„Þurfum að fá fleiri konur inn til þess að gæta hagsmuna ungra kvenna og stúlkna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. október 2022 23:31 Rakel Logadóttir og Inga Lára Jónsdóttir eru í hagsmunasamtökum knattspyrnukvenna. Vísir/Stöð 2 Sport Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna stóðu í dag fyrir málstofu undir yfirskriftinni "Framtíðin er kvenna en við erum hins vegar föst í núinu!". Málstofunni er ætlað að stuðla að fjölgun kvenna í stjórnum knattspyrnudeilda hér á landi. „Þetta þýðir að við erum bara í núinu og við erum svolítið föst þar,“ sagði Rakel Logadóttir í samtali við Stöð 2 í dag. „Við erum að skoða kynjaskiptingu í stjórnum knattspyrnufélaga á Íslandi og við erum svolítið föst í því að meirihlutinn eru karlmenn í stjórnunum. Við erum kannski svolítið föst þar, en framtíðin er kvenna. Það þýðir bara að við þurfum að fá fleiri konur inn til þess að gæta hagsmuna ungra kvenna og stúlkna.“ Konur séu tilbúnar að bjóða sig fram, en félögin þurfi að leita oftar til þeirra Þeirri tuggu á til að vera kastað fram að konur þurfi einfaldlega að vera duglegri að bjóða sig fram í stjórnir hjá félögunum. Það getur hins vegar reynst erfitt þegar tækifærin eru af skornum skammti. „Ég held að konur séu alveg tilbúnar að bjóða sig fram í stjórnir knattspyrnufélaga. Ég held líka að það sé kannski ekki leitað mikið til þeirra,“ segir Inga Lára Jónsdóttir. „Það er oft talað um að þær hafi ekki tíma, en ég held að það séu konur þarna úti sem hafa áhuga og ég held að félögin þurfi líka að vera duglegri að leita til þeirra. Þetta er svolítið vaninn að svona gerum við þetta og svona höfum við gert þetta. Þannig ég held að það sé bara spurning um að horfa aðeins í kringum sig og fara út fyrir boxið.“ Rakel er sammála Ingu og bætir við að viðhorfsbreyting þurfi að eiga sér stað. Getum gert betur þó staðan sé betri nú en áður En er þetta til marks um að staðan fari versnandi eða eru konur duglegri að láta í sér heyra þegar aðstæður eru ekki nógu góðar? „Ég held að sé vegna þess að konur séu duglegri að láta í sér heyra,“ sagði Rakel. „Þetta tekur alltaf skref fram á við. Við vorum sjálfar í knattspyrnu fyrir kannski 15-20 árum og þá var þetta mun verra. Þannig að við erum komin mun lengra en við vorum þá og við getum alltaf gert betur,“ bætti Inga við að lokum. Klippa: 'Framtíðin er kvenna en við erum hins vegar föst í núinu!' Fótbolti Tengdar fréttir Bein útsending: Framtíðin er kvenna en við erum hins vegar föst í núinu! Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna standa fyrir málstofuum framtíð knattspyrnu kvenna í dag þar sem staða kvennaknattspyrnunnar verður rædd ásamt framgangi og þróun íþróttarinnar hér á landi. 27. október 2022 17:01 Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
„Þetta þýðir að við erum bara í núinu og við erum svolítið föst þar,“ sagði Rakel Logadóttir í samtali við Stöð 2 í dag. „Við erum að skoða kynjaskiptingu í stjórnum knattspyrnufélaga á Íslandi og við erum svolítið föst í því að meirihlutinn eru karlmenn í stjórnunum. Við erum kannski svolítið föst þar, en framtíðin er kvenna. Það þýðir bara að við þurfum að fá fleiri konur inn til þess að gæta hagsmuna ungra kvenna og stúlkna.“ Konur séu tilbúnar að bjóða sig fram, en félögin þurfi að leita oftar til þeirra Þeirri tuggu á til að vera kastað fram að konur þurfi einfaldlega að vera duglegri að bjóða sig fram í stjórnir hjá félögunum. Það getur hins vegar reynst erfitt þegar tækifærin eru af skornum skammti. „Ég held að konur séu alveg tilbúnar að bjóða sig fram í stjórnir knattspyrnufélaga. Ég held líka að það sé kannski ekki leitað mikið til þeirra,“ segir Inga Lára Jónsdóttir. „Það er oft talað um að þær hafi ekki tíma, en ég held að það séu konur þarna úti sem hafa áhuga og ég held að félögin þurfi líka að vera duglegri að leita til þeirra. Þetta er svolítið vaninn að svona gerum við þetta og svona höfum við gert þetta. Þannig ég held að það sé bara spurning um að horfa aðeins í kringum sig og fara út fyrir boxið.“ Rakel er sammála Ingu og bætir við að viðhorfsbreyting þurfi að eiga sér stað. Getum gert betur þó staðan sé betri nú en áður En er þetta til marks um að staðan fari versnandi eða eru konur duglegri að láta í sér heyra þegar aðstæður eru ekki nógu góðar? „Ég held að sé vegna þess að konur séu duglegri að láta í sér heyra,“ sagði Rakel. „Þetta tekur alltaf skref fram á við. Við vorum sjálfar í knattspyrnu fyrir kannski 15-20 árum og þá var þetta mun verra. Þannig að við erum komin mun lengra en við vorum þá og við getum alltaf gert betur,“ bætti Inga við að lokum. Klippa: 'Framtíðin er kvenna en við erum hins vegar föst í núinu!'
Fótbolti Tengdar fréttir Bein útsending: Framtíðin er kvenna en við erum hins vegar föst í núinu! Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna standa fyrir málstofuum framtíð knattspyrnu kvenna í dag þar sem staða kvennaknattspyrnunnar verður rædd ásamt framgangi og þróun íþróttarinnar hér á landi. 27. október 2022 17:01 Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Bein útsending: Framtíðin er kvenna en við erum hins vegar föst í núinu! Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna standa fyrir málstofuum framtíð knattspyrnu kvenna í dag þar sem staða kvennaknattspyrnunnar verður rædd ásamt framgangi og þróun íþróttarinnar hér á landi. 27. október 2022 17:01