Fótbolti

„Verður óstöðvandi þegar hann lærir að hemja tilfinningar sínar“

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Victor Osimhen er kraftmikill.
Victor Osimhen er kraftmikill. vísir/Getty

Ný ofurstjarna í fótboltanum gæti verið að verða til í Napoli á Ítalíu þar sem nígeríski sóknarmaðurinn Victor Osimhen hefur verið magnaður í toppliði Napoli.

Þessi 23 ára gamli leikmaður reyndist hetja liðsins í gær þegar hann skoraði magnað mark í 0-1 sigri á AS Roma en hann er á sínu þriðja tímabili í ítalska boltanum.

Luciano Spalletti, hinn þrautreyndi stjóri Napoli, telur sig vera með óslípaðan demant í höndunum og virðist hafa trú á að Osimhen geti tekið yfir evrópskan fótbolta á næstu árum.

„Osimhen hefur hraðabreytingar sem enginn annar hefur. Þegar hann lærir að hemja tilfinningar sínar verður hann algjörlega óstöðvandi,“ segir Spalletti og var hann þá beðinn um að útskýra mál sitt frekar.

„Hann er stundum að reyna að gera allt sjálfur. Hann gerir árás á markið án þess að vita hvar liðsfélagarnir hans eru staðsettir. Hann hefur ótrúlegan styrk og hann gerir mikið fyrir okkur.“

Osimhen hefur skorað fimm mörk í níu leikjum á tímabilinu.

„Hann er einn besti skallamaður sem ég hef séð. Við vorum ekki að þjónusta hann nógu vel með það á síðasta tímabili en þá var hann mikilvægur fyrir okkur varnarlega í föstum leikatriðum og leysti mörg vandamál fyrir okkur þar,“ segir Spalletti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×