Öll mörkin úr Meistaradeildinni: Sjáðu ótrúlega dramatík í Madrid og London Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2022 10:01 Leikmenn Tottenham voru í sárum eftir að dómarinn Danny Makkelie tilkynnti að mark þeirra í uppbótartíma fengi ekki að standa. Getty/Marc Atkins Liverpool á enn möguleika á að enda í efsta sæti A-riðils Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 útisigur gegn Ajax í gærkvöld en allt er í hnút í riðli Tottenham, D-riðli, eftir dramatíska jafnteflið gegn Sporting. Öll mörk kvöldsins má nú sjá á Vísi. Rosaleg dramatík var í Madrid þar sem Atlético Madrid kastaði frá sér möguleikanum á að komast í 16-liða úrslitin, og Barcelona er einnig úr leik eftir gærdaginn svo að aðeins Real Madrid verður þá enn fulltrúi Spánar í keppninni. Ljóst er hvaða lið komast upp úr A-, B- og C-riðli en í D-riðli geta enn öll fjögur liðin komist í 16-liða úrslitin, í lokaumferðinni í næstu viku. Tottenham er efst með 8 stig en Sporting og Frankfurt eru með 7 stig og Marseille 6. Marseille tekur á móti Tottenham í lokaumferðinni en Sporting og Frankfurt mætast í Portúgal. Í A-riðli gerði Liverpool út um vonir Ajax og tryggði sig áfram með 3-0 sigri í Hollandi. Mohamed Salah, Darwin Núnez og Harvey Elliott skoruðu mörkin. Klippa: Meistaradeild Evrópu: Ajax 0-3 Liverpool Napoli vann einnig 3-0 gegn Rangers í sama riðli, þar sem Giovanni Simeone skoraði tvö mörk á fyrsta korterinu og Norðmaðurinn Leo Skiri Östigård innsiglaði sigurinn. Þar með endar Napoli fyrir ofan Liverpool nema að Liverpool takist að vinna fjögurra marka sigur gegn Napoli á Anfield í lokaumferðinni. Klippa: Napoli - Rangers Club Brugge og Porto fara áfram úr B-riðli en Atlético Madrid og Leverkusen berjast um 3. sætið og að komast þannig í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Brugge tapaði sínum fyrsta leik í gærkvöld þegar liðið steinlá á heimavelli gegn Porto, 4-0, þar sem Íraninn Mehdi Taremi skoraði tvö mörk. Klippa: Club Brugge - Porto Atlético Madrid og Leverkusen gerðu 2-2 jafntefli en þar ætlaði allt um koll að keyra í leikslok. Dómarinn hafði flautað af en skoðaði svo atvik á myndbandi og dæmdi hendi og víti á Leverkusen. Finninn Lukas Hradecky varði hins vegar vítaspyrnu Yannick Carrasco, Saúl átti svo skalla í þverslána og skot Reinildi náði ekki að marki. Klippa: Atlético Madrid - Leverkusen Í C-riðli tryggði Inter sér 2. sæti með öruggum 4-0 sigri gegn Plzen og Barcelona var því úr leik áður en liðið mætti Bayern á Camp Nou og tapaði 3-0. Henrikh Mkhitaryan, Edin Dzeko (2) og Romelu Lukaku skoruðu mörk Inter en Sadio Mané, Eric Maxim Choupo-Moting og Benjamin Pavard fyrir Bayern. Klippa: Inter - Plzen Klippa: Barcelona - Bayern Í D-riðli gerðu Tottenham og Sporting 1-1 jafntefli í Lundúnum þar sem mark var dæmt af Harry Kane í uppbótartíma vegna rangstöðu, eftir myndbandsskoðun. Antonio Conte, stjóri Tottenham, fékk rautt spjald vegna mótmæla. Marcus Edwards hafði komið Sporting yfir en Rodrigo Bentancur jafnað á 80. mínútu. Klippa: Tottenham - Sporting Frankfurt vann svo 2-1 sigur gegn Marseille í Þýskalandi þar sem öll mörkin komu á fyrsta hálftíma leiksins. Klippa: Frankfurt - Marseille Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira
Rosaleg dramatík var í Madrid þar sem Atlético Madrid kastaði frá sér möguleikanum á að komast í 16-liða úrslitin, og Barcelona er einnig úr leik eftir gærdaginn svo að aðeins Real Madrid verður þá enn fulltrúi Spánar í keppninni. Ljóst er hvaða lið komast upp úr A-, B- og C-riðli en í D-riðli geta enn öll fjögur liðin komist í 16-liða úrslitin, í lokaumferðinni í næstu viku. Tottenham er efst með 8 stig en Sporting og Frankfurt eru með 7 stig og Marseille 6. Marseille tekur á móti Tottenham í lokaumferðinni en Sporting og Frankfurt mætast í Portúgal. Í A-riðli gerði Liverpool út um vonir Ajax og tryggði sig áfram með 3-0 sigri í Hollandi. Mohamed Salah, Darwin Núnez og Harvey Elliott skoruðu mörkin. Klippa: Meistaradeild Evrópu: Ajax 0-3 Liverpool Napoli vann einnig 3-0 gegn Rangers í sama riðli, þar sem Giovanni Simeone skoraði tvö mörk á fyrsta korterinu og Norðmaðurinn Leo Skiri Östigård innsiglaði sigurinn. Þar með endar Napoli fyrir ofan Liverpool nema að Liverpool takist að vinna fjögurra marka sigur gegn Napoli á Anfield í lokaumferðinni. Klippa: Napoli - Rangers Club Brugge og Porto fara áfram úr B-riðli en Atlético Madrid og Leverkusen berjast um 3. sætið og að komast þannig í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Brugge tapaði sínum fyrsta leik í gærkvöld þegar liðið steinlá á heimavelli gegn Porto, 4-0, þar sem Íraninn Mehdi Taremi skoraði tvö mörk. Klippa: Club Brugge - Porto Atlético Madrid og Leverkusen gerðu 2-2 jafntefli en þar ætlaði allt um koll að keyra í leikslok. Dómarinn hafði flautað af en skoðaði svo atvik á myndbandi og dæmdi hendi og víti á Leverkusen. Finninn Lukas Hradecky varði hins vegar vítaspyrnu Yannick Carrasco, Saúl átti svo skalla í þverslána og skot Reinildi náði ekki að marki. Klippa: Atlético Madrid - Leverkusen Í C-riðli tryggði Inter sér 2. sæti með öruggum 4-0 sigri gegn Plzen og Barcelona var því úr leik áður en liðið mætti Bayern á Camp Nou og tapaði 3-0. Henrikh Mkhitaryan, Edin Dzeko (2) og Romelu Lukaku skoruðu mörk Inter en Sadio Mané, Eric Maxim Choupo-Moting og Benjamin Pavard fyrir Bayern. Klippa: Inter - Plzen Klippa: Barcelona - Bayern Í D-riðli gerðu Tottenham og Sporting 1-1 jafntefli í Lundúnum þar sem mark var dæmt af Harry Kane í uppbótartíma vegna rangstöðu, eftir myndbandsskoðun. Antonio Conte, stjóri Tottenham, fékk rautt spjald vegna mótmæla. Marcus Edwards hafði komið Sporting yfir en Rodrigo Bentancur jafnað á 80. mínútu. Klippa: Tottenham - Sporting Frankfurt vann svo 2-1 sigur gegn Marseille í Þýskalandi þar sem öll mörkin komu á fyrsta hálftíma leiksins. Klippa: Frankfurt - Marseille Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira