Innlent

Veð­mangarar telja Bjarna í betri stöðu

Árni Sæberg skrifar
Bjarni brosir sennilega ef hann opnar vefsíðu Coolbet í kvöld.
Bjarni brosir sennilega ef hann opnar vefsíðu Coolbet í kvöld. Vísir/Vilhelm

Veðbankar eru farnir að taka við veðmálum um niðurstöðu formannskjörs á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Allavega einn þeirra spáir Bjarna Benediktssyni sigri gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni.

Það fór ekki fram hjá mörgum í gær þegar Guðlaugur Þór tilkynnti framboð sitt gegn Bjarna, sitjandi formanni Sjálfsstæðisflokksins.

Það fór allavega ekki fram hjá stjórnendum veðmálasíðunnar Coolbet, sem gaf í dag út stuðla fyrir kjörið.

„Mun Bjarni Ben halda áfram sem formaður Sjálfstæðisflokksins eða tekst Guðlaugi Þór fella kónginn úr stólnum?“ spyr Coolbet Ísland á Twitter.

Á vef Coolbet kemur fram að stuðullinn á það að Bjarni fari með sigur af hólmi sé 1,60 en 2,20 á að Guðlaugur Þór vinni. 


Tengdar fréttir

„Ég óttast nákvæmlega ekki neitt“

Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki óttast um ráðherrastól sinn tapi hann formannskjöri gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Bjarni segir að spyrja þurfi að því að leikslokum og að hann trúi því að kosningabaráttan verði drengileg.

Guð­laugur segist ekki hafa hótað Bjarna

Guðlaugur Þór Þórðarson orkumálaráðherra segir allsendis ósatt að hann hafi verið reiðubúinn að falla frá áformum sínum um formannsframboð gegn því að Bjarni myndi eftirláta honum að taka við sem fjármála- og efnahagsráðherra.

Leynd yfir sæta­skiptingu á lands­fundi í Laugar­dals­höll

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram um helgina í Laugardalshöll. Mikil spenna er meðal meðlima flokksins enda fer formannskjör fram á sunnudeginum. Þá kemur í ljós hvort Bjarni Benediktsson fái að halda áfram að leiða flokkinn eða hvort Guðlaugur Þór Þórðarson steypi formanni til þrettán ára af stóli.

Gulli plús Kata talið ganga illa upp

Framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins teflir ríkisstjórnarsamstarfinu í tvísýnu að mati stjórnarþingmanna. Þeir óttast margir að líftími ríkisstjórnarinnar verði talinn í vikum nái Guðlaugur Þór kjöri. 

Fram­boð Guð­laugs krókur á móti bragði

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur að hægt sé að tengja framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar við orðróm um að ráðherrastóll hans væri í hættu. Hann segir að erfitt sé að spá fyrir um úrslit kosninganna. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.