Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2022 12:45 Sólveig Anna, formaður Eflingar, segir Ólöfu Helgu, sem hefur boðið sig fram til forseta ASÍ, veruleikafirrta og valdsjúka. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. Þetta skrifar Sólveig á Facebook í viðbragði við viðtal sem Ólöf veitti í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í viðtalinu sagðist Ólöf vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír - Sólveig, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson formaður SGS - sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Þá sagði Ólöf að ásakanir þremenninga um að persónuárásir hafi orðið til þess að þau drágu framboð sín til miðstjórnar ASÍ til baka koma sér spánskt fyrir sjónir. Hún hafi ekki ráðist á persónu nokkurs manns þó hún hafi gagnrýnt Ragnar Þór fyrir að fordæma ekki hópuppsögn Sólveigar Önnu á starfsfólki skrifstofu Eflingar. Sólveig Anna hafi samt kallað Ólöfu Helgu smásál, smámenni, persónuverndarglæpon og svo vitlausa að hún vissi ekki sjálf hversu vitlaus hún væri. „Árásirnar eru ekki að koma frá mér eða mínum helmingnum,“ sagði Ólöf Helga. Sólveig segir í svari sínu að Ólöf Helga, í samfloti við framvarðasveit ASÍ ung, sjómannaforingja og leiðtoga innan úr SGS, hafi lagt til þegar þing ASÍ var sett að öllum fulltrúum Eflingar yrði vísað af þinginu. Hún hafi, að sögn Sólveigar, gert það einungis til að niðurlægja félaga Eflingar og auka sigurlíkur sjálfrar sín. „Kannski er ekki rétt að tala um þetta sem veruleikafirringu. Kannski er réttara að tala um siðferðilegt gjaldþrot,“ skrifar Sólveig. „Svo það sé sagt: Ég og félagar mínir í Eflingu strunsuðum ekki út. Við gengum út fylktu liði. Í samstöðu hvort með öðru. Við erum þroskað, fullorðið fólk. Við þekkjum eigin virði og við berum höfuðið hátt.“ Eflingarliðar hafi fundið vel fyrir því á þinginu að þeir hafi ekki verið velkomnir. Því hafi þeir farið. Hún sé stolt af því og af fulltrúum Eflingar á þinginu. „Í stað þess að láta brjóta okkur niður og niðurlægja, risum við úr sætum og yfirgáfum þá samkomu sem við augljóslega vorum ekki velkomin á. Við kunnum nefnilega að rísa upp. Við höfum gert það áður, við geðrum það í gær og við munum gera það aftur,“ skrifar Sólveig. „Og við munum ná árangri í upprisu okkar, ólíkt valdasjúkum og siðlausum einstaklingum sem sýna það með öllu framferði sínu að barátta verkafólks skiptir þau engu máli, það einsa sem skiptir máli eru völd og vegtyllur.“ Uppfært klukkan 15.00. Innsláttarvilla í tilvitnun í færslu Sólveigar löguð. ASÍ Kjaramál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Þetta skrifar Sólveig á Facebook í viðbragði við viðtal sem Ólöf veitti í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í viðtalinu sagðist Ólöf vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír - Sólveig, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson formaður SGS - sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Þá sagði Ólöf að ásakanir þremenninga um að persónuárásir hafi orðið til þess að þau drágu framboð sín til miðstjórnar ASÍ til baka koma sér spánskt fyrir sjónir. Hún hafi ekki ráðist á persónu nokkurs manns þó hún hafi gagnrýnt Ragnar Þór fyrir að fordæma ekki hópuppsögn Sólveigar Önnu á starfsfólki skrifstofu Eflingar. Sólveig Anna hafi samt kallað Ólöfu Helgu smásál, smámenni, persónuverndarglæpon og svo vitlausa að hún vissi ekki sjálf hversu vitlaus hún væri. „Árásirnar eru ekki að koma frá mér eða mínum helmingnum,“ sagði Ólöf Helga. Sólveig segir í svari sínu að Ólöf Helga, í samfloti við framvarðasveit ASÍ ung, sjómannaforingja og leiðtoga innan úr SGS, hafi lagt til þegar þing ASÍ var sett að öllum fulltrúum Eflingar yrði vísað af þinginu. Hún hafi, að sögn Sólveigar, gert það einungis til að niðurlægja félaga Eflingar og auka sigurlíkur sjálfrar sín. „Kannski er ekki rétt að tala um þetta sem veruleikafirringu. Kannski er réttara að tala um siðferðilegt gjaldþrot,“ skrifar Sólveig. „Svo það sé sagt: Ég og félagar mínir í Eflingu strunsuðum ekki út. Við gengum út fylktu liði. Í samstöðu hvort með öðru. Við erum þroskað, fullorðið fólk. Við þekkjum eigin virði og við berum höfuðið hátt.“ Eflingarliðar hafi fundið vel fyrir því á þinginu að þeir hafi ekki verið velkomnir. Því hafi þeir farið. Hún sé stolt af því og af fulltrúum Eflingar á þinginu. „Í stað þess að láta brjóta okkur niður og niðurlægja, risum við úr sætum og yfirgáfum þá samkomu sem við augljóslega vorum ekki velkomin á. Við kunnum nefnilega að rísa upp. Við höfum gert það áður, við geðrum það í gær og við munum gera það aftur,“ skrifar Sólveig. „Og við munum ná árangri í upprisu okkar, ólíkt valdasjúkum og siðlausum einstaklingum sem sýna það með öllu framferði sínu að barátta verkafólks skiptir þau engu máli, það einsa sem skiptir máli eru völd og vegtyllur.“ Uppfært klukkan 15.00. Innsláttarvilla í tilvitnun í færslu Sólveigar löguð.
ASÍ Kjaramál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent