Innlent

Ráðherra krefur MAST svara um velferð dýra

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kallar eftir svörum frá MAST.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kallar eftir svörum frá MAST. Vísir/Vilhelm

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur kallað eftir upplýsingum frá Matvælastofnun um framkvæmd eftirlits þeirra og verkferla vegna velferðar dýra þegar grunur vaknar um að umráðamenn uppfylli ekki ákvæði laga þess efnis.

Mál bónda í Borgarbyggð hefur vakið óhug og orðið til þess að bera fór á háværri gagnrýni í garð stofnunarinnar sem helst hefur snúið að því að MAST hafi ekki aðhafst nóg og ekki brugðist nægilega skjótt við. Eigandi skepnanna hefur verið sakaður um illa meðferð. 

Sjá nánar: Húðskamma MAST og vilja aðgerðir strax

Í erindi sínu til stofnunarinnar óskar Svandís eftir að MAST leggi mat á hvort skortur sé á heimildum í lögum til að tryggja velferð dýra og grípa til viðeigandi ráðstafana þegar aðstæður krefjast.

Þá fer ráðherra fram á að stofnunin upplýsi um stefnu sína hvað varðar upplýsingamiðlun til almennings á meðan þær aðgerðir sem snúa að velferð dýra standi yfir og eftir þeim lýkur.


Tengdar fréttir

Efast um hæfi MAST

Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) segja viðbrögð Matvælastofnunar (MAST) við vanrækslu hrossa í Borgarfirði ekki vera í samræmi við alvarleika málsins. Samtökin skora á MAST að tryggja viðunandi aðbúnað dýranna á meðan málið er enn í skoðun. 

„Þetta er svo mikill hryllingur“

Búið er að hleypa hestunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um í sumar út. Þeir voru lokaðir inni um langt skeið og efast hestafólk í nærsveitum um að þeir lifi veturinn af, svo illa eru þeir farnir. 

Samdi ljóð og sendi til MAST vegna dýraníðs á næsta bæ

Guðrún Jónína Magnúsdóttir bjó á árunum 2011 til 2019 nálægt bænum í Borgarfirði sem fjallað hefur verið um ítrekað nýverið vegna dýraníðs. Hún segist endurtekið hafa tilkynnt slæma meðferð á kúnum á bænum til héraðsdýralæknis og Matvælastofnunar. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×