„Þurfum að fá fleiri konur inn til þess að gæta hagsmuna ungra kvenna og stúlkna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. október 2022 23:31 Rakel Logadóttir og Inga Lára Jónsdóttir eru í hagsmunasamtökum knattspyrnukvenna. Vísir/Stöð 2 Sport Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna stóðu í dag fyrir málstofu undir yfirskriftinni "Framtíðin er kvenna en við erum hins vegar föst í núinu!". Málstofunni er ætlað að stuðla að fjölgun kvenna í stjórnum knattspyrnudeilda hér á landi. „Þetta þýðir að við erum bara í núinu og við erum svolítið föst þar,“ sagði Rakel Logadóttir í samtali við Stöð 2 í dag. „Við erum að skoða kynjaskiptingu í stjórnum knattspyrnufélaga á Íslandi og við erum svolítið föst í því að meirihlutinn eru karlmenn í stjórnunum. Við erum kannski svolítið föst þar, en framtíðin er kvenna. Það þýðir bara að við þurfum að fá fleiri konur inn til þess að gæta hagsmuna ungra kvenna og stúlkna.“ Konur séu tilbúnar að bjóða sig fram, en félögin þurfi að leita oftar til þeirra Þeirri tuggu á til að vera kastað fram að konur þurfi einfaldlega að vera duglegri að bjóða sig fram í stjórnir hjá félögunum. Það getur hins vegar reynst erfitt þegar tækifærin eru af skornum skammti. „Ég held að konur séu alveg tilbúnar að bjóða sig fram í stjórnir knattspyrnufélaga. Ég held líka að það sé kannski ekki leitað mikið til þeirra,“ segir Inga Lára Jónsdóttir. „Það er oft talað um að þær hafi ekki tíma, en ég held að það séu konur þarna úti sem hafa áhuga og ég held að félögin þurfi líka að vera duglegri að leita til þeirra. Þetta er svolítið vaninn að svona gerum við þetta og svona höfum við gert þetta. Þannig ég held að það sé bara spurning um að horfa aðeins í kringum sig og fara út fyrir boxið.“ Rakel er sammála Ingu og bætir við að viðhorfsbreyting þurfi að eiga sér stað. Getum gert betur þó staðan sé betri nú en áður En er þetta til marks um að staðan fari versnandi eða eru konur duglegri að láta í sér heyra þegar aðstæður eru ekki nógu góðar? „Ég held að sé vegna þess að konur séu duglegri að láta í sér heyra,“ sagði Rakel. „Þetta tekur alltaf skref fram á við. Við vorum sjálfar í knattspyrnu fyrir kannski 15-20 árum og þá var þetta mun verra. Þannig að við erum komin mun lengra en við vorum þá og við getum alltaf gert betur,“ bætti Inga við að lokum. Klippa: 'Framtíðin er kvenna en við erum hins vegar föst í núinu!' Fótbolti Tengdar fréttir Bein útsending: Framtíðin er kvenna en við erum hins vegar föst í núinu! Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna standa fyrir málstofuum framtíð knattspyrnu kvenna í dag þar sem staða kvennaknattspyrnunnar verður rædd ásamt framgangi og þróun íþróttarinnar hér á landi. 27. október 2022 17:01 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
„Þetta þýðir að við erum bara í núinu og við erum svolítið föst þar,“ sagði Rakel Logadóttir í samtali við Stöð 2 í dag. „Við erum að skoða kynjaskiptingu í stjórnum knattspyrnufélaga á Íslandi og við erum svolítið föst í því að meirihlutinn eru karlmenn í stjórnunum. Við erum kannski svolítið föst þar, en framtíðin er kvenna. Það þýðir bara að við þurfum að fá fleiri konur inn til þess að gæta hagsmuna ungra kvenna og stúlkna.“ Konur séu tilbúnar að bjóða sig fram, en félögin þurfi að leita oftar til þeirra Þeirri tuggu á til að vera kastað fram að konur þurfi einfaldlega að vera duglegri að bjóða sig fram í stjórnir hjá félögunum. Það getur hins vegar reynst erfitt þegar tækifærin eru af skornum skammti. „Ég held að konur séu alveg tilbúnar að bjóða sig fram í stjórnir knattspyrnufélaga. Ég held líka að það sé kannski ekki leitað mikið til þeirra,“ segir Inga Lára Jónsdóttir. „Það er oft talað um að þær hafi ekki tíma, en ég held að það séu konur þarna úti sem hafa áhuga og ég held að félögin þurfi líka að vera duglegri að leita til þeirra. Þetta er svolítið vaninn að svona gerum við þetta og svona höfum við gert þetta. Þannig ég held að það sé bara spurning um að horfa aðeins í kringum sig og fara út fyrir boxið.“ Rakel er sammála Ingu og bætir við að viðhorfsbreyting þurfi að eiga sér stað. Getum gert betur þó staðan sé betri nú en áður En er þetta til marks um að staðan fari versnandi eða eru konur duglegri að láta í sér heyra þegar aðstæður eru ekki nógu góðar? „Ég held að sé vegna þess að konur séu duglegri að láta í sér heyra,“ sagði Rakel. „Þetta tekur alltaf skref fram á við. Við vorum sjálfar í knattspyrnu fyrir kannski 15-20 árum og þá var þetta mun verra. Þannig að við erum komin mun lengra en við vorum þá og við getum alltaf gert betur,“ bætti Inga við að lokum. Klippa: 'Framtíðin er kvenna en við erum hins vegar föst í núinu!'
Fótbolti Tengdar fréttir Bein útsending: Framtíðin er kvenna en við erum hins vegar föst í núinu! Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna standa fyrir málstofuum framtíð knattspyrnu kvenna í dag þar sem staða kvennaknattspyrnunnar verður rædd ásamt framgangi og þróun íþróttarinnar hér á landi. 27. október 2022 17:01 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Bein útsending: Framtíðin er kvenna en við erum hins vegar föst í núinu! Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna standa fyrir málstofuum framtíð knattspyrnu kvenna í dag þar sem staða kvennaknattspyrnunnar verður rædd ásamt framgangi og þróun íþróttarinnar hér á landi. 27. október 2022 17:01