„Fyrir okkur er þetta miklu stærra verkefni en fótboltaverslun“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 31. október 2022 07:01 Þórunn María G. Kærnested og Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir. Stöð 2 Nýrri knattspyrnuverslun sem helguð er fótboltakonum er ætlað að breyta viðhorfum í samfélaginu. Hún opnar á þriðjudaginn kemur, 1. nóvember, og er staðsett í Faxafeni 10. Heimavöllurinn byrjaði sem vefverslun árið 2020 en hefur vaxið hratt síðan og mun opna í Faxafeni eftir helgi. „Hugmyndin kemur út frá því að við vorum búnar að vera fjalla um fótbolta inn á Instagram-síðu Heimavallarins og vera með hlaðvarp. Þá sáum við að það var áhugi og það þyrfti bara að búa til efnið,“ segir Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir. Hún byrjaði með hlaðvarpsþættina Heimavöllurinn ásamt Mist Rúnardóttur fyrir fjórum árum síðan og hefur nú fært út kvíarnar. View this post on Instagram A post shared by Heimavöllurinn verslun (@heimavollurinnverslun) Hulda nefnir að árið 2020 hafi hún verið að spyrja stelpur á hinu margrómaða Símamóti hver væri fyrirmynd þeirra og þær nefndu allar stráka sem fyrirmynd. Sara Björk Gunnarsdóttir eftir að hún varð Evrópumeistari árið 2020.VÍSIR/GETTY Skömmu áður hafði Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands og núverandi leikmaður Juventus, unnið Meistaradeild Evrópu með Lyon en þá hafði Hulda fengið spurningar frá foreldrum hvar hægt væri að fá Lyon treyju og af hverju væri ekki meiri varningur til sölu. „Planið hjá okkur var ekki endilega að opna búð en við ákváðum að svara þessari eftirspurn,“ bætti Hulda einnig. Markmiðið er svo ekki að vera eins og hver önnur búð. „Markmiðið okkar var aldrei að opna venjulega fótboltaverslun, þetta er miklu meiri ástríða. Okkur langaði frekar að þetta yrði upplifun fyrir fólk, krakka sérstaklega. Að koma inn og sjá fótboltakonur á veggjunum og treyjur í boði frá öllum liðum,“ sagði Þórunn María meðeigandi en hún hefur síðustu tvö ár ásamt Huldu unnið hörðum höndum að því að gera knattspyrnukonur á öllum aldri sýnilegar á Heimavellinum. View this post on Instagram A post shared by Heimavo llurinn (@heimavollurinn) Árangurinn hefur ekki látið á sér standa „Við sjáum bara í dag að það eru strákar að kaupa treyju merkta Gunnarsdóttir og það er bara geggjað. Í upphafi snerist þetta mikið um að valdefla stelpur og sýna fótboltastelpum að þær geta allt sem þeim dreymir um. Fótboltakona eða ekki, bara hafa fyrirmyndirnar. Svo sjáum við líka bara hvað það skiptir miklu máli fyrir stráka, og öll kyn, að hafa fjölbreyttar fyrirmyndir,“ sagði Hulda. „Fyrir okkur er þetta miklu stærra verkefni en fótboltaverslun. Við ætlum að breyta viðhorfum þannig að fólk labbi hér út og engin/n sé í vafa um að knattspyrnustjörnur geti varið allskonar,“ sagði Hulda Mýrdal, stofnandi og eigandi Heimavallarins að endingu. Í frétt Stöðvar 2 hér að ofan kemur fram að verslunin verði í Fákafeni en hún mun vera í Faxafeni 10. Skoða má úrval búðarinnar á Heimavöllurinn.is. Fótbolti Tengdar fréttir Heimavöllurinn stækkar við sig | Forsala á Lyon-treyju Söru Bjarkar Heimavöllurinn er að færa út kvíarnar og hefur nú opnað sína eigin vefsíðu. Á síðunni er hægt að kaupa treyju Evrópumeistarans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Hægt er að fá áritaða Lyon-treyju frá landsliðsfyrirliðanum þangað til á miðnætti í kvöld. 10. desember 2020 07:01 Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Sjá meira
„Hugmyndin kemur út frá því að við vorum búnar að vera fjalla um fótbolta inn á Instagram-síðu Heimavallarins og vera með hlaðvarp. Þá sáum við að það var áhugi og það þyrfti bara að búa til efnið,“ segir Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir. Hún byrjaði með hlaðvarpsþættina Heimavöllurinn ásamt Mist Rúnardóttur fyrir fjórum árum síðan og hefur nú fært út kvíarnar. View this post on Instagram A post shared by Heimavöllurinn verslun (@heimavollurinnverslun) Hulda nefnir að árið 2020 hafi hún verið að spyrja stelpur á hinu margrómaða Símamóti hver væri fyrirmynd þeirra og þær nefndu allar stráka sem fyrirmynd. Sara Björk Gunnarsdóttir eftir að hún varð Evrópumeistari árið 2020.VÍSIR/GETTY Skömmu áður hafði Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands og núverandi leikmaður Juventus, unnið Meistaradeild Evrópu með Lyon en þá hafði Hulda fengið spurningar frá foreldrum hvar hægt væri að fá Lyon treyju og af hverju væri ekki meiri varningur til sölu. „Planið hjá okkur var ekki endilega að opna búð en við ákváðum að svara þessari eftirspurn,“ bætti Hulda einnig. Markmiðið er svo ekki að vera eins og hver önnur búð. „Markmiðið okkar var aldrei að opna venjulega fótboltaverslun, þetta er miklu meiri ástríða. Okkur langaði frekar að þetta yrði upplifun fyrir fólk, krakka sérstaklega. Að koma inn og sjá fótboltakonur á veggjunum og treyjur í boði frá öllum liðum,“ sagði Þórunn María meðeigandi en hún hefur síðustu tvö ár ásamt Huldu unnið hörðum höndum að því að gera knattspyrnukonur á öllum aldri sýnilegar á Heimavellinum. View this post on Instagram A post shared by Heimavo llurinn (@heimavollurinn) Árangurinn hefur ekki látið á sér standa „Við sjáum bara í dag að það eru strákar að kaupa treyju merkta Gunnarsdóttir og það er bara geggjað. Í upphafi snerist þetta mikið um að valdefla stelpur og sýna fótboltastelpum að þær geta allt sem þeim dreymir um. Fótboltakona eða ekki, bara hafa fyrirmyndirnar. Svo sjáum við líka bara hvað það skiptir miklu máli fyrir stráka, og öll kyn, að hafa fjölbreyttar fyrirmyndir,“ sagði Hulda. „Fyrir okkur er þetta miklu stærra verkefni en fótboltaverslun. Við ætlum að breyta viðhorfum þannig að fólk labbi hér út og engin/n sé í vafa um að knattspyrnustjörnur geti varið allskonar,“ sagði Hulda Mýrdal, stofnandi og eigandi Heimavallarins að endingu. Í frétt Stöðvar 2 hér að ofan kemur fram að verslunin verði í Fákafeni en hún mun vera í Faxafeni 10. Skoða má úrval búðarinnar á Heimavöllurinn.is.
Fótbolti Tengdar fréttir Heimavöllurinn stækkar við sig | Forsala á Lyon-treyju Söru Bjarkar Heimavöllurinn er að færa út kvíarnar og hefur nú opnað sína eigin vefsíðu. Á síðunni er hægt að kaupa treyju Evrópumeistarans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Hægt er að fá áritaða Lyon-treyju frá landsliðsfyrirliðanum þangað til á miðnætti í kvöld. 10. desember 2020 07:01 Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Sjá meira
Heimavöllurinn stækkar við sig | Forsala á Lyon-treyju Söru Bjarkar Heimavöllurinn er að færa út kvíarnar og hefur nú opnað sína eigin vefsíðu. Á síðunni er hægt að kaupa treyju Evrópumeistarans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Hægt er að fá áritaða Lyon-treyju frá landsliðsfyrirliðanum þangað til á miðnætti í kvöld. 10. desember 2020 07:01