Fótbolti

Aron skoraði í dramatískum sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aron Sigurðarson skoraði annað mark Horsens í dag.
Aron Sigurðarson skoraði annað mark Horsens í dag. Lars Ronbog / FrontZoneSport via Getty Images

Aron Sigurðarson skoraði annað mark Horsens er liðið vann dramatískan 3-2 sigur gegn Stefáni Teiti Þórðarsyni og félaögum hans í Silkeborg dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Aron og Stefán voru báðir í byrjunarliðum sinna liða í dag, en það voru gestirnir í Silkeborg sem tóku forystuna strax á þriðju mínútu leiksins.

Heimamenn í Horsens jöfnuðu hins vegar metin á 15. mínútu og staðan var því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Gestirnir þurftu að spila stærstan hluta síðari hálfleiksins manni færri eftir að Tobias Salquist fékk að líta beint rautt spjald á 48. mínútu og mínútu síðar kom Aron heimamönnum í 2-1 forystu.

Stefán og félagar gáfust þó ekki upp og manni færri tókst þeim að jafna metin á 73. mínútu, en Anders Jacobsen tryggði Horsens dramatískan 3-2 sigur með marki af vítapunktinum á annarri mínútu uppbótartíma.

Horsens situr nú í áttunda sæti deildarinnar með 18 stig eftir 14 leiki, þremur stigum minna en Silkeborg sem situr í fjórða sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×