Fótbolti

Urðu að stoppa leikinn þegar loft­varna­flautur fóru að hljóma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Taras Stepanenko er fyrirliði Shakhtar Donetsk og sést hér eftir Meistaradeildarleik á móti Celtic á dögunum.
Taras Stepanenko er fyrirliði Shakhtar Donetsk og sést hér eftir Meistaradeildarleik á móti Celtic á dögunum. Getty/Ross MacDonald

Shakhtar Donetsk spilar heimaleiki sína ekki í Úkraínu heldur í Póllandi vegna innrásar Rússa. Það fara samt fram fótboltaleikir fram í landinu.

Shakhtar Donetsk spilar deildarleiki sína heima fyrir og úkraínska deildin er í gangi þrátt fyrir stríðið.

Það þýðir samt að leikmenn setja sig í hættu með því að mæta á völlinn eins og sást um helgina.

Leikur Shakhtar Donetsk og Oleksandria var stöðvaður þegar loftvarnaflautur fóru að hljóma en leikurinn fór fram í Lviv sem er í vestur Úkraínu.

Shakhtar var 1-0 undir þegar sírenan fór í gang.

Leikmenn komu sér í skjól. „Farið varlega og finnið öruggan stað,“ sagði á Twitter síðu félagsins.

Leikurinn fór aftur í gang eftir einn klukkutíma og fjörutíu mínútna hlé. Lokatölur voru 2-2 jafntefli.

Shakhtar Donetsk spilar Meistaradeildarleik á miðvikudaginn en sá leikur verður spilaður í Varsjá í Póllandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×