Klopp: Fengum nógu mörg færi til að vinna Hjörvar Ólafsson skrifar 22. október 2022 14:00 Jürgen Klopp á hliðarlínunni í leik liðanna í dag. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði lið sitt hafa fengið nógu mörg færi til þess að fá stig úr heimsókn sinni á City Ground í dag. „Ég hef útskýringu á reiðum höndum á frammistöðu liðsins en ég get ekki útskýrt úrslitin ef ég á að vera hreinskilinn. Við fengum fjögur til fimm frábær færi eftir föst leikatriði sem ég skil ekki hvernig við fórum að því að skora ekki úr," sagði Klopp að leik loknum en Nottingham Forest lagði Liverpool að velli með einu marki gegn einu. „Við vorum undirbúnir fyrir þá leikaðferð sem þeir settu upp og við vissum hvernig þeir myndu verjast gegn okkur. Við hefðum bara átt að klára þennan leik og nýta færin betur svo ég sé alveg hreinskilinn," sagði Þjóðverjinn enn fremur í samtali við BT Sport. „Markið sem þeir skora kemur eftir stór mistök hjá okkuar. Við missum boltann á vondum stað, gefum óþarfa aukaspyrnu á hættulegu fyrirgjafarfæri og markið kemur í kjölfarið. Önnur færi sem þeir fá komu eftir annars konar mistök hjá okkur," sagði Klopp um leikinn. „Við þurftum að gera margar breytingar frá leiknum gegn West Ham United og sumar þeirra á síðustu stundu. Það er augljóslega ekki ákjósanlegur undirbúningur fyrir erfiðan leik. Liðið hefur spilað sex leiki á skömmum tíma og þrjá leiki með hárri ákefð síðustu daga og það hefur tekið sinn toll. Það sást augljóslega að það vantaði takt og orku í liðið eftir að leikmenn höfðu sýnt stöðugleika í spilamennsku sinni síðustu vikurnar. Það er bara eins og það er og við breytum því ekki. Við hefðum getað gert betur á mörgum sviðum og náð í stigin sem við vildum," sagði hann. Enski boltinn Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira
„Ég hef útskýringu á reiðum höndum á frammistöðu liðsins en ég get ekki útskýrt úrslitin ef ég á að vera hreinskilinn. Við fengum fjögur til fimm frábær færi eftir föst leikatriði sem ég skil ekki hvernig við fórum að því að skora ekki úr," sagði Klopp að leik loknum en Nottingham Forest lagði Liverpool að velli með einu marki gegn einu. „Við vorum undirbúnir fyrir þá leikaðferð sem þeir settu upp og við vissum hvernig þeir myndu verjast gegn okkur. Við hefðum bara átt að klára þennan leik og nýta færin betur svo ég sé alveg hreinskilinn," sagði Þjóðverjinn enn fremur í samtali við BT Sport. „Markið sem þeir skora kemur eftir stór mistök hjá okkuar. Við missum boltann á vondum stað, gefum óþarfa aukaspyrnu á hættulegu fyrirgjafarfæri og markið kemur í kjölfarið. Önnur færi sem þeir fá komu eftir annars konar mistök hjá okkur," sagði Klopp um leikinn. „Við þurftum að gera margar breytingar frá leiknum gegn West Ham United og sumar þeirra á síðustu stundu. Það er augljóslega ekki ákjósanlegur undirbúningur fyrir erfiðan leik. Liðið hefur spilað sex leiki á skömmum tíma og þrjá leiki með hárri ákefð síðustu daga og það hefur tekið sinn toll. Það sást augljóslega að það vantaði takt og orku í liðið eftir að leikmenn höfðu sýnt stöðugleika í spilamennsku sinni síðustu vikurnar. Það er bara eins og það er og við breytum því ekki. Við hefðum getað gert betur á mörgum sviðum og náð í stigin sem við vildum," sagði hann.
Enski boltinn Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira