Fótbolti

Hlé gert á leik í Úkraínu eftir að sírenur fóru í gang

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Oleksandr Zubkov og félagar hans í úkraínska meistaraliðinu Shaktar Donetsk þurftu að flýja inn í klefa þegar síranur fóru í gang.
Oleksandr Zubkov og félagar hans í úkraínska meistaraliðinu Shaktar Donetsk þurftu að flýja inn í klefa þegar síranur fóru í gang. Ross MacDonald/SNS Group via Getty Images

Gera þurfti hlé á leik Oleksandria og Shaktar Donetsk í úkraínsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær eftir að sírenur sem vara fólk við loftárásum fóru í gang.

Heimamenn í Oleksandria höfðu 1-0 forystu þegar leikmenn liðanna þurftu að flýta sér inn til búningsherbergja.

Ákvörðun um að halda áfram með úkraínsku deildirnar í fótbolta var tekin á dögunum, þrátt fyrir þá yfirvofandi hættu sem stafar af stríðinu við Rússa sem nú geisar yfir þar í landi.

Leikurinn hélt að lokum áfram eftir um klukkutíma hlé, en honum lauk með 2-2 jafntefli. Úkraínsku meistararnir í Shakhtar Donetsk sitja nú í öðru sæti deildarinnar með 20 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.