„Fyrir okkur er þetta miklu stærra verkefni en fótboltaverslun“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 31. október 2022 07:01 Þórunn María G. Kærnested og Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir. Stöð 2 Nýrri knattspyrnuverslun sem helguð er fótboltakonum er ætlað að breyta viðhorfum í samfélaginu. Hún opnar á þriðjudaginn kemur, 1. nóvember, og er staðsett í Faxafeni 10. Heimavöllurinn byrjaði sem vefverslun árið 2020 en hefur vaxið hratt síðan og mun opna í Faxafeni eftir helgi. „Hugmyndin kemur út frá því að við vorum búnar að vera fjalla um fótbolta inn á Instagram-síðu Heimavallarins og vera með hlaðvarp. Þá sáum við að það var áhugi og það þyrfti bara að búa til efnið,“ segir Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir. Hún byrjaði með hlaðvarpsþættina Heimavöllurinn ásamt Mist Rúnardóttur fyrir fjórum árum síðan og hefur nú fært út kvíarnar. View this post on Instagram A post shared by Heimavöllurinn verslun (@heimavollurinnverslun) Hulda nefnir að árið 2020 hafi hún verið að spyrja stelpur á hinu margrómaða Símamóti hver væri fyrirmynd þeirra og þær nefndu allar stráka sem fyrirmynd. Sara Björk Gunnarsdóttir eftir að hún varð Evrópumeistari árið 2020.VÍSIR/GETTY Skömmu áður hafði Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands og núverandi leikmaður Juventus, unnið Meistaradeild Evrópu með Lyon en þá hafði Hulda fengið spurningar frá foreldrum hvar hægt væri að fá Lyon treyju og af hverju væri ekki meiri varningur til sölu. „Planið hjá okkur var ekki endilega að opna búð en við ákváðum að svara þessari eftirspurn,“ bætti Hulda einnig. Markmiðið er svo ekki að vera eins og hver önnur búð. „Markmiðið okkar var aldrei að opna venjulega fótboltaverslun, þetta er miklu meiri ástríða. Okkur langaði frekar að þetta yrði upplifun fyrir fólk, krakka sérstaklega. Að koma inn og sjá fótboltakonur á veggjunum og treyjur í boði frá öllum liðum,“ sagði Þórunn María meðeigandi en hún hefur síðustu tvö ár ásamt Huldu unnið hörðum höndum að því að gera knattspyrnukonur á öllum aldri sýnilegar á Heimavellinum. View this post on Instagram A post shared by Heimavo llurinn (@heimavollurinn) Árangurinn hefur ekki látið á sér standa „Við sjáum bara í dag að það eru strákar að kaupa treyju merkta Gunnarsdóttir og það er bara geggjað. Í upphafi snerist þetta mikið um að valdefla stelpur og sýna fótboltastelpum að þær geta allt sem þeim dreymir um. Fótboltakona eða ekki, bara hafa fyrirmyndirnar. Svo sjáum við líka bara hvað það skiptir miklu máli fyrir stráka, og öll kyn, að hafa fjölbreyttar fyrirmyndir,“ sagði Hulda. „Fyrir okkur er þetta miklu stærra verkefni en fótboltaverslun. Við ætlum að breyta viðhorfum þannig að fólk labbi hér út og engin/n sé í vafa um að knattspyrnustjörnur geti varið allskonar,“ sagði Hulda Mýrdal, stofnandi og eigandi Heimavallarins að endingu. Í frétt Stöðvar 2 hér að ofan kemur fram að verslunin verði í Fákafeni en hún mun vera í Faxafeni 10. Skoða má úrval búðarinnar á Heimavöllurinn.is. Fótbolti Tengdar fréttir Heimavöllurinn stækkar við sig | Forsala á Lyon-treyju Söru Bjarkar Heimavöllurinn er að færa út kvíarnar og hefur nú opnað sína eigin vefsíðu. Á síðunni er hægt að kaupa treyju Evrópumeistarans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Hægt er að fá áritaða Lyon-treyju frá landsliðsfyrirliðanum þangað til á miðnætti í kvöld. 10. desember 2020 07:01 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira
„Hugmyndin kemur út frá því að við vorum búnar að vera fjalla um fótbolta inn á Instagram-síðu Heimavallarins og vera með hlaðvarp. Þá sáum við að það var áhugi og það þyrfti bara að búa til efnið,“ segir Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir. Hún byrjaði með hlaðvarpsþættina Heimavöllurinn ásamt Mist Rúnardóttur fyrir fjórum árum síðan og hefur nú fært út kvíarnar. View this post on Instagram A post shared by Heimavöllurinn verslun (@heimavollurinnverslun) Hulda nefnir að árið 2020 hafi hún verið að spyrja stelpur á hinu margrómaða Símamóti hver væri fyrirmynd þeirra og þær nefndu allar stráka sem fyrirmynd. Sara Björk Gunnarsdóttir eftir að hún varð Evrópumeistari árið 2020.VÍSIR/GETTY Skömmu áður hafði Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands og núverandi leikmaður Juventus, unnið Meistaradeild Evrópu með Lyon en þá hafði Hulda fengið spurningar frá foreldrum hvar hægt væri að fá Lyon treyju og af hverju væri ekki meiri varningur til sölu. „Planið hjá okkur var ekki endilega að opna búð en við ákváðum að svara þessari eftirspurn,“ bætti Hulda einnig. Markmiðið er svo ekki að vera eins og hver önnur búð. „Markmiðið okkar var aldrei að opna venjulega fótboltaverslun, þetta er miklu meiri ástríða. Okkur langaði frekar að þetta yrði upplifun fyrir fólk, krakka sérstaklega. Að koma inn og sjá fótboltakonur á veggjunum og treyjur í boði frá öllum liðum,“ sagði Þórunn María meðeigandi en hún hefur síðustu tvö ár ásamt Huldu unnið hörðum höndum að því að gera knattspyrnukonur á öllum aldri sýnilegar á Heimavellinum. View this post on Instagram A post shared by Heimavo llurinn (@heimavollurinn) Árangurinn hefur ekki látið á sér standa „Við sjáum bara í dag að það eru strákar að kaupa treyju merkta Gunnarsdóttir og það er bara geggjað. Í upphafi snerist þetta mikið um að valdefla stelpur og sýna fótboltastelpum að þær geta allt sem þeim dreymir um. Fótboltakona eða ekki, bara hafa fyrirmyndirnar. Svo sjáum við líka bara hvað það skiptir miklu máli fyrir stráka, og öll kyn, að hafa fjölbreyttar fyrirmyndir,“ sagði Hulda. „Fyrir okkur er þetta miklu stærra verkefni en fótboltaverslun. Við ætlum að breyta viðhorfum þannig að fólk labbi hér út og engin/n sé í vafa um að knattspyrnustjörnur geti varið allskonar,“ sagði Hulda Mýrdal, stofnandi og eigandi Heimavallarins að endingu. Í frétt Stöðvar 2 hér að ofan kemur fram að verslunin verði í Fákafeni en hún mun vera í Faxafeni 10. Skoða má úrval búðarinnar á Heimavöllurinn.is.
Fótbolti Tengdar fréttir Heimavöllurinn stækkar við sig | Forsala á Lyon-treyju Söru Bjarkar Heimavöllurinn er að færa út kvíarnar og hefur nú opnað sína eigin vefsíðu. Á síðunni er hægt að kaupa treyju Evrópumeistarans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Hægt er að fá áritaða Lyon-treyju frá landsliðsfyrirliðanum þangað til á miðnætti í kvöld. 10. desember 2020 07:01 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira
Heimavöllurinn stækkar við sig | Forsala á Lyon-treyju Söru Bjarkar Heimavöllurinn er að færa út kvíarnar og hefur nú opnað sína eigin vefsíðu. Á síðunni er hægt að kaupa treyju Evrópumeistarans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Hægt er að fá áritaða Lyon-treyju frá landsliðsfyrirliðanum þangað til á miðnætti í kvöld. 10. desember 2020 07:01