Alvarlegt að jaðarsetja trú og skilning á henni hjá börnum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 27. október 2022 12:38 Kristrún Heimisdóttir, fyrsti varaforseti kirkjuþings þjóðkirkjunnar. Vísir/Sigurjón Kristrún Heimisdóttur, fyrsti varaforseti kirkjuþings þjóðkirkjunnar segir nauðsynlegt að börn læri að skilja menningu Íslands og þar á meðal trúna. Skilgreina þurfi einnig hvað flokkist sem trúfélag. Kristrún vakti athygli á máli sínu á nýliðnu kirkjuþingi. Kristrún mætti í Bítið í morgun og ræddi við Gulla og Heimi um sína sýn á aðgengi barna að Jesú Krist. Viðtalið við Kristrúnu í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Hún segir Reykjavíkurborg hafa tekið þá ákvörðun rétt eftir hrun að setja hömlur á það hvernig starf kirkjunnar og kirkjan sjálf sé kynnt fyrir börnum. Prestar hafi sagt henni að þeir geti ekki auglýst sunnudagaskóla lengur en börn fari á mis við ýmislegt þegar þau geti illa nálgast sunnudagaskóla eoms og dæmisögu á borð við þá um miskunnsama samverjann. „Af 54 krökkum sem voru að koma í fermingarfræðslu voru bara tvö sem vissu hvað hann var að tala um þegar hann fór að tala um miskunnsama samverjann,“ hefur Kristrún eftir prest sem talaði við hana um þessi mál. Kristrún segir börn ekki læra að skilja mikilvæga íslenska menningarþætti fari þau á mis við hluti eins og dæmisögurnar. Íslensk menning innihaldi mikið magn mikilvægra tákna og sagna. Hún segir orð sem koma frá kirkjunni eins og „Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum“ hafa djúpa merkingu og segi eitthvað sem erfitt sé að setja í orð. Mikilvægt sé að börn skilji menningararfinn. „Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum, sko krakkar sem ekki hafa fengið þetta útskýrt þau skilja ekki neitt þessa setningu, hvað er eiginlega átt við, syndir, er það einhver sundbolur? Þið vitið, sá ykkar sem er í sundbol hann fari og kasti steini,“ segir Kristrún. Lögin þurfi að móta á grunni trúfrelsis Á kirkjuþingi sagði Kristrún lög um trúfélög vera bastarð en þörf sé á frekari skilgreiningu á því hvað sé trúfélag, engin mörk séu til staðar hverjir eða hvað geti skilgreint sig sem slíkt. Lögin séu ekki nógu vel samin fyrir íslenskt samfélag. „Mér finnst Zúista málið vera hneyksli og dæmi um það hvað getur gerst þegar lög eru mótuð með þessum hætti,“ segir Kristrún. Hún segir lögin þurfa að vera mótuð á grunni trúfrelsis en trúfrelsi felist í því „að menn þoli og virði það að aðrir þurfi að iðka trú.“ Hún segir alþjóðlegar skilgreiningar vera til staðar til þess að skilgreina hvað sé trú og staðan á Íslandi sé orðin skrítin hvað þetta varðar. Hún segir alvarlegt að jaðarsetja trú og skilning á henni hjá börnum, þau verði þá ólæs á trú „hinna nýju Íslendinga.“ „Íslenskt samfélag er að verða miklu fjölbreyttara en það var og ég held að það sé algjör forsenda þess að það verði farsæl sambúð að við viðurkennum okkar trúar hefð og jafnframt á grundvelli þess að skilja okkar eigin hefð, kunnum að bera virðingu fyrir öðrum hefðum,“ segir Kristrún. Viðtalið við Kristrúnu í heild sinni má hlusta á hér að ofan. Fréttin hefur verið uppfærð. Trúmál Þjóðkirkjan Börn og uppeldi Bítið Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Kristrún mætti í Bítið í morgun og ræddi við Gulla og Heimi um sína sýn á aðgengi barna að Jesú Krist. Viðtalið við Kristrúnu í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Hún segir Reykjavíkurborg hafa tekið þá ákvörðun rétt eftir hrun að setja hömlur á það hvernig starf kirkjunnar og kirkjan sjálf sé kynnt fyrir börnum. Prestar hafi sagt henni að þeir geti ekki auglýst sunnudagaskóla lengur en börn fari á mis við ýmislegt þegar þau geti illa nálgast sunnudagaskóla eoms og dæmisögu á borð við þá um miskunnsama samverjann. „Af 54 krökkum sem voru að koma í fermingarfræðslu voru bara tvö sem vissu hvað hann var að tala um þegar hann fór að tala um miskunnsama samverjann,“ hefur Kristrún eftir prest sem talaði við hana um þessi mál. Kristrún segir börn ekki læra að skilja mikilvæga íslenska menningarþætti fari þau á mis við hluti eins og dæmisögurnar. Íslensk menning innihaldi mikið magn mikilvægra tákna og sagna. Hún segir orð sem koma frá kirkjunni eins og „Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum“ hafa djúpa merkingu og segi eitthvað sem erfitt sé að setja í orð. Mikilvægt sé að börn skilji menningararfinn. „Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum, sko krakkar sem ekki hafa fengið þetta útskýrt þau skilja ekki neitt þessa setningu, hvað er eiginlega átt við, syndir, er það einhver sundbolur? Þið vitið, sá ykkar sem er í sundbol hann fari og kasti steini,“ segir Kristrún. Lögin þurfi að móta á grunni trúfrelsis Á kirkjuþingi sagði Kristrún lög um trúfélög vera bastarð en þörf sé á frekari skilgreiningu á því hvað sé trúfélag, engin mörk séu til staðar hverjir eða hvað geti skilgreint sig sem slíkt. Lögin séu ekki nógu vel samin fyrir íslenskt samfélag. „Mér finnst Zúista málið vera hneyksli og dæmi um það hvað getur gerst þegar lög eru mótuð með þessum hætti,“ segir Kristrún. Hún segir lögin þurfa að vera mótuð á grunni trúfrelsis en trúfrelsi felist í því „að menn þoli og virði það að aðrir þurfi að iðka trú.“ Hún segir alþjóðlegar skilgreiningar vera til staðar til þess að skilgreina hvað sé trú og staðan á Íslandi sé orðin skrítin hvað þetta varðar. Hún segir alvarlegt að jaðarsetja trú og skilning á henni hjá börnum, þau verði þá ólæs á trú „hinna nýju Íslendinga.“ „Íslenskt samfélag er að verða miklu fjölbreyttara en það var og ég held að það sé algjör forsenda þess að það verði farsæl sambúð að við viðurkennum okkar trúar hefð og jafnframt á grundvelli þess að skilja okkar eigin hefð, kunnum að bera virðingu fyrir öðrum hefðum,“ segir Kristrún. Viðtalið við Kristrúnu í heild sinni má hlusta á hér að ofan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Trúmál Þjóðkirkjan Börn og uppeldi Bítið Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent