Heimavöllurinn stækkar við sig | Forsala á Lyon-treyju Söru Bjarkar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2020 07:01 Sara Björk fagnar Evrópumeistaratitlinum með Lyon til vinstri á meðan stofnendur Heimavallarins, þær Hulda Mýrdal og Mist Rúnarsdóttir eru hér á hægri hönd. Hulda hefur ákveðið að blása til sóknar og opna vefsíðu. Vísir/Heimavöllurinn Heimavöllurinn er að færa út kvíarnar og hefur nú opnað sína eigin vefsíðu. Á síðunni er hægt að kaupa treyju Evrópumeistarans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Hægt er að fá áritaða Lyon-treyju frá landsliðsfyrirliðanum þangað til á miðnætti í kvöld. Heimavöllurinn var upphaflega hlaðvarp og í kjölfarið Instagram-síða sem einblíndi á kvennaknattspyrnu. Eftir rúm tvö ár hefur vefsíðu verið bætt í flóruna. Hulda Mýrdal, annar af stofnendum Heimavallarsins, hefur nú ákveðið að blása enn frekar til sóknar og opnaði á dögunum vefsíðu Heimavallarins. Á síðunni er hægt að fjárfesta í áritaðri treyju af Evrópumeistaranum og landsliðsfyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur. Það er ef treyjan er keypt í forsölu, henni lýkur á miðnætti í kvöld. https://t.co/XmUy3Cylfw - Forsölu lýkur á miðnætti 10.des- tryggðu þér treyju - Getur valið að fá áritun frá Evrópumeistaranum Söru Björk Vertu fyrirmynd og breyttu leiknum á þínu heimili! #fotboltinet #dottir pic.twitter.com/PEFZP3cori— Hulda Mýrdal (@huldamyrdal) December 9, 2020 Þegar fram líða stundir verður svo fleiri möguleikar í boði. Stefnt er að því að bjóða uppá Rosengård-treyjur en landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur náð frábærum árangri með liðinu undanfarin ár. Sem stendur er ekki hægt að fá slíka treyju á Íslandi. Hér er Glódís Perla aðeins tekin sem dæmi en Ingibjörg Sigurðardóttir hefur átt frábært fyrsta tímabil með Vålerenga og varð á dögunum Noregsmeistari. Íslendinganýlendan í Kristianstad í Svíþjóð er einnig gott dæmi um stað þar sem íslenskar knattspyrnukonur - og Elísabet Guðmundsdóttir, þjálfari - hafa átt góðu gengi að fagna. Hugmyndin er að hægt verði að bjóða ungum knattspyrnustúlkum – og drengjum – upp á fleiri fyrirmyndir en nú eru til staðar. Tillsammans mot cancer pic.twitter.com/ALJiRnrZO4— Glódís Viggósdóttir (@glodisperla) October 1, 2020 Pernille Harder varð í sumar dýrasti leikmaður heims í kvennaknattspyrnu er Chelsea keypti hana frá þýska liðinu Wolfsburg þar sem hún lék með Söru Björk Gunnarsdóttur. Harder segir að með aukinni umfjöllun undanfarin ár geti stelpur sem æfa fótbolta nú horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og félaga. Breytum leiknum „Breytum leiknum“ er hugtak sem handknattleikssamband Íslands fór af stað með í haust. Hugmyndin er að breyta gömlum og úreltum viðhorfum innan íþróttahreyfingarinnar gagnvart ungum stúlkum. „Markmið átaksins er að skapa heim þar sem stelpur eru sjáanlegar í íþróttasamfélaginu og eiga sér sterkar og mikilvægar fyrirmyndir,“ segir á vefsíðu átaksins. Hulda Mýrdal tekur í sama streng og hvetur foreldra til að gera slíkt hið sama og breyta leiknum á eigin heimili. „Ég hvet fólk til að fylgjast með Heimavellinum. Hlusta á hlaðvarpið, skoða Instagram-síðuna eða skoða vefinn. Það er fullt af nýjum vörum væntanlegar í næstu viku og nóg framundan. Saman getum við eflt sýnileika þeirra frábæru knattspyrnukvenna sem við eigum. Það er kominn tími til að þær fái sviðsljósið, þær hafa svo sannarlega unnið fyrir því,“ sagði Hulda í stuttu spjalli við Vísis. Heimavöllurinn hefur verið í stöðugri uppsveiflu frá því hann var settur á laggirnar fyrir tveimur árum. Betur má ef duga skal, stefna þær Hulda og Mist enn lengra á komandi misserum. Hér að neðan má finna tengla á vef Heimavallarins, Instagram-síðu þeirra sem og hlaðvarpið. Heimavöllurinn.is Instagram Hlaðvarp Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi Sjá meira
Heimavöllurinn var upphaflega hlaðvarp og í kjölfarið Instagram-síða sem einblíndi á kvennaknattspyrnu. Eftir rúm tvö ár hefur vefsíðu verið bætt í flóruna. Hulda Mýrdal, annar af stofnendum Heimavallarsins, hefur nú ákveðið að blása enn frekar til sóknar og opnaði á dögunum vefsíðu Heimavallarins. Á síðunni er hægt að fjárfesta í áritaðri treyju af Evrópumeistaranum og landsliðsfyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur. Það er ef treyjan er keypt í forsölu, henni lýkur á miðnætti í kvöld. https://t.co/XmUy3Cylfw - Forsölu lýkur á miðnætti 10.des- tryggðu þér treyju - Getur valið að fá áritun frá Evrópumeistaranum Söru Björk Vertu fyrirmynd og breyttu leiknum á þínu heimili! #fotboltinet #dottir pic.twitter.com/PEFZP3cori— Hulda Mýrdal (@huldamyrdal) December 9, 2020 Þegar fram líða stundir verður svo fleiri möguleikar í boði. Stefnt er að því að bjóða uppá Rosengård-treyjur en landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur náð frábærum árangri með liðinu undanfarin ár. Sem stendur er ekki hægt að fá slíka treyju á Íslandi. Hér er Glódís Perla aðeins tekin sem dæmi en Ingibjörg Sigurðardóttir hefur átt frábært fyrsta tímabil með Vålerenga og varð á dögunum Noregsmeistari. Íslendinganýlendan í Kristianstad í Svíþjóð er einnig gott dæmi um stað þar sem íslenskar knattspyrnukonur - og Elísabet Guðmundsdóttir, þjálfari - hafa átt góðu gengi að fagna. Hugmyndin er að hægt verði að bjóða ungum knattspyrnustúlkum – og drengjum – upp á fleiri fyrirmyndir en nú eru til staðar. Tillsammans mot cancer pic.twitter.com/ALJiRnrZO4— Glódís Viggósdóttir (@glodisperla) October 1, 2020 Pernille Harder varð í sumar dýrasti leikmaður heims í kvennaknattspyrnu er Chelsea keypti hana frá þýska liðinu Wolfsburg þar sem hún lék með Söru Björk Gunnarsdóttur. Harder segir að með aukinni umfjöllun undanfarin ár geti stelpur sem æfa fótbolta nú horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og félaga. Breytum leiknum „Breytum leiknum“ er hugtak sem handknattleikssamband Íslands fór af stað með í haust. Hugmyndin er að breyta gömlum og úreltum viðhorfum innan íþróttahreyfingarinnar gagnvart ungum stúlkum. „Markmið átaksins er að skapa heim þar sem stelpur eru sjáanlegar í íþróttasamfélaginu og eiga sér sterkar og mikilvægar fyrirmyndir,“ segir á vefsíðu átaksins. Hulda Mýrdal tekur í sama streng og hvetur foreldra til að gera slíkt hið sama og breyta leiknum á eigin heimili. „Ég hvet fólk til að fylgjast með Heimavellinum. Hlusta á hlaðvarpið, skoða Instagram-síðuna eða skoða vefinn. Það er fullt af nýjum vörum væntanlegar í næstu viku og nóg framundan. Saman getum við eflt sýnileika þeirra frábæru knattspyrnukvenna sem við eigum. Það er kominn tími til að þær fái sviðsljósið, þær hafa svo sannarlega unnið fyrir því,“ sagði Hulda í stuttu spjalli við Vísis. Heimavöllurinn hefur verið í stöðugri uppsveiflu frá því hann var settur á laggirnar fyrir tveimur árum. Betur má ef duga skal, stefna þær Hulda og Mist enn lengra á komandi misserum. Hér að neðan má finna tengla á vef Heimavallarins, Instagram-síðu þeirra sem og hlaðvarpið. Heimavöllurinn.is Instagram Hlaðvarp
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi Sjá meira