„Ég óttast nákvæmlega ekki neitt“ Árni Sæberg skrifar 31. október 2022 19:57 Það stefnir í harða baráttu um formannsstól Sjálfstæðisflokksins. Vísir Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki óttast um ráðherrastól sinn tapi hann formannskjöri gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Bjarni segir að spyrja þurfi að því að leikslokum og að hann trúi því að kosningabaráttan verði drengileg. Þeir Bjarni og Guðlaugur Þór mættust í fyrsta skipti frá því að Guðlaugur Þór lýsti yfir framboði sínu í Fréttavaktinni á Hringbraut nú í kvöld. Í upphafi þáttar sagði Guðlaugur Þór að framboð hans væri ekki vantraustsyfirlýsing á hendur Bjarna. „Við státum okkur réttilega af því að vera með lýðræðisveislur reglulega. Það er nú bara þannig að við keppumst um sæti, í prófkjörum, á landsfundum og það er ekkert nýtt í því. Þetta verður ekki fyrsta eða síðasta kosning sem fer fram á landsfundi,“ sagði hann. Bjarni sagði að framboð Guðlaugs Þórs hafi ekki komið honum á óvart en þó hafi tímasetning þess gert það. Tímasetningin sé óheppileg svo snemma á kjörtímabilinu og í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi. Eðlilegra væri að menn færu fram í aðdraganda kosninga. Guðlaugur sagði hins vegar að um góða tímasetningu væri að ræða. Stutt sé í kosningar, aðeins þrjú ár, og mikilvægt sé að undirbúa flokkinn fyrir þær. „Ef þú verður kosinn formaður þá kem ég aftur heim“ Guðlaugur Þór sagðist ekki vera í framboði eða mættur í kappræður til þess að gagnrýna störf Bjarna. Hann hafi einfaldlega fundið fyrir vilja innan flokksins að skipt yrði um formann. Hann viti að flokkurinn hafi tapað kjósendum undanfarið. „Núna þegar þetta er komið fram þá er fólk sem er fyrir utan flokkinn og var hjá okkur sem segir að ef þú verður kosinn formaður þá kem ég aftur heim. Mér þykir vænt um það,“ sagði Guðlaugur. Ræðir glaður Íslandsbankaskýrsluna Bjarni sagðist ekki óttast neinar þær spurningar sem hann mun fá í kosningabaráttunni. Til dæmis muni hann glaður ræða skýrslu um sölu þriðjungs af hluta ríkisins í Íslandsbanka, þó hún sé reyndar ekki komin út. „Mér líður stundum eins og gömlum hermanni í þessu. Maður hefur fengið skrámur og einstaka ör en það er búið að sauma það allt saman og maður heldur áfram og maður er reynslunni ríkari,“ sagði Bjarni. Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Sjá meira
Þeir Bjarni og Guðlaugur Þór mættust í fyrsta skipti frá því að Guðlaugur Þór lýsti yfir framboði sínu í Fréttavaktinni á Hringbraut nú í kvöld. Í upphafi þáttar sagði Guðlaugur Þór að framboð hans væri ekki vantraustsyfirlýsing á hendur Bjarna. „Við státum okkur réttilega af því að vera með lýðræðisveislur reglulega. Það er nú bara þannig að við keppumst um sæti, í prófkjörum, á landsfundum og það er ekkert nýtt í því. Þetta verður ekki fyrsta eða síðasta kosning sem fer fram á landsfundi,“ sagði hann. Bjarni sagði að framboð Guðlaugs Þórs hafi ekki komið honum á óvart en þó hafi tímasetning þess gert það. Tímasetningin sé óheppileg svo snemma á kjörtímabilinu og í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi. Eðlilegra væri að menn færu fram í aðdraganda kosninga. Guðlaugur sagði hins vegar að um góða tímasetningu væri að ræða. Stutt sé í kosningar, aðeins þrjú ár, og mikilvægt sé að undirbúa flokkinn fyrir þær. „Ef þú verður kosinn formaður þá kem ég aftur heim“ Guðlaugur Þór sagðist ekki vera í framboði eða mættur í kappræður til þess að gagnrýna störf Bjarna. Hann hafi einfaldlega fundið fyrir vilja innan flokksins að skipt yrði um formann. Hann viti að flokkurinn hafi tapað kjósendum undanfarið. „Núna þegar þetta er komið fram þá er fólk sem er fyrir utan flokkinn og var hjá okkur sem segir að ef þú verður kosinn formaður þá kem ég aftur heim. Mér þykir vænt um það,“ sagði Guðlaugur. Ræðir glaður Íslandsbankaskýrsluna Bjarni sagðist ekki óttast neinar þær spurningar sem hann mun fá í kosningabaráttunni. Til dæmis muni hann glaður ræða skýrslu um sölu þriðjungs af hluta ríkisins í Íslandsbanka, þó hún sé reyndar ekki komin út. „Mér líður stundum eins og gömlum hermanni í þessu. Maður hefur fengið skrámur og einstaka ör en það er búið að sauma það allt saman og maður heldur áfram og maður er reynslunni ríkari,“ sagði Bjarni.
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Sjá meira