Mette nær ekki að mynda meirihluta án Moderaterne Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. nóvember 2022 19:08 Engin fylkinga mun ná að mynda meirihluta 90 þingsæta án Moderaterne samkvæmt útgönguspám. Nordicphotos/AFP Mette Fredriksen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, heldur ekki meirihluta samkvæmt fyrstu útgönguspám. Erfitt verður að mynda ríkisstjórn án Moderaterne, samkvæmt nýjustu tölum. Danska ríkissjónvarpið greinir frá því að kjörsókn hafi verið um 81,1 prósent. Vinstriblokkin, með Mette Fredriksen í fararbroddi, nær 85 þingmönnum inn samkvæmt spám. Hægriblokkin nær 73 þingmönnum inn en hið nýja framboð Moderaterne fær 17 menn inn. Hafa ber í huga að þetta er spá Danska ríkissjónvarpsins og geta tölurnar breyst eftir því sem líður á kvöldið. Moderaterne virðist því vera í lykilstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar og fagnaði Lars Løkke Rasmussen formaður flokksins ákaft þegar spár voru kynntar klukkan 19 að íslenskum tíma. Fyrstu tölur samkvæmt útgönguspám (innan sviga er fylgið í kosningum 2019) Jafnaðarmannaflokkurinn 23,1% (25,9%) Venstre 13,5% (23,4%) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð) Danmerkurdemókratar 6,9% (nýtt framboð) Sósíalíski þjóðarflokkurinn 9,6% (7,7%) Einingarlistinn 6,2% (6,9%) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%) Frjálslynda bandalagið 9,0% (2,3%) Nýir borgaralegir 3,8% (2,4%) Radikale Venstre 4,7% (8,6%) Danski þjóðarflokkurinn 2,5% (8,7%) Valkosturinn 3,9% (3,0%) Útgönguspár virðast vera í samræmi við skoðanakannanir sem gerðar hafa verið í aðdraganda kosninganna; að hvorki hægriblokkin né vinstriblokkin muni ná þeim níutíu þingsætum sem þarf til að mynda meirihluta. Utan bandalaga eru einmitt Moderaterne sem mælast nú með 9,3 prósent fylgi. Formaðurinn, Lars Løkke, var forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og aftur frá 2015 til 2019. Hann sagði skilið við hægriflokkinn Venstre árið 2019 eftir að hafa misst formannsstólinn í hendur Jakob Ellen-Jensen í kjölfar ósigurs í kosningunum sama ár. Løkke tilkynnti svo um stofnun nýs flokks í júní 2021, Moderaterne, sem hann hefur lýst sem miðjuflokki. Fylgi flokksins hefur aukist jafnt og þétt síðustu mánuði. Løkke hefur sagt markmiðið með stofnun flokksins vera að brjóta upp „lásana“ milli hægri- og vinstrivængsins og koma á ríkisstjórn flokka yfir miðjuna. Løkke hefur sagt að hann vilji komast í ríkisstjórn en að ljóst sé að Jafnaðarmannaflokkur Frederiksen yrði að vera hluti af slíkri stjórn. Stóru flokkarnir í dönskum stjórnmálum – Jafnaðarmannaflokkurinn og Venstre – hafa báðir varað kjósendur við að kjósa Moderaterne, og vilja meina að atkvæði greitt þeim sé atkvæði greitt hinni blokkinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Þingkosningar í Danmörku Danmörk Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Danska ríkissjónvarpið greinir frá því að kjörsókn hafi verið um 81,1 prósent. Vinstriblokkin, með Mette Fredriksen í fararbroddi, nær 85 þingmönnum inn samkvæmt spám. Hægriblokkin nær 73 þingmönnum inn en hið nýja framboð Moderaterne fær 17 menn inn. Hafa ber í huga að þetta er spá Danska ríkissjónvarpsins og geta tölurnar breyst eftir því sem líður á kvöldið. Moderaterne virðist því vera í lykilstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar og fagnaði Lars Løkke Rasmussen formaður flokksins ákaft þegar spár voru kynntar klukkan 19 að íslenskum tíma. Fyrstu tölur samkvæmt útgönguspám (innan sviga er fylgið í kosningum 2019) Jafnaðarmannaflokkurinn 23,1% (25,9%) Venstre 13,5% (23,4%) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð) Danmerkurdemókratar 6,9% (nýtt framboð) Sósíalíski þjóðarflokkurinn 9,6% (7,7%) Einingarlistinn 6,2% (6,9%) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%) Frjálslynda bandalagið 9,0% (2,3%) Nýir borgaralegir 3,8% (2,4%) Radikale Venstre 4,7% (8,6%) Danski þjóðarflokkurinn 2,5% (8,7%) Valkosturinn 3,9% (3,0%) Útgönguspár virðast vera í samræmi við skoðanakannanir sem gerðar hafa verið í aðdraganda kosninganna; að hvorki hægriblokkin né vinstriblokkin muni ná þeim níutíu þingsætum sem þarf til að mynda meirihluta. Utan bandalaga eru einmitt Moderaterne sem mælast nú með 9,3 prósent fylgi. Formaðurinn, Lars Løkke, var forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og aftur frá 2015 til 2019. Hann sagði skilið við hægriflokkinn Venstre árið 2019 eftir að hafa misst formannsstólinn í hendur Jakob Ellen-Jensen í kjölfar ósigurs í kosningunum sama ár. Løkke tilkynnti svo um stofnun nýs flokks í júní 2021, Moderaterne, sem hann hefur lýst sem miðjuflokki. Fylgi flokksins hefur aukist jafnt og þétt síðustu mánuði. Løkke hefur sagt markmiðið með stofnun flokksins vera að brjóta upp „lásana“ milli hægri- og vinstrivængsins og koma á ríkisstjórn flokka yfir miðjuna. Løkke hefur sagt að hann vilji komast í ríkisstjórn en að ljóst sé að Jafnaðarmannaflokkur Frederiksen yrði að vera hluti af slíkri stjórn. Stóru flokkarnir í dönskum stjórnmálum – Jafnaðarmannaflokkurinn og Venstre – hafa báðir varað kjósendur við að kjósa Moderaterne, og vilja meina að atkvæði greitt þeim sé atkvæði greitt hinni blokkinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fyrstu tölur samkvæmt útgönguspám (innan sviga er fylgið í kosningum 2019) Jafnaðarmannaflokkurinn 23,1% (25,9%) Venstre 13,5% (23,4%) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð) Danmerkurdemókratar 6,9% (nýtt framboð) Sósíalíski þjóðarflokkurinn 9,6% (7,7%) Einingarlistinn 6,2% (6,9%) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%) Frjálslynda bandalagið 9,0% (2,3%) Nýir borgaralegir 3,8% (2,4%) Radikale Venstre 4,7% (8,6%) Danski þjóðarflokkurinn 2,5% (8,7%) Valkosturinn 3,9% (3,0%)
Þingkosningar í Danmörku Danmörk Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent