„Þurfum að fá fleiri konur inn til þess að gæta hagsmuna ungra kvenna og stúlkna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. október 2022 23:31 Rakel Logadóttir og Inga Lára Jónsdóttir eru í hagsmunasamtökum knattspyrnukvenna. Vísir/Stöð 2 Sport Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna stóðu í dag fyrir málstofu undir yfirskriftinni "Framtíðin er kvenna en við erum hins vegar föst í núinu!". Málstofunni er ætlað að stuðla að fjölgun kvenna í stjórnum knattspyrnudeilda hér á landi. „Þetta þýðir að við erum bara í núinu og við erum svolítið föst þar,“ sagði Rakel Logadóttir í samtali við Stöð 2 í dag. „Við erum að skoða kynjaskiptingu í stjórnum knattspyrnufélaga á Íslandi og við erum svolítið föst í því að meirihlutinn eru karlmenn í stjórnunum. Við erum kannski svolítið föst þar, en framtíðin er kvenna. Það þýðir bara að við þurfum að fá fleiri konur inn til þess að gæta hagsmuna ungra kvenna og stúlkna.“ Konur séu tilbúnar að bjóða sig fram, en félögin þurfi að leita oftar til þeirra Þeirri tuggu á til að vera kastað fram að konur þurfi einfaldlega að vera duglegri að bjóða sig fram í stjórnir hjá félögunum. Það getur hins vegar reynst erfitt þegar tækifærin eru af skornum skammti. „Ég held að konur séu alveg tilbúnar að bjóða sig fram í stjórnir knattspyrnufélaga. Ég held líka að það sé kannski ekki leitað mikið til þeirra,“ segir Inga Lára Jónsdóttir. „Það er oft talað um að þær hafi ekki tíma, en ég held að það séu konur þarna úti sem hafa áhuga og ég held að félögin þurfi líka að vera duglegri að leita til þeirra. Þetta er svolítið vaninn að svona gerum við þetta og svona höfum við gert þetta. Þannig ég held að það sé bara spurning um að horfa aðeins í kringum sig og fara út fyrir boxið.“ Rakel er sammála Ingu og bætir við að viðhorfsbreyting þurfi að eiga sér stað. Getum gert betur þó staðan sé betri nú en áður En er þetta til marks um að staðan fari versnandi eða eru konur duglegri að láta í sér heyra þegar aðstæður eru ekki nógu góðar? „Ég held að sé vegna þess að konur séu duglegri að láta í sér heyra,“ sagði Rakel. „Þetta tekur alltaf skref fram á við. Við vorum sjálfar í knattspyrnu fyrir kannski 15-20 árum og þá var þetta mun verra. Þannig að við erum komin mun lengra en við vorum þá og við getum alltaf gert betur,“ bætti Inga við að lokum. Klippa: 'Framtíðin er kvenna en við erum hins vegar föst í núinu!' Fótbolti Tengdar fréttir Bein útsending: Framtíðin er kvenna en við erum hins vegar föst í núinu! Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna standa fyrir málstofuum framtíð knattspyrnu kvenna í dag þar sem staða kvennaknattspyrnunnar verður rædd ásamt framgangi og þróun íþróttarinnar hér á landi. 27. október 2022 17:01 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
„Þetta þýðir að við erum bara í núinu og við erum svolítið föst þar,“ sagði Rakel Logadóttir í samtali við Stöð 2 í dag. „Við erum að skoða kynjaskiptingu í stjórnum knattspyrnufélaga á Íslandi og við erum svolítið föst í því að meirihlutinn eru karlmenn í stjórnunum. Við erum kannski svolítið föst þar, en framtíðin er kvenna. Það þýðir bara að við þurfum að fá fleiri konur inn til þess að gæta hagsmuna ungra kvenna og stúlkna.“ Konur séu tilbúnar að bjóða sig fram, en félögin þurfi að leita oftar til þeirra Þeirri tuggu á til að vera kastað fram að konur þurfi einfaldlega að vera duglegri að bjóða sig fram í stjórnir hjá félögunum. Það getur hins vegar reynst erfitt þegar tækifærin eru af skornum skammti. „Ég held að konur séu alveg tilbúnar að bjóða sig fram í stjórnir knattspyrnufélaga. Ég held líka að það sé kannski ekki leitað mikið til þeirra,“ segir Inga Lára Jónsdóttir. „Það er oft talað um að þær hafi ekki tíma, en ég held að það séu konur þarna úti sem hafa áhuga og ég held að félögin þurfi líka að vera duglegri að leita til þeirra. Þetta er svolítið vaninn að svona gerum við þetta og svona höfum við gert þetta. Þannig ég held að það sé bara spurning um að horfa aðeins í kringum sig og fara út fyrir boxið.“ Rakel er sammála Ingu og bætir við að viðhorfsbreyting þurfi að eiga sér stað. Getum gert betur þó staðan sé betri nú en áður En er þetta til marks um að staðan fari versnandi eða eru konur duglegri að láta í sér heyra þegar aðstæður eru ekki nógu góðar? „Ég held að sé vegna þess að konur séu duglegri að láta í sér heyra,“ sagði Rakel. „Þetta tekur alltaf skref fram á við. Við vorum sjálfar í knattspyrnu fyrir kannski 15-20 árum og þá var þetta mun verra. Þannig að við erum komin mun lengra en við vorum þá og við getum alltaf gert betur,“ bætti Inga við að lokum. Klippa: 'Framtíðin er kvenna en við erum hins vegar föst í núinu!'
Fótbolti Tengdar fréttir Bein útsending: Framtíðin er kvenna en við erum hins vegar föst í núinu! Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna standa fyrir málstofuum framtíð knattspyrnu kvenna í dag þar sem staða kvennaknattspyrnunnar verður rædd ásamt framgangi og þróun íþróttarinnar hér á landi. 27. október 2022 17:01 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Bein útsending: Framtíðin er kvenna en við erum hins vegar föst í núinu! Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna standa fyrir málstofuum framtíð knattspyrnu kvenna í dag þar sem staða kvennaknattspyrnunnar verður rædd ásamt framgangi og þróun íþróttarinnar hér á landi. 27. október 2022 17:01