétt er að taka fram að Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir að aðhaldskrafan taki ekki til skóla og starfsstöðva þar sem undirmönnun ríkir. Hildur segir að nýboðaðar aðgerðir muni augljóslega ekki duga til að mæta „15,3 milljarða halla.“ „Það sem skýtur kannski skökku við er að margir gera mál fyrir því að starfsmannafjölgunin sé mest í grunnþjónustunni - hjá fólkinu á gólfinu sem er að sinna þjónustu við borgarana. En starfsmönnum leikskólana á að fækka um 75 á næsta ári sem er mjög í mótsögn við áform um að fjölga leikskólaplássum. Á meðan fjölgar starfsmönnum hlutfallslega mest, um 13 prósent inni í miðlægri stjórnsýslu, og það er þar sem skrifstofa borgarstjóra er,“ segir Hildur.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira