Efling krefst 167 þúsund króna hækkunar allra launa á þremur árum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. október 2022 13:16 Sólveig Anna segir algjöra einingu ríkja um kröfugerðina hjá samninganefnd Eflingarfélaga. Skjáskot/Vísir Efling hefur afhent Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstíma. „Hækkunin verði krónutöluhækkun sem leggist jafnt á öll laun í þrepum, að fyrirmynd Lífskjarasamninganna. Hækkunin tryggir aukinn kaupmátt launa sem eru undir meðallaunum miðað við núverandi verðbólgu og verðbólguspár, auk þess að verja kaupmátt meðallauna,“ segir í tilkynningu frá Eflingu. Í samtali við fréttastofu segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ekki útilokað að Efling gangi í bandalag Landssambands íslenskra verzlunarmanna og Starfsgreinasambandsins í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Enn eigi eftir að taka ákvörðun um slíkt. Í tilkynningunni segir að hækkununum sé meðal annars ætlað að leiðrétta það ástand „að laun verka- og láglaunafólks dugi ekki til framfærslu samkvæmt opinberum viðmiðum“. Enn fremur segir að með hækkununum sé hlutdeild láglaunafólks tryggð og spornað gegn launaskriði í efri lögum samfélagsins. Þá er talað um jákvæðan árangur af krónutöluhækkunum á samningstíma Lífskjarasamningsins. „Áróðursmaskína auðvaldseigenda“ „Líkt og ætíð þegar kjarasamningagerð stendur fyrir dyrum hefur áróðursmaskína auðmagnseigenda hafið störf. Líkt og ætíð er boðskapurinn sá að greiðsla mannsæmandi launa til verkafólks sé stórhættuleg samfélaginu, ef ekki hreinlega brot á náttúrulögmálum. Rykið hefur verið dustað af kreddunni um að laun séu meginorsök verðbólgu,“ segir í kröfugerðinni. „Hljómur þessa málflutnings hefur alltaf verið holur en þó aldrei verið falskari en nú. Verkafólk ber hvorki ábyrgð á stríðsátökum, heimsfaraldri né ákvörðunum fyrirtækja um að hækka vöruverð til neytenda.“ „Verkefni næstu þriggja ára er skýrt í okkar huga. Við ætlum að halda áfram á þeirri braut að ná fram kjarabótum fyrir félagsfólk Eflingar. Það þarf að verja launin okkar gegn verðhækkunum á lífsnauðsynjum og það þarf að vinda ofan af hallarekstri á heimilum láglunafólks. Leið krónutöluhækkana hefur sannað sig sem besta leiðin að þessum markmiðum. Algjör eining var meðal samninganefndar Eflingarfélaga um kröfugerðina,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar. Fyrsti fundur samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er áformaður á föstudag. Tengd skjöl Krofugerd_Eflingar_2022_til_SAPDF217KBSækja skjal Ólga innan Eflingar Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
„Hækkunin verði krónutöluhækkun sem leggist jafnt á öll laun í þrepum, að fyrirmynd Lífskjarasamninganna. Hækkunin tryggir aukinn kaupmátt launa sem eru undir meðallaunum miðað við núverandi verðbólgu og verðbólguspár, auk þess að verja kaupmátt meðallauna,“ segir í tilkynningu frá Eflingu. Í samtali við fréttastofu segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ekki útilokað að Efling gangi í bandalag Landssambands íslenskra verzlunarmanna og Starfsgreinasambandsins í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Enn eigi eftir að taka ákvörðun um slíkt. Í tilkynningunni segir að hækkununum sé meðal annars ætlað að leiðrétta það ástand „að laun verka- og láglaunafólks dugi ekki til framfærslu samkvæmt opinberum viðmiðum“. Enn fremur segir að með hækkununum sé hlutdeild láglaunafólks tryggð og spornað gegn launaskriði í efri lögum samfélagsins. Þá er talað um jákvæðan árangur af krónutöluhækkunum á samningstíma Lífskjarasamningsins. „Áróðursmaskína auðvaldseigenda“ „Líkt og ætíð þegar kjarasamningagerð stendur fyrir dyrum hefur áróðursmaskína auðmagnseigenda hafið störf. Líkt og ætíð er boðskapurinn sá að greiðsla mannsæmandi launa til verkafólks sé stórhættuleg samfélaginu, ef ekki hreinlega brot á náttúrulögmálum. Rykið hefur verið dustað af kreddunni um að laun séu meginorsök verðbólgu,“ segir í kröfugerðinni. „Hljómur þessa málflutnings hefur alltaf verið holur en þó aldrei verið falskari en nú. Verkafólk ber hvorki ábyrgð á stríðsátökum, heimsfaraldri né ákvörðunum fyrirtækja um að hækka vöruverð til neytenda.“ „Verkefni næstu þriggja ára er skýrt í okkar huga. Við ætlum að halda áfram á þeirri braut að ná fram kjarabótum fyrir félagsfólk Eflingar. Það þarf að verja launin okkar gegn verðhækkunum á lífsnauðsynjum og það þarf að vinda ofan af hallarekstri á heimilum láglunafólks. Leið krónutöluhækkana hefur sannað sig sem besta leiðin að þessum markmiðum. Algjör eining var meðal samninganefndar Eflingarfélaga um kröfugerðina,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar. Fyrsti fundur samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er áformaður á föstudag. Tengd skjöl Krofugerd_Eflingar_2022_til_SAPDF217KBSækja skjal
Ólga innan Eflingar Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira