Hafði með sér frekari tól við árásina auk hamarsins Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 30. október 2022 20:15 Hér má sjá Pelosi hjónin saman á góðri stundu. Getty/The Washington Post Maðurinn sem réðst inn á heimili Pelosi hjóna í San Fransisco er sagður hafa haft með sér dragbönd (e. zip ties) og límband, auk hamarsins sem hann réðst að hinum 82 ára Paul Pelosi með. Ráðist var inn á heimili Pelosi hjóna aðfaranótt 28. október síðastliðinn en Nancy Pelosi var ekki heima. Nancy er forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og Paul eiginmaður hennar. Hann er sagður hafa verið einn á heimili þeirra þegar árásin átti sér stað. Við árásina er Paul sagður hafa særst á höfði og líkama en sloppið við og muni að öllum líkindum ná sér að fullu. Hann hafi náð að hringja á neyðarlínuna fremur fljótt og gert viðbragðsaðilum ljóst að hann þyrfti á hjálp að halda. Bandarískir miðlar hafa greint frá því að árásarmaðurinn hafi öskrað: „Hvar er Nancy“ þegar hann réðst á eiginmann hennar. Samkvæmt heimildum CNN hafði árásarmaðurinn með sér dragbönd (e. zip ties) og límband auk hamarsins sem notaður á að hafa verið við árásina. Hann var handtekinn á vettvangi og á yfir höfði sér ákæru vegna tilraunar til manndráps og árás með banvænu vopni ásamt fleiru. Ekki er ljóst að svo stöddu hvort manninum hafi tekist að komast hjá öryggiskerfi heimilisins eða ekki en hann á að hafa komist inn í hús hjónanna í gegnum bakdyrahurð klukkan 02:27 um nótt á staðartíma. Þess má geta að þingmenn hafa beðið um aukna öryggisþjónustu við heimili sín í ljósi fjölgunar hótana í þeirra garð. Í fyrra rannsakaði þinglögreglan, sem sér um öryggisgæslu þingmanna, 9.600 hótanir í þeirra garð. Bandaríkin Tengdar fréttir Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01 Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu. 28. október 2022 13:23 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Ráðist var inn á heimili Pelosi hjóna aðfaranótt 28. október síðastliðinn en Nancy Pelosi var ekki heima. Nancy er forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og Paul eiginmaður hennar. Hann er sagður hafa verið einn á heimili þeirra þegar árásin átti sér stað. Við árásina er Paul sagður hafa særst á höfði og líkama en sloppið við og muni að öllum líkindum ná sér að fullu. Hann hafi náð að hringja á neyðarlínuna fremur fljótt og gert viðbragðsaðilum ljóst að hann þyrfti á hjálp að halda. Bandarískir miðlar hafa greint frá því að árásarmaðurinn hafi öskrað: „Hvar er Nancy“ þegar hann réðst á eiginmann hennar. Samkvæmt heimildum CNN hafði árásarmaðurinn með sér dragbönd (e. zip ties) og límband auk hamarsins sem notaður á að hafa verið við árásina. Hann var handtekinn á vettvangi og á yfir höfði sér ákæru vegna tilraunar til manndráps og árás með banvænu vopni ásamt fleiru. Ekki er ljóst að svo stöddu hvort manninum hafi tekist að komast hjá öryggiskerfi heimilisins eða ekki en hann á að hafa komist inn í hús hjónanna í gegnum bakdyrahurð klukkan 02:27 um nótt á staðartíma. Þess má geta að þingmenn hafa beðið um aukna öryggisþjónustu við heimili sín í ljósi fjölgunar hótana í þeirra garð. Í fyrra rannsakaði þinglögreglan, sem sér um öryggisgæslu þingmanna, 9.600 hótanir í þeirra garð.
Bandaríkin Tengdar fréttir Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01 Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu. 28. október 2022 13:23 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01
Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu. 28. október 2022 13:23