Fótbolti

Val­geir Lund­dal lagði upp þegar Häcken tryggði sér titilinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valgeir Lunddal og liðsfélagar fögnuðu vel og innilega í leikslok.
Valgeir Lunddal og liðsfélagar fögnuðu vel og innilega í leikslok. Twitter@bkhackenofcl

Valgeir Lunddal Friðriksson og liðsfélagar hans í Häcken eru sænskir meistarar eftir 4-0 stórsigur á Gautaborg í dag.

Það var vitað að það þyrfti mikið að ganga á til að Häcken myndi missa af titlinum en nú er hann endanlega kominn í hús. Valgeir Lunddal lék allan leikinn í hægri bakverði og lagði upp þriðja mark Häcken þegar rúmur hálftími var liðinni af leiknum. 

Staðan var 3-0 í hálfleik og fagnaðarlætin svo gott sem byrjuð áður en síðari hálfleikurinn var flautaður á. Fjórða markið kom undir lok leiks og verður að segjast að liðið er verðskuldaður meistari.

Häcken er með 63 stig en á enn einn leik eftir og getur því endað með 66 stig. Djurgården er í 2. sæti með 54 stig en liðið á tvo leiki eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×