Erlent

Lést nokkrum mánuðum eftir fyrsta baðið í sex­­tíu ár

Bjarki Sigurðsson skrifar
Amou Haji var oft kallaður skítugasti maður heims.
Amou Haji var oft kallaður skítugasti maður heims. Getty

Amou Haji, oftast þekktur sem skítugasti maður heims, er látinn, 94 ára að aldri. Skömmu fyrir andlátið hafði Haji þvegið sér í fyrsta sinn í yfir sextíu ár. Hann lést í heimaþorpi sínu Dejgah í vesturhluta Íran.

Haji vakti fyrst athygli árið 2014 þegar fjallað var um hann í Tehran Times en þá hafði hann ekki baðað sig í rúmlega hálfa öld. Hann var sagður borða dýrshræ sem hann fann á götum úti og reykja óhemjumikið. Samkvæmt umfjöllun Times trúði hann því að hreinlæti gerði hann veikan. 

Þorpsbúar sem ræddu við Times sögðu hann hafa lent í áfalli í æsku sem olli því að hann neitaði að baða sig. Fyrir nokkrum mánuðum síðan náðu nágrannar Haji þó að sannfæra hann um að baða sig.

Greint er frá andláti Haji í fjölmiðlum í heimalandi hans en ekki kemur fram hver dánarorsökin er eða hvort hreinlæti hafi á endanum átt þátt í því að draga hann til dauða. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×