„Ekkert annað en eðlilegt og réttlátt“ Árni Sæberg og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 31. október 2022 21:16 Baráttuhugur er í Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Vísir/Vilhelm Efling krefst 167 þúsund króna krónutöluhækkunar allra launa á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í kröfugerð sem félagið hefur afhent Samtökum atvinnulífsins. Þá krefst félagið þrjátíu daga orlofs fyrir alla félagsmenn auk þess sem ræða þurfi af fullri alvöru um styttingu vinnuvikunnar hjá félagsmönnum. Formaður Eflingar telur kröfur þess sanngjarnar og raunsæjar. „Okkur í samninganefnd Eflingar finnst þetta sanngjarnar og raunsæjar kröfur. Við byggjum þarna á fyrirmynd lífskjarasamningsins, förum fram á krónutöluhækkanir. Nálgun okkar ver verka- og láglaunafólk gegn áhrifum verðbólgunnar og tryggir hlutdeild þess í hagvextinum sem vinna þeirra sannarlega skapar. Og vegna þess að við förum fram á krónutöluhækkanir þá spornum við líka gegn launaskriði í efri stigum samfélagsins. Það var algjör einhugur um þessa nálgun,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Hún segir samningsnefndina vera stolta og glaða með kröfugerðina og nálgun hennar vera skynsamlega og rétta. Eflingarfólk snúi hjólum atvinnulífsins „Við höfum fulla trú á því að niðurstaðan verði okkur í hag. Eflingarfólk er ómissandi fólk í íslensku samfélagi. Það er sannarlega vinna þeirra sem keyrir hér hjól atvinnulífsins. Topparnir í þessu samfélagi hafa tekið til sín gríðarlega fjármuni en fyrirtækin skila gríðarlegum hagnaði. Það er ekkert annað en eðlilegt og réttlátt að komið sé til móts við þessar kröfur. Hún segist hafa fulla trú á því að með samstöðu og raunverulegum baráttuvilja Eflingarfólks muni það ná alla leið í komandi kjarabaráttu. Útilokar ekki að ganga til liðs við Ragnar Þór og Vilhjálm Að lokum segist hún ekki útiloka að Efling gangi til liðs við bandalag Landssambands verslunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands. „Ég er í mjög góðum samskiptum við bæði Vilhjálm Birgisson og Ragnar Þór Ingólfsson. Svo verðum við bara að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Efling krefst 167 þúsund króna hækkunar allra launa á þremur árum Efling hefur afhent Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstíma. 31. október 2022 13:16 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
„Okkur í samninganefnd Eflingar finnst þetta sanngjarnar og raunsæjar kröfur. Við byggjum þarna á fyrirmynd lífskjarasamningsins, förum fram á krónutöluhækkanir. Nálgun okkar ver verka- og láglaunafólk gegn áhrifum verðbólgunnar og tryggir hlutdeild þess í hagvextinum sem vinna þeirra sannarlega skapar. Og vegna þess að við förum fram á krónutöluhækkanir þá spornum við líka gegn launaskriði í efri stigum samfélagsins. Það var algjör einhugur um þessa nálgun,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Hún segir samningsnefndina vera stolta og glaða með kröfugerðina og nálgun hennar vera skynsamlega og rétta. Eflingarfólk snúi hjólum atvinnulífsins „Við höfum fulla trú á því að niðurstaðan verði okkur í hag. Eflingarfólk er ómissandi fólk í íslensku samfélagi. Það er sannarlega vinna þeirra sem keyrir hér hjól atvinnulífsins. Topparnir í þessu samfélagi hafa tekið til sín gríðarlega fjármuni en fyrirtækin skila gríðarlegum hagnaði. Það er ekkert annað en eðlilegt og réttlátt að komið sé til móts við þessar kröfur. Hún segist hafa fulla trú á því að með samstöðu og raunverulegum baráttuvilja Eflingarfólks muni það ná alla leið í komandi kjarabaráttu. Útilokar ekki að ganga til liðs við Ragnar Þór og Vilhjálm Að lokum segist hún ekki útiloka að Efling gangi til liðs við bandalag Landssambands verslunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands. „Ég er í mjög góðum samskiptum við bæði Vilhjálm Birgisson og Ragnar Þór Ingólfsson. Svo verðum við bara að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér.
Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Efling krefst 167 þúsund króna hækkunar allra launa á þremur árum Efling hefur afhent Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstíma. 31. október 2022 13:16 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Efling krefst 167 þúsund króna hækkunar allra launa á þremur árum Efling hefur afhent Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstíma. 31. október 2022 13:16