Fótbolti

Jón Daði tryggði Bolton dramatískan sigur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jón Daði Böðvarsson reyndis hetja Bolton í kvöld.
Jón Daði Böðvarsson reyndis hetja Bolton í kvöld. David Horton - CameraSport via Getty Images

Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson reyndist hetja Bolton er liðið tók á móti Burton Albion í ensku C-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Jón Daði tryggði liðinu dramatískan 2-1 sigur með marki í uppbótartíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið í fyrri hálfleik og staðan var því enn markalaus þegar gengið var til búningsherbergja.

Fyrsta mark leiksins leit ekki dagsins ljós fyrr en á 73. mínútu þegar Sam Hughes kom gestunum í Burton yfir, en mínútu síðar kom Jón Daði inn af varamannabekknum og hann átti eftir að reynast örlagavaldurinn í kvöld.

Amadou Bakayoko jafnaði metin fyrir Bolton á 87. mínútu áður en Jón Daði tryggði liðinu dramatískan sigur með seinustu spyrnu leiksins á áttundu mínútu uppbótartíma.

Niðurstaðan því 2-1 sigur Bolton sem nú situr í fimmta sæti ensku C-deildarinnar með 27 stig eftir 15 leiki, 15 stigum meira en Burton sem situr í næstneðsta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×