Framboð Guðlaugs krókur á móti bragði Bjarki Sigurðsson skrifar 31. október 2022 10:42 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að erfitt sé að spá um niðurstöður formannsslags innan Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur að hægt sé að tengja framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar við orðróm um að ráðherrastóll hans væri í hættu. Hann segir að erfitt sé að spá fyrir um úrslit kosninganna. Í gær tilkynnti Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, að hann byði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem fram fer um næstu helgi. Þar mun hann freista þess að steypa núverandi formanni, Bjarna Benediktssyni, af stóli. Bjarni hefur leitt flokkinn í þrettán ár. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, ræddi við þáttarstjórnendur Bítisins á Bylgjunni í morgun um komandi kosningar. Hann segir ræðu Guðlaugs hafa verið ansi sterka. „Mér fannst athyglisvert að fylgjast með framgöngu Guðlaugs. Svolítið svipað og Kristrún, þá fer hann ofan í rót Sjálfstæðisflokksins. Ofan í gamlan grundvöll sjálfstæðisstefnunnar, talar um ráðdeild í ríkisrekstri, lága skatta. Svo er honum tíðrætt um gamalt slagorð Sjálfstæðisflokksins, Stétt með stétt. Að stéttirnar geti allar átt heima í Sjálfstæðisflokknum,“ segir Eiríkur. Hann á erfitt með að spá fyrir um hver kemur til með að sigra kosningarnar þar sem ekki er vitað hvernig landsfundurinn verður samansettur. Aðildarfélög flokksins fá hvert og eitt ákveðinn fjölda sæta og tilnefna meðlimi sem fá að mæta á fundinn. Úrslitin hljóta að ráðast á því hverja aðildarfélögin tilnefna. Eiríkur segir að ef hann hefði verið spurður fyrir tveimur vikum síðan hvort Bjarni væri valtur í sessi í formannsstóli þá hefði hann svarað þeirri spurningu neitandi. Hlutirnir hafi breyst þegar Bjarni sagði að Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, myndi ekkert endilega víkja úr ríkisstjórn líkt og tilkynnt var þegar ríkisstjórnin var mynduð. Þá töldu einhverjir að Guðlaugur væri sá sem myndi víkja í staðinn fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur. „Auðvitað hlýtur [Bjarni] að teljast sigurstranglegri eðli máls samkvæmt. Hann hefur verið formaður lengi, hefur góð tök á flokknum. Hann var alls ekki valtur í sessi, það voru ekki neinar rísandi óánægjuöldur í kringum hann. Maður hefði haldið það fyrirfram. Þetta er uppgjör, það fer af stað þessi umræða fyrir nokkrum dögum, að hugsanlega sé ráðherrastóll Guðlaugs í hættu,“ segir Eiríkur. Bjarni hefur nú tjáð sig um þessa orðróma og sagt að ráðherrastóll Guðlaugs sé ekki í hættu. Eiríkur bendir þó á að hann hafi ekki leiðrétt neitt þegar orðrómurinn gekk á milli manna. Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Í gær tilkynnti Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, að hann byði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem fram fer um næstu helgi. Þar mun hann freista þess að steypa núverandi formanni, Bjarna Benediktssyni, af stóli. Bjarni hefur leitt flokkinn í þrettán ár. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, ræddi við þáttarstjórnendur Bítisins á Bylgjunni í morgun um komandi kosningar. Hann segir ræðu Guðlaugs hafa verið ansi sterka. „Mér fannst athyglisvert að fylgjast með framgöngu Guðlaugs. Svolítið svipað og Kristrún, þá fer hann ofan í rót Sjálfstæðisflokksins. Ofan í gamlan grundvöll sjálfstæðisstefnunnar, talar um ráðdeild í ríkisrekstri, lága skatta. Svo er honum tíðrætt um gamalt slagorð Sjálfstæðisflokksins, Stétt með stétt. Að stéttirnar geti allar átt heima í Sjálfstæðisflokknum,“ segir Eiríkur. Hann á erfitt með að spá fyrir um hver kemur til með að sigra kosningarnar þar sem ekki er vitað hvernig landsfundurinn verður samansettur. Aðildarfélög flokksins fá hvert og eitt ákveðinn fjölda sæta og tilnefna meðlimi sem fá að mæta á fundinn. Úrslitin hljóta að ráðast á því hverja aðildarfélögin tilnefna. Eiríkur segir að ef hann hefði verið spurður fyrir tveimur vikum síðan hvort Bjarni væri valtur í sessi í formannsstóli þá hefði hann svarað þeirri spurningu neitandi. Hlutirnir hafi breyst þegar Bjarni sagði að Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, myndi ekkert endilega víkja úr ríkisstjórn líkt og tilkynnt var þegar ríkisstjórnin var mynduð. Þá töldu einhverjir að Guðlaugur væri sá sem myndi víkja í staðinn fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur. „Auðvitað hlýtur [Bjarni] að teljast sigurstranglegri eðli máls samkvæmt. Hann hefur verið formaður lengi, hefur góð tök á flokknum. Hann var alls ekki valtur í sessi, það voru ekki neinar rísandi óánægjuöldur í kringum hann. Maður hefði haldið það fyrirfram. Þetta er uppgjör, það fer af stað þessi umræða fyrir nokkrum dögum, að hugsanlega sé ráðherrastóll Guðlaugs í hættu,“ segir Eiríkur. Bjarni hefur nú tjáð sig um þessa orðróma og sagt að ráðherrastóll Guðlaugs sé ekki í hættu. Eiríkur bendir þó á að hann hafi ekki leiðrétt neitt þegar orðrómurinn gekk á milli manna.
Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent