Innlent

„Þetta vatt heldur betur upp á sig“

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Það var ekki tölvuþrjótur sem bar ábyrgð á sérstökum skilaboðum á auglýsingaskiltum á höfuðborgarsvæðinu í dag. 
Það var ekki tölvuþrjótur sem bar ábyrgð á sérstökum skilaboðum á auglýsingaskiltum á höfuðborgarsvæðinu í dag.  Vísir/Vilhelm

Hauskúpur og skrýtið munstur á auglýsingaskiltum í höfuðborginni vöktu mikla athygli borgarbúa í morgun. Útlit var fyrir að tölvuþrjótar hefðu átt sök að máli en í ljós kom að um auglýsingaherferð TM var að ræða.

„Þetta vatt heldur betur upp á sig og var mjög gaman og ánægjulegt. Við vorum mjög ánægð með athyglina sem þetta fékk og athyglina á þessum málum - netöryggismálum,“ segir Halldór Gunnlaugsson sérfræðingur í markaðsmálum hjá TM. Auglýsingastofan Tvist sá um verkefnið fyrir félagið.

Auglýsingin vakti athygli margra.Aðsend

Auglýsing vátryggingafélagsins er fyrir sérstaka netöryggistryggingu fyrirtækja. Fyrirtækið Billboard, sem sér um auglýsingaskilti á höfuðborgarsvæðinu, hafði vart undan við að svara símtölum í dag.

„Þeir hringdu í mig og sögðu: Hvað er að gerast? Ég held að það hafi verið komin yfir hundrað símtöl til þeirra og ég talaði við hann [framkvæmdastjóra Billboard] örugglega um ellefu leytið. Þannig að það er frábært líka að fólk er orðið þá aðeins meðvitaðara um þessa hluti og hvað getur gerst. Og það var það sem fólk var strax farið að spá í; hvort einhver hakkari hefði farið þarna, þannig að fólk er farið að sjá hlutina í öðru ljósi,“ segir Halldór.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×