Icelandair mátti reka Ólöfu Helgu Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2022 16:39 Ólöf Helga Adolfsdóttir rataði fyrst í fréttir síðasta haust eftir að henni var sagt upp störfum sem hlaðmaður hjá Icelandair. Efling Félagsdómur telur að Ólöf Helga Adolfsdóttir hafi ekki notið sérstakrar verndar sem trúnaðarmaður þegar Icelandair sagði henni upp störfum í fyrra. Ólöf Helga bauð sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands og hefur verið í miðpunkti hatrammra deilna innan Eflingar. Icelandair sagði Ólöfu Helgu upp í ágúst í fyrra en hún starfaði í hlaðdeild fyrirtækisins á Reykjavíkurflugvelli. Efling skaut máli hennar til dómstóla þar sem félagið taldi uppsögnina ólöglega á grundvelli þess að hún hefði verið trúnaðarmaður á vinnustaðnum. Mbl.is segir frá því að félagsdómur hafi úrskurðað Icelandair í vil. Kjörtímabili Ólafar Helgu sem trúnaðarmanns hafi verið lokið þegar henni var sagt upp störfum. Þá hafi umboð hennar í öryggisnefnd Air Iceland Connect, sem þá rak innanlandsflug Icelandair, fallið niður þegar félagið var lagt niður og rann aftur inn í Icelandair í byrjun síðasta árs. Ástæða uppsagnarinnar hafi þó verið á reiki. Icelandair hafi vísað til trúnaðarbrests og framkomu Ólafar Helgu í garð samstarfsmanna í hlaðdeild og starfsmanna í farþegaafgreiðslu. Efling færði á móti rök fyrir því að Ólöf Helga hafi haft afskipti af tveimur málum eftir að nýr stöðvarstjóri tók við. Leitaði hún með bæði málin til Eflingar. Efling rak mál Ólafar Helgu hart í fyrri formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur og Viðars Þorsteinssonar framkvæmdastjóra og sendi frá sér yfirlýsingar og upplýsingar um það til fjölmiðla. Ólöf Helga kom síðar inn í stjórn Eflingar sem ritari. Eftir að Sólveig Anna sagði af sér embætti fyrir ári hafa þær Ólöf Helga hins vegar tekist harkalega á um málefni félagsins. Kjaramál Dómsmál Icelandair Stéttarfélög Vinnumarkaður Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Tengdar fréttir Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. 12. október 2022 12:45 Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. 12. október 2022 10:10 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Icelandair sagði Ólöfu Helgu upp í ágúst í fyrra en hún starfaði í hlaðdeild fyrirtækisins á Reykjavíkurflugvelli. Efling skaut máli hennar til dómstóla þar sem félagið taldi uppsögnina ólöglega á grundvelli þess að hún hefði verið trúnaðarmaður á vinnustaðnum. Mbl.is segir frá því að félagsdómur hafi úrskurðað Icelandair í vil. Kjörtímabili Ólafar Helgu sem trúnaðarmanns hafi verið lokið þegar henni var sagt upp störfum. Þá hafi umboð hennar í öryggisnefnd Air Iceland Connect, sem þá rak innanlandsflug Icelandair, fallið niður þegar félagið var lagt niður og rann aftur inn í Icelandair í byrjun síðasta árs. Ástæða uppsagnarinnar hafi þó verið á reiki. Icelandair hafi vísað til trúnaðarbrests og framkomu Ólafar Helgu í garð samstarfsmanna í hlaðdeild og starfsmanna í farþegaafgreiðslu. Efling færði á móti rök fyrir því að Ólöf Helga hafi haft afskipti af tveimur málum eftir að nýr stöðvarstjóri tók við. Leitaði hún með bæði málin til Eflingar. Efling rak mál Ólafar Helgu hart í fyrri formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur og Viðars Þorsteinssonar framkvæmdastjóra og sendi frá sér yfirlýsingar og upplýsingar um það til fjölmiðla. Ólöf Helga kom síðar inn í stjórn Eflingar sem ritari. Eftir að Sólveig Anna sagði af sér embætti fyrir ári hafa þær Ólöf Helga hins vegar tekist harkalega á um málefni félagsins.
Kjaramál Dómsmál Icelandair Stéttarfélög Vinnumarkaður Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Tengdar fréttir Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. 12. október 2022 12:45 Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. 12. október 2022 10:10 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. 12. október 2022 12:45
Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. 12. október 2022 10:10