Iniesta: Oft var besti tími dagsins þegar ég gleypti pillu og lagðist í rúmið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2022 10:30 Andres Iniesta kvaddi spænska landsliðið á HM 2018 eftir að hafa spilað 131 landsleik. EPA-EFE/ARMANDO BABANI Spænska knattspyrnugoðsögnin Andrés Iniesta sagði frá glímu sinni við þunglyndi í hlaðvarpsþættinum „The Wild Project“ og það var frekar sláandi að hlusta á eina af stærstu stjörnum sinnar kynslóðar tala um andlega glímu sína utan vallar. Iniesta er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Barcelona og með spænska landsliðinu en þessi 38 ára gamli miðjumaður er enn að spila fótbolta í Japan með liði Vissel Kobe. Iniesta var í 22 ár hjá Barcelona og vann 35 titla með félaginu en fór til Japans árið 2018 og hefur nú spilað yfir hundrað leiki fyrir Vissel Kobe. Andrés Iniesta: "When I was struggling with depression, my most enjoyable part of the day was when I took my pill and went to sleep at night. You lose joy from life, from everything. I hugged my wife, but it felt like hugging a pillow. You feel nothing." pic.twitter.com/jT1kdQo4Nq— Football Tweet (@Football__Tweet) October 22, 2022 Í viðtalinu talaði Iniesta um þunglyndi sitt og það oft hafi besti tími dagsins verið þegar hann gleypti pillu og lagðist í rúmið. „Ég fer enn í sálfræðimeðferð til að friða hugann. Ég nýt þess að hlusta á fagfólk tala um andlega heilsu og þunglyndi. Þú segir við sjálfan þig: Þetta er ekki þú, þetta er líkaminn þinn en þú átt ekkert líf, upplifir enga gleði og hefur enga orku,“ sagði Andrés Iniesta. „Þegar ég var að glíma við þunglyndi þá var oft ánægjulegasti tími dagsins þegar ég gleypti pilluna mína og lagðist í rúmið. Þú tapar lífsgleðinni og allri ánægju í þínu lífi. Ég faðmaði konuna mína en mér fannst ég vera að faðma kodda. Þú finnur ekkert,“ sagði Iniesta. Iniesta viðurkennir að það hafi verið erfitt að yfirgefa Barcelona og aðlagast nýjum aðstæðum í Japan. Iniesta, sobre su depresión "No podía estar ni media hora sobre el césped y Guardiola me ayudó"https://t.co/kEcZP0vhH0— Deportes Cuatro (@DeportesCuatro) October 20, 2022 „Þetta er ekki spurning um efnislega hluti. Ég hefði getað átt alla bíla í heimi og allt sem mig langaði í en það væri samt erfitt að eiga við hlutina í daglega lífinu,“ sagði Iniesta. Samningur hans við Vissel Kobe rennur út sumarið 2024. Þá verður hann orðinn fertugur og sér fyrir sér heimkomu til Katalóníu. „Ég vil snúa aftur til Barcelona sem annaðhvort þjálfari eða íþróttastjóri,“ sagði Iniesta. Andrés Iniesta spilaði alls 674 leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum frá 2002 til 2018. Hann varð níu sinnum spænskur meistari með félaginu, sex sinnum bikarmeistari og vann Meistaradeildina fjórum sinnum. Hann vann líka þrjá stóra titla með spænska landsliðinu, tvo Evrópumeistaratitla og svo heimsmeistaratitilinn 2010 þar sem Iniesta skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum. Spænski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Sjá meira
Iniesta er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Barcelona og með spænska landsliðinu en þessi 38 ára gamli miðjumaður er enn að spila fótbolta í Japan með liði Vissel Kobe. Iniesta var í 22 ár hjá Barcelona og vann 35 titla með félaginu en fór til Japans árið 2018 og hefur nú spilað yfir hundrað leiki fyrir Vissel Kobe. Andrés Iniesta: "When I was struggling with depression, my most enjoyable part of the day was when I took my pill and went to sleep at night. You lose joy from life, from everything. I hugged my wife, but it felt like hugging a pillow. You feel nothing." pic.twitter.com/jT1kdQo4Nq— Football Tweet (@Football__Tweet) October 22, 2022 Í viðtalinu talaði Iniesta um þunglyndi sitt og það oft hafi besti tími dagsins verið þegar hann gleypti pillu og lagðist í rúmið. „Ég fer enn í sálfræðimeðferð til að friða hugann. Ég nýt þess að hlusta á fagfólk tala um andlega heilsu og þunglyndi. Þú segir við sjálfan þig: Þetta er ekki þú, þetta er líkaminn þinn en þú átt ekkert líf, upplifir enga gleði og hefur enga orku,“ sagði Andrés Iniesta. „Þegar ég var að glíma við þunglyndi þá var oft ánægjulegasti tími dagsins þegar ég gleypti pilluna mína og lagðist í rúmið. Þú tapar lífsgleðinni og allri ánægju í þínu lífi. Ég faðmaði konuna mína en mér fannst ég vera að faðma kodda. Þú finnur ekkert,“ sagði Iniesta. Iniesta viðurkennir að það hafi verið erfitt að yfirgefa Barcelona og aðlagast nýjum aðstæðum í Japan. Iniesta, sobre su depresión "No podía estar ni media hora sobre el césped y Guardiola me ayudó"https://t.co/kEcZP0vhH0— Deportes Cuatro (@DeportesCuatro) October 20, 2022 „Þetta er ekki spurning um efnislega hluti. Ég hefði getað átt alla bíla í heimi og allt sem mig langaði í en það væri samt erfitt að eiga við hlutina í daglega lífinu,“ sagði Iniesta. Samningur hans við Vissel Kobe rennur út sumarið 2024. Þá verður hann orðinn fertugur og sér fyrir sér heimkomu til Katalóníu. „Ég vil snúa aftur til Barcelona sem annaðhvort þjálfari eða íþróttastjóri,“ sagði Iniesta. Andrés Iniesta spilaði alls 674 leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum frá 2002 til 2018. Hann varð níu sinnum spænskur meistari með félaginu, sex sinnum bikarmeistari og vann Meistaradeildina fjórum sinnum. Hann vann líka þrjá stóra titla með spænska landsliðinu, tvo Evrópumeistaratitla og svo heimsmeistaratitilinn 2010 þar sem Iniesta skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum.
Spænski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Sjá meira