Erlent

Fannst látin í lendingar­búnaði flug­vélar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Líkið fannst í lendingarbúnaðsrými flugvélar Lufthansa.
Líkið fannst í lendingarbúnaðsrými flugvélar Lufthansa. Vísir/AFP

Starfsmenn Lufthansa fundu lík í lendingarbúnaðsrými flugvélar flugfélagsins eftir lendingu í Frankfurt. Flugvélin hafði verið að fljúga frá Teheran, höfuðborg Íran.

Fjórir tímar höfðu liðið frá því að vélin lenti í Frankfurt þar til líkið fannst. Í grein þýska miðilsins Hessenschau segir að lögreglan í Frankfurt hafi ekki viljað tjá sig frekar um málið. Ekki er vitað hversu lengi manneskjan hafði verið í vélinni þegar flugferðin hófst. 

Flugtíminn á milli Teheran og Frankfurt eru fimm klukkutímar og 35 mínútur. Ástandið í Íran er alvarlegt þessa stundina en mikið hefur verið um mótmæli á götum borga landsins. Þar mótmæla íbúar hörðum lögum um klæðaburð kvenna en nýlega lést hin 22 ára gamla Mahsa Amini í haldi lögreglunnar þar í landi. Hún hafði verið handtekinn fyrir að klæðast ekki slæðu á almannafæri. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×